Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2025 12:01 Leikmenn Monaco áttu erfitt með að höndla hitann og fækkuðu fötum í flugvélinni. Skjáskot/Snapchat Leikmenn Monaco lentu í vandræðum með að ferðast af stað til Belgíu í gær, fyrir leikinn við Club Brugge í Meistaradeild Evrópu, og voru hreinlega að stikna úr hita í flugvél sem á endanum fór ekki á loft. Til stóð að Monaco-liðið myndi ferðast í gær en eitthvað kom upp á varðandi flugvélina. Leikmenn biðu inni í vélinni, án loftkælingar í steikjandi hita, og tóku til þess ráðs að fækka fötum og sveifla bæklingum til að freista þess að kæla sig niður. Hollendingurinn Jordan Teze sýndi frá þessu á samfélagsmiðlum og einnig hvernig leikmenn fóru svo á endanum út úr flugvélinni og stóðu fyrir utan hana á nærbuxunum. 🥵 Petit problème d’air conditionné dans l’avion qui doit mener les monégasques à Bruges ! 😂 pic.twitter.com/5wBieBhYz6— ASMHistoire 🇲🇨 (@ASMHistoire) September 17, 2025 Á endanum var sú ákvörðun tekin að fresta ferð liðsins og fljúga frekar í dag, á leikdag, en leikurinn hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma. Ljóst er að Paul Pogba, sem féll á lyfjaprófi haustið 2023, verður ekki með Monaco-liðinu en hann þarf tíma til að komast í betra form áður en hann byrjar að spila að nýju, eftir að hafa síðast spilað leik fyrir tveimur árum. Adi Hutter, þjálfari Monaco, sagði við blaðamenn í gær: „Því miður gátum við ekki ferðast í dag. Ég veit ekki hvort þetta hefur einhver áhrif því við erum fagmenn og breyttum áætluninni strax. Við förum því til Brugge á morgun [í dag] sem er besta lausnin, sérstaklega fyrst við gerðum það líka fyrir leikinn við Auxerre á laugardaginn þegar við ferðuðumst á leikdag.“ „Það voru tæknilegar ástæður fyrir því að það var ekki hægt að fljúga, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi allra. Þess vegna ákváðum við að fresta ferðinni,“ sagði Hutter. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira
Til stóð að Monaco-liðið myndi ferðast í gær en eitthvað kom upp á varðandi flugvélina. Leikmenn biðu inni í vélinni, án loftkælingar í steikjandi hita, og tóku til þess ráðs að fækka fötum og sveifla bæklingum til að freista þess að kæla sig niður. Hollendingurinn Jordan Teze sýndi frá þessu á samfélagsmiðlum og einnig hvernig leikmenn fóru svo á endanum út úr flugvélinni og stóðu fyrir utan hana á nærbuxunum. 🥵 Petit problème d’air conditionné dans l’avion qui doit mener les monégasques à Bruges ! 😂 pic.twitter.com/5wBieBhYz6— ASMHistoire 🇲🇨 (@ASMHistoire) September 17, 2025 Á endanum var sú ákvörðun tekin að fresta ferð liðsins og fljúga frekar í dag, á leikdag, en leikurinn hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma. Ljóst er að Paul Pogba, sem féll á lyfjaprófi haustið 2023, verður ekki með Monaco-liðinu en hann þarf tíma til að komast í betra form áður en hann byrjar að spila að nýju, eftir að hafa síðast spilað leik fyrir tveimur árum. Adi Hutter, þjálfari Monaco, sagði við blaðamenn í gær: „Því miður gátum við ekki ferðast í dag. Ég veit ekki hvort þetta hefur einhver áhrif því við erum fagmenn og breyttum áætluninni strax. Við förum því til Brugge á morgun [í dag] sem er besta lausnin, sérstaklega fyrst við gerðum það líka fyrir leikinn við Auxerre á laugardaginn þegar við ferðuðumst á leikdag.“ „Það voru tæknilegar ástæður fyrir því að það var ekki hægt að fljúga, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi allra. Þess vegna ákváðum við að fresta ferðinni,“ sagði Hutter.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira