Jonathan Glenn, markahæsti leikmaður ÍBV í Pepsi-deild karla, verður ekki með Eyjaliðinu í næstu leikjum því hann er að fara að keppa með landsliði sínu Trínidad og Tóbagó. Þetta kom fram í Pepsi-mörkunum í kvöld.
Jonathan Glenn er kominn í gang eftir rólega byrjun en hann hefur skorað í fjórum af síðustu fimm leikjum ÍBV í Pepsi-deildinni.
Glenn er í hópi Trínidad og Tóbagó í Gullbikarnum sem er álfukeppni þjóða í Norður- og Mið-Ameríku og fer fram í Bandaríkjunum og Kanada frá 7. til 26. júlí.
Trínidad og Tóbagó er í riðli með Mexíkó, Gvatemala og Kúbu og er fyrsti leikur liðsins á móti Gvatemala 9. júlí næstkomandi. Leikur liðsins eru 9., 12. og 15. júlí. Komist liðið upp úr riðlinum lengist dvöl Glenn vestan hafs.
Eyjamenn eiga bikarleik á móti Fylki í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins þann 4. júlí og svo deildarleik gegn ÍA 12. júlí. Eyjamenn mæta síðan Fjölni 19. júlí en þá gæti Glenn verið kominn til baka.
Glenn ekki með Eyjaliðinu í næstu leikjum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn