Grikkir lögðu fram nýjar tillögur Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2015 11:23 Grikkir hafa mótmælt sparnaðaraðgerðum ríkisins. Vísir/EPA Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. Leiðtogar Grikklands lögðu fram í gær nýjar tillögur um aðhald í rekstri ríkisins. Lánadrottnar Grikklands hafa farið fram á slíkar aðgerðir áður en Grikkjum verður veittur frekari aðgangur að neyðarsjóðum. Pierre Moscovici, efnahagsstjóri ESB, sagði í morgun að hann væri „sannfærður“ um að leiðtogarnir myndu komast að niðurstöðu sem byggi á tillögu Grikklands. Í næstu viku þarf Grikkland að endurgreiða 1,6 milljarða evra lán, um 238 milljarða króna. Án samninga við lánadrottna sína er líklegt að Grikkland verði gjaldþrota. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hækkuðu hlutabréfamarkaðir Grikklands um sjö prósent í morgun. Miklar vonir eru uppi um að ríkisstjórnin gæti nú bundið enda á ástandið sem sem hefur farið með Grikkland að barmi gjaldþrots. Meðal tillagna Grikklands er að hækka lífeyrisaldur í 67 ár og gera breytingar á virðisaukaskattkerfi ríkisins. Þrátt fyrir að embættismenn hafi stigið fram og sagst vera vongóðir um að stór skref náist á fundinum í dag, segja Þjóðverjar að staðan sé sú sama og var á föstudaginn. Framkvæmdastjóri ESB, Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn og Evrópski seðlabankinn hafa ekki viljað veita Grikkjum aðgang að síðasta hluta neyðarfjármagns þeirra, 7,2 milljarðar evra, án þess að Grikkir dragi úr seglum varðandi útgjöld ríkissjóðs. Viðræður hafa nú staðið yfir í fimm mánuði. Grikkland Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Leiðtogar Evrópu ræða nú framtíð Grikklands og skuldavanda ríkisins. Leiðtogar Grikklands lögðu fram í gær nýjar tillögur um aðhald í rekstri ríkisins. Lánadrottnar Grikklands hafa farið fram á slíkar aðgerðir áður en Grikkjum verður veittur frekari aðgangur að neyðarsjóðum. Pierre Moscovici, efnahagsstjóri ESB, sagði í morgun að hann væri „sannfærður“ um að leiðtogarnir myndu komast að niðurstöðu sem byggi á tillögu Grikklands. Í næstu viku þarf Grikkland að endurgreiða 1,6 milljarða evra lán, um 238 milljarða króna. Án samninga við lánadrottna sína er líklegt að Grikkland verði gjaldþrota. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hækkuðu hlutabréfamarkaðir Grikklands um sjö prósent í morgun. Miklar vonir eru uppi um að ríkisstjórnin gæti nú bundið enda á ástandið sem sem hefur farið með Grikkland að barmi gjaldþrots. Meðal tillagna Grikklands er að hækka lífeyrisaldur í 67 ár og gera breytingar á virðisaukaskattkerfi ríkisins. Þrátt fyrir að embættismenn hafi stigið fram og sagst vera vongóðir um að stór skref náist á fundinum í dag, segja Þjóðverjar að staðan sé sú sama og var á föstudaginn. Framkvæmdastjóri ESB, Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn og Evrópski seðlabankinn hafa ekki viljað veita Grikkjum aðgang að síðasta hluta neyðarfjármagns þeirra, 7,2 milljarðar evra, án þess að Grikkir dragi úr seglum varðandi útgjöld ríkissjóðs. Viðræður hafa nú staðið yfir í fimm mánuði.
Grikkland Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira