Guðjón: Þetta var klúður frá upphafi T'omas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2015 12:58 Ólafur Kristjánsson fékk Guðjón til Nordsjælland en þar gengu hlutirnir ekki upp fyrir framherjann. vísir/getty „Ég er bara mjög hress. Ég er hérna að pakka niður þar sem ég á flug klukkan hálf átta heim. Það er smá stress,“ segir Guðjón Baldvinsson, nýjasti leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, við Vísi.Eins og kom fram fyrr í dag keypti Stjarnan Guðjón af danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland, en Guðjón er uppalinn Stjörnumaður. „Ég skil konuna eftir hérna úti og hún pakkar búslóðinni saman. Við fótboltamennirnir sleppum alltaf við allt svona. Við þurfum alltaf að fara strax,“ segir Guðjón léttur, en hann er spenntur fyrir heimkomunni í Garðabæinn. „Þetta er alveg frábært. Það er búið að vera smá aðdragandi að þessu. Þetta hefur kitlað mann í svolítinn tíma. Nú er ég með tvö börn; annað tveggja ára og hitt sex ára og þeim eldri líður rosalega vel þegar hann er á Íslandi,“ segir Guðjón. „Stráknum hefur ekki liðið jafnvel úti þar sem hann er frá vinunum og sinni rútínu. Munurinn á honum í dag og í gær eftir að þetta kláraðist er ólýsanlegur sem gerir þetta fullkomið. Sjálfur er ég að nálgast þrítugt og farinn að skoða hvað ég fer að gera eftir fótboltann. Stjarnan var til í að hjálpa mér við það þannig þetta small allt saman.“Guðjón Baldvinsson skoraði eitt mark fyrir Nordsjælland.vísir/gettyVar á leið til OB Guðjón fór frá KR til sænska liðsins Halmstad árið 2012 þar sem hann spilaði mjög vel. Hann var svo á leið í annað lið í dönsku úrvalsdeildinni áður en Ólafur Kristjánsson og forráðamenn Nordsjælland fengu hann til sín. „Þetta er búið að vera skrítið frá fyrstu mínútu,“ segir Guðjón um dvölina hjá Nordsjælland þar sem honum hefur ekki gengið vel. Hann gekk í raðir liðsins í janúar á þessu ári en gengið var frá kaupunum síðasta sumar. „Ég var með pennan við blaðið hjá OB í Óðinsvéum áður en Nordsjælland hringdi. Ég var þar bara að skrifa undir. Það var lið sem spilar fótbolta sem hentar mér.“ „Nordsjælland fær mig til að skipta um skoðun en svo byrjar þetta á að félagið kaupir mig ekki um leið eins og til stóð. Ég þurfti því að bíða í hálft ár í staðinn fyrir að koma hingað strax. Þetta var bara klúður frá upphafi,“ segir Guðjón. Framherjinn öflugi spilaði þrettán leiki fyrir Nordsjælland og skoraði eitt mörk. Hann segist aldrei hafa komist í takt í Nordsjælland. „Ég komst ekki í liðið þarna á tímabili og þegar ég skoraði mark hélt ég að þetta myndi detta í gang en ég komst aldrei í gírinn. Stundum er þetta bara svona, en ég er ánægður með þessa lendingu að koma heim. Ég er ekkert bitu, þetta skilaði mér bara fullt af reynslu.“Guðjón Baldvinsson sló í gegn með KR í efstu deild en spilar nú með uppeldisfélaginu í úrvalsdeildinni.vísir/antonVerð fljótur í gang Aðspurður hvort hann verði í hópnum gegn ÍA í 12. umferð Pepsi-deildarinnar á morgun segir Guðjón: „Mér skilst að menn séu að vinna í þessu. Siggi Dúlla er með puttana í þessu. Hann þekkir menn þarna sem ættu að geta reddað þessu,“ segir Guðjón og hlær en Siggi Dúlla er liðsstjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. „Við bara sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Hvort það sé sniðugt að fljúga heim seint í kvöld og spila leik á morgun án þess að æfa með liðinu veit ég ekki. Ég tek bara ákvörðun Rúnars Páls.“ Danska úrvalsdeildin hefst í kvöld þannig Guðjón er ekki á tímabili, en hann var að klára undirbúningstímabil með Nordsjælland. „Mér finnst ég vera í góðu formi en ég hef ekki spilað marga leiki í röð í um ár. En ég lenti í þessu líka hjá GAIS og þá kom ég heim til KR og var fljótur í gang. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ segir Guðjón Baldvinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
„Ég er bara mjög hress. Ég er hérna að pakka niður þar sem ég á flug klukkan hálf átta heim. Það er smá stress,“ segir Guðjón Baldvinsson, nýjasti leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, við Vísi.Eins og kom fram fyrr í dag keypti Stjarnan Guðjón af danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland, en Guðjón er uppalinn Stjörnumaður. „Ég skil konuna eftir hérna úti og hún pakkar búslóðinni saman. Við fótboltamennirnir sleppum alltaf við allt svona. Við þurfum alltaf að fara strax,“ segir Guðjón léttur, en hann er spenntur fyrir heimkomunni í Garðabæinn. „Þetta er alveg frábært. Það er búið að vera smá aðdragandi að þessu. Þetta hefur kitlað mann í svolítinn tíma. Nú er ég með tvö börn; annað tveggja ára og hitt sex ára og þeim eldri líður rosalega vel þegar hann er á Íslandi,“ segir Guðjón. „Stráknum hefur ekki liðið jafnvel úti þar sem hann er frá vinunum og sinni rútínu. Munurinn á honum í dag og í gær eftir að þetta kláraðist er ólýsanlegur sem gerir þetta fullkomið. Sjálfur er ég að nálgast þrítugt og farinn að skoða hvað ég fer að gera eftir fótboltann. Stjarnan var til í að hjálpa mér við það þannig þetta small allt saman.“Guðjón Baldvinsson skoraði eitt mark fyrir Nordsjælland.vísir/gettyVar á leið til OB Guðjón fór frá KR til sænska liðsins Halmstad árið 2012 þar sem hann spilaði mjög vel. Hann var svo á leið í annað lið í dönsku úrvalsdeildinni áður en Ólafur Kristjánsson og forráðamenn Nordsjælland fengu hann til sín. „Þetta er búið að vera skrítið frá fyrstu mínútu,“ segir Guðjón um dvölina hjá Nordsjælland þar sem honum hefur ekki gengið vel. Hann gekk í raðir liðsins í janúar á þessu ári en gengið var frá kaupunum síðasta sumar. „Ég var með pennan við blaðið hjá OB í Óðinsvéum áður en Nordsjælland hringdi. Ég var þar bara að skrifa undir. Það var lið sem spilar fótbolta sem hentar mér.“ „Nordsjælland fær mig til að skipta um skoðun en svo byrjar þetta á að félagið kaupir mig ekki um leið eins og til stóð. Ég þurfti því að bíða í hálft ár í staðinn fyrir að koma hingað strax. Þetta var bara klúður frá upphafi,“ segir Guðjón. Framherjinn öflugi spilaði þrettán leiki fyrir Nordsjælland og skoraði eitt mörk. Hann segist aldrei hafa komist í takt í Nordsjælland. „Ég komst ekki í liðið þarna á tímabili og þegar ég skoraði mark hélt ég að þetta myndi detta í gang en ég komst aldrei í gírinn. Stundum er þetta bara svona, en ég er ánægður með þessa lendingu að koma heim. Ég er ekkert bitu, þetta skilaði mér bara fullt af reynslu.“Guðjón Baldvinsson sló í gegn með KR í efstu deild en spilar nú með uppeldisfélaginu í úrvalsdeildinni.vísir/antonVerð fljótur í gang Aðspurður hvort hann verði í hópnum gegn ÍA í 12. umferð Pepsi-deildarinnar á morgun segir Guðjón: „Mér skilst að menn séu að vinna í þessu. Siggi Dúlla er með puttana í þessu. Hann þekkir menn þarna sem ættu að geta reddað þessu,“ segir Guðjón og hlær en Siggi Dúlla er liðsstjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. „Við bara sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Hvort það sé sniðugt að fljúga heim seint í kvöld og spila leik á morgun án þess að æfa með liðinu veit ég ekki. Ég tek bara ákvörðun Rúnars Páls.“ Danska úrvalsdeildin hefst í kvöld þannig Guðjón er ekki á tímabili, en hann var að klára undirbúningstímabil með Nordsjælland. „Mér finnst ég vera í góðu formi en ég hef ekki spilað marga leiki í röð í um ár. En ég lenti í þessu líka hjá GAIS og þá kom ég heim til KR og var fljótur í gang. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ segir Guðjón Baldvinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira