Grikkir lögðu fram nýjar tillögur Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2015 11:23 Grikkir hafa mótmælt sparnaðaraðgerðum ríkisins. Vísir/EPA Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. Leiðtogar Grikklands lögðu fram í gær nýjar tillögur um aðhald í rekstri ríkisins. Lánadrottnar Grikklands hafa farið fram á slíkar aðgerðir áður en Grikkjum verður veittur frekari aðgangur að neyðarsjóðum. Pierre Moscovici, efnahagsstjóri ESB, sagði í morgun að hann væri „sannfærður“ um að leiðtogarnir myndu komast að niðurstöðu sem byggi á tillögu Grikklands. Í næstu viku þarf Grikkland að endurgreiða 1,6 milljarða evra lán, um 238 milljarða króna. Án samninga við lánadrottna sína er líklegt að Grikkland verði gjaldþrota. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hækkuðu hlutabréfamarkaðir Grikklands um sjö prósent í morgun. Miklar vonir eru uppi um að ríkisstjórnin gæti nú bundið enda á ástandið sem sem hefur farið með Grikkland að barmi gjaldþrots. Meðal tillagna Grikklands er að hækka lífeyrisaldur í 67 ár og gera breytingar á virðisaukaskattkerfi ríkisins. Þrátt fyrir að embættismenn hafi stigið fram og sagst vera vongóðir um að stór skref náist á fundinum í dag, segja Þjóðverjar að staðan sé sú sama og var á föstudaginn. Framkvæmdastjóri ESB, Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn og Evrópski seðlabankinn hafa ekki viljað veita Grikkjum aðgang að síðasta hluta neyðarfjármagns þeirra, 7,2 milljarðar evra, án þess að Grikkir dragi úr seglum varðandi útgjöld ríkissjóðs. Viðræður hafa nú staðið yfir í fimm mánuði. Grikkland Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. Leiðtogar Grikklands lögðu fram í gær nýjar tillögur um aðhald í rekstri ríkisins. Lánadrottnar Grikklands hafa farið fram á slíkar aðgerðir áður en Grikkjum verður veittur frekari aðgangur að neyðarsjóðum. Pierre Moscovici, efnahagsstjóri ESB, sagði í morgun að hann væri „sannfærður“ um að leiðtogarnir myndu komast að niðurstöðu sem byggi á tillögu Grikklands. Í næstu viku þarf Grikkland að endurgreiða 1,6 milljarða evra lán, um 238 milljarða króna. Án samninga við lánadrottna sína er líklegt að Grikkland verði gjaldþrota. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hækkuðu hlutabréfamarkaðir Grikklands um sjö prósent í morgun. Miklar vonir eru uppi um að ríkisstjórnin gæti nú bundið enda á ástandið sem sem hefur farið með Grikkland að barmi gjaldþrots. Meðal tillagna Grikklands er að hækka lífeyrisaldur í 67 ár og gera breytingar á virðisaukaskattkerfi ríkisins. Þrátt fyrir að embættismenn hafi stigið fram og sagst vera vongóðir um að stór skref náist á fundinum í dag, segja Þjóðverjar að staðan sé sú sama og var á föstudaginn. Framkvæmdastjóri ESB, Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn og Evrópski seðlabankinn hafa ekki viljað veita Grikkjum aðgang að síðasta hluta neyðarfjármagns þeirra, 7,2 milljarðar evra, án þess að Grikkir dragi úr seglum varðandi útgjöld ríkissjóðs. Viðræður hafa nú staðið yfir í fimm mánuði.
Grikkland Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent