Íslenski boltinn

Mikilvægur fallbaráttuslagur í Breiðholti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leiknir og Stjarnan verða í eldlínunni í dag.
Leiknir og Stjarnan verða í eldlínunni í dag. vísir/stefán
Fimmtánda umferð Pepsi-deildar karla fer af stað í dag með tveimur leikjum. Eyjamenn heimsækja Leiknismenn og Íslandsmeistarar Stjörnunnar fá Víking í heimsókn.

Leiknismenn unnu sinn fyrsta sigur í lengri, lengri tíma í síðustu umferð þegar þeir unnu Íslandsmeistara Stjörnunnar á heimavelli í Breiðholti. Illa hefur gengið hjá ÍBV í síðustu þremur leikjum (tveimur í deild og einu í bikar).

Eyjamenn eru í ellefta sætinu með ellefu stig, en Leiknismenn eru einu sæti ofar með tveimur stigum meira. Það er því sex-stiga leikur framundan í Breiðholtinu.

Titilvörn Stjörnunnar hefur ekki verið uppá marga fiska. Þeir eru í sjöunda sæti með nítján stig, en þeir hafa einungis unnið fimm leiki af fjórtán í Pepsi-deildinni í sumar.

Þeir hafa einungis unnið einn leik á heimavelli, en Víkingur er í níunda sætinu með sextán stig. Víkingur hefur ekki tapað undir stjórn Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, síðan hann tók einn við keflinu.

Leikirnir báðir verða í beinni textalýsingu í Boltavaktinni og verður svo gert góð skil í Pepsi-mörkunum annað kvöld, en þau eru á dagskrá 22.00 annað kvöld.

Leikir dagsins:

17.00 Leiknir - ÍBV (Leiknisvöllur)

19.15 Stjarnan - Víkingur R. (Samsung-völlurinn)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×