Íslenski boltinn

Byrjunarliðin í bikarúrslitaleiknum | Patrick Pedersen byrjar hjá Val

Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar
Pedersen er klár.
Pedersen er klár. vísir/vilhelm
Búið er að gefa út byrjunarlið Vals og KR fyrir bikarúrslitaleikinn 2015 sem hefst eftir tæpan klukkutíma.

Patrick Pedersen, Haukur Páll Sigurðsson og Ingvar Þór Kale byrja allir hjá Val en þeir voru tæpir fyrir leikinn vegna meiðsla. Emil Atlason er ekki í hóp en hann er lánsmaður hjá Val frá KR.

Hólmbert Aron Friðjónsson er valinn fram yfir Gary Martin og Þorstein Má Ragnarsson sem fremsti maður KR. Almarr Ormarsson byrjar sömuleiðis en Sören Fredriksen er á bekknum.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, auk þess sem hægt verður að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.

Byrjunarliðin eru þannig skipuð:

Valur:

1 Ingvar Þór Kale                

2 Thomas Guldborg Christensen                

7 Haukur Páll Sigurðsson                

8 Kristinn Ingi Halldórsson                

9 Patrick Pedersen                

10 Kristinn Freyr Sigurðsson                

11 Sigurður Egill Lárusson                

20 Orri Sigurður Ómarsson                

21 Bjarni Ólafur Eiríksson                

22 Mathias Schlie                

23 Andri Fannar Stefánsson

KR:

1 Stefán Logi Magnússon                

3 Rasmus Christiansen                

5 Skúli Jón Friðgeirsson                

6 Gunnar Þór Gunnarsson                

8 Jónas Guðni Sævarsson                

10 Pálmi Rafn Pálmason                

11 Almarr Ormarsson                

17 Hólmbert Aron Friðjónsson                

18 Aron Bjarki Jósepsson                

20 Jacob Schoop                

22 Óskar Örn Hauksson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×