Rúnar Páll: Glórulaust hjá dómaranum Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. ágúst 2015 21:53 Ívar Orri Kristjánsson sýnir Brynjari Gauta Guðjónssyni rauða spjaldið. vísir/ernir Stjarnan og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í leik liðanna í 15. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Stjarnan komst yfir á 75. mínútu en endaði svo á því að fá bara eitt stig og missa tvo menn út af. "Það er erfitt að skapa eitthvað á móti Víkingunum þegar þeir liggja svona aftarlega og beita skyndisóknum. Við vissum að þeir myndu spila svona því þessu hafa þeir beitt síðan Milos tók við og gert það vel," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi eftir leikinn. "Mér fannst við spila vel í dag. Við sköpuðum samt ekkert mikið af færum en eftir að við skoruðum vildi maður sigla þessu í höfn. Þannig er það nú bara. Við vorum ekkert óheppnir heldur bara klaufar að taka þetta ekki." Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, fékk beint rautt spjald fyrir að sparka Hallgrím Mar Steingrímsson niður á 77. mínútu og seinna fékk Brynjar Gauti Guðjónsson sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að hlaupa fyrir Thomas Nielsen, markvörð Víkings. "Þetta var glórulaust rautt spjald sem Præst fær en það var óþarfi hjá honum að fara út í svona tæklingar. Svo fær Brynjar rautt spjald eftir tilviljanakenndar pælingar hjá dómaranum. Alveg glórulaust. Það var erfitt að vera tveimur færri síðustu mínúturnar," sagði Rúnar og hélt áfram um Brynjar Gauta: "Þetta er alveg glórulaust. Brynjar Gauti var bara að hlaupa til baka og hvort hann hafi rekist í boltann eða einhver annar veit ég ekki. Ég held að dómarinn hafi ekki vitað það sjálfur og gaf Brynjari því þetta fína gula spjald. Ég á eftir að sjá þetta aftur en ég held að þetta sé ekki rétt hjá dómaranum." "Þetta er dýrt fyrir okkur, en sem betur fer erum við með sterkan hóp og við leysum þetta fyrir mánudaginn." Stjörnuþjálfarinn kættist ekkert yfir því að fá eitt stig þrátt fyrir að tveimur færri síðasta hluta leiksins. "Ég er ekkert sáttur við stigið. Þeir eru að ræna tveimur stigum frá okkur. Við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik og eigum að fá meira út úr þessu en raun ber vitni," sagði Rúnar Páll. Hann kveðst vonsvikinn yfir því að liðið hafi ekki loks farið í gang eftir sannfærandi sigur á Eyjamönnum á dögunum. Þeim sigri fylgdu Stjörnumenn eftir með tapi gegn Leikni og jafntefli í kvöld. "Auðvitað vonaðist ég til þess að við myndum hrökkva í gang. Við vorum miklu betri aðilinn upp í Breiðholti í síðustu umferð en fengum ekkert þar. Frammistaðan þar var svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir en í dag var hún góð og við áttum skilið meira en eitt stig," sagði Rúnar Páll. Aðspurður að lokum um umræðuna í kringum Jeppe Hansen á Þjóðhátíð í Eyjum sagði Rúnar Páll engar agareglur hafa verið brotnar. Daninn byrjaði á bekknum í dag eftir að vera veikur í í síðustu umferð. "Menn fengu bara frí á laugardag og sunnudag. Það voru engar agareglur brotnar eða neitt slíkt," sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Stjarnan og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í leik liðanna í 15. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Stjarnan komst yfir á 75. mínútu en endaði svo á því að fá bara eitt stig og missa tvo menn út af. "Það er erfitt að skapa eitthvað á móti Víkingunum þegar þeir liggja svona aftarlega og beita skyndisóknum. Við vissum að þeir myndu spila svona því þessu hafa þeir beitt síðan Milos tók við og gert það vel," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi eftir leikinn. "Mér fannst við spila vel í dag. Við sköpuðum samt ekkert mikið af færum en eftir að við skoruðum vildi maður sigla þessu í höfn. Þannig er það nú bara. Við vorum ekkert óheppnir heldur bara klaufar að taka þetta ekki." Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, fékk beint rautt spjald fyrir að sparka Hallgrím Mar Steingrímsson niður á 77. mínútu og seinna fékk Brynjar Gauti Guðjónsson sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að hlaupa fyrir Thomas Nielsen, markvörð Víkings. "Þetta var glórulaust rautt spjald sem Præst fær en það var óþarfi hjá honum að fara út í svona tæklingar. Svo fær Brynjar rautt spjald eftir tilviljanakenndar pælingar hjá dómaranum. Alveg glórulaust. Það var erfitt að vera tveimur færri síðustu mínúturnar," sagði Rúnar og hélt áfram um Brynjar Gauta: "Þetta er alveg glórulaust. Brynjar Gauti var bara að hlaupa til baka og hvort hann hafi rekist í boltann eða einhver annar veit ég ekki. Ég held að dómarinn hafi ekki vitað það sjálfur og gaf Brynjari því þetta fína gula spjald. Ég á eftir að sjá þetta aftur en ég held að þetta sé ekki rétt hjá dómaranum." "Þetta er dýrt fyrir okkur, en sem betur fer erum við með sterkan hóp og við leysum þetta fyrir mánudaginn." Stjörnuþjálfarinn kættist ekkert yfir því að fá eitt stig þrátt fyrir að tveimur færri síðasta hluta leiksins. "Ég er ekkert sáttur við stigið. Þeir eru að ræna tveimur stigum frá okkur. Við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik og eigum að fá meira út úr þessu en raun ber vitni," sagði Rúnar Páll. Hann kveðst vonsvikinn yfir því að liðið hafi ekki loks farið í gang eftir sannfærandi sigur á Eyjamönnum á dögunum. Þeim sigri fylgdu Stjörnumenn eftir með tapi gegn Leikni og jafntefli í kvöld. "Auðvitað vonaðist ég til þess að við myndum hrökkva í gang. Við vorum miklu betri aðilinn upp í Breiðholti í síðustu umferð en fengum ekkert þar. Frammistaðan þar var svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir en í dag var hún góð og við áttum skilið meira en eitt stig," sagði Rúnar Páll. Aðspurður að lokum um umræðuna í kringum Jeppe Hansen á Þjóðhátíð í Eyjum sagði Rúnar Páll engar agareglur hafa verið brotnar. Daninn byrjaði á bekknum í dag eftir að vera veikur í í síðustu umferð. "Menn fengu bara frí á laugardag og sunnudag. Það voru engar agareglur brotnar eða neitt slíkt," sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira