Íslenski boltinn

Rúna Kristín fyrsti kvendómarinn sem starfar í úrvalsdeild karla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúna Kristín, lengst til vinstri, ásamt Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni sem verður einmitt aðaldómari á morgun.
Rúna Kristín, lengst til vinstri, ásamt Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni sem verður einmitt aðaldómari á morgun. vísir/daníel
Rúna Kristín Stefánsdóttir verður fyrsta konan í sögu íslenskrar knattspyrnu sem verður í dómarateymi í Pepsi-deild karla, en Rúna Kristín hefur dæmt með góðum árangri undanfarin ár.

Rúna verður aðstoðardómari 2 í leik Fylkis og Keflavíkur annað kvöld, en þetta var opinbert á heimasíðu KSÍ á miðnætti.

Hún hefur getið sér gott orðspor, bæði á Íslandi og út fyrir landssteinana, en hún hefur meðal annars verið dugleg að dæma sem aðstoðardómari í Pepsi-deild kvenna og sem aðstoðardómari í fyrstu deild karla.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn, Birkir Sigurðarson verður aðstoðardómari 1, Frosti Viðar Gunnarsson verður fjórði dómari og Jón Þór Ágústsson er eftirlitsmaður KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×