„Vorum búnir að vera miklu betri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 21:48 Magnús Már í djúpum pælingum. vísir / diego Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega svekktur eftir 4-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn litaðist helst af því að Axel Óskar Andrésson, leikmaður Aftureldingar, nældi sér í rautt spjald í fyrri hálfleik. „Þetta er mjög súrt og sérstaklega kannski í ljósi þess hvernig leikurinn spilast áður en þetta rauða spjald kemur. Það breytir leiknum. Axel er búin að fá nokkur gul í sumar en fær þarna rautt og því miður hefur það mikil áhrif á leikmyndina,“ sagði Magnús Már í leikslok. „Við vorum búnir að vera miklu betri, eða ógna allavega miklu meira, fram að því og skora eitt mark og vorum nær því að skora annað en þeir að jafna. Þannig að það er mjög svekkjandi að þetta rauða spjald komi og það er erfitt að vera svona lengi manni færri. Kannski brugðumst við ekki vel evið, en það hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið 11 á móti 11.“ Axel nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili og í raun ekkert hægt að setja út á þá dóma. Magnús segir það þó ekki hafa neitt upp á sig að vera ósáttur við Axel eftir leikinn. „Nei það hefur ekkert upp á sig að vera ósáttur við hann. Þetta bara gerðist. Hann er keppnismaður og hann veit það ábyggilega sjálfur að hann hefði betur átt að bremsa sig af þarna. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í sumar þannig ég er ekkert ósáttur við hann. Hann er búinn að vera algjör klettur í vörninni hjá okkur. Þetta er bara eitthvað sem gerðist.“ Þá segir Magnús að brekkan hafi verið brött í seinni hálfleik. „Já, þetta var bratt. Mér fannst við verjast vel framan af í sinni hálfleik og ég held að fyrsta færið þeirra hafi komið þegar þeir jafna í 1-1. Eftir það ganga þeir á lagið og því miður var erfitt að reyna að snúa því við þegar við vorum manni færri.“ „Eins og ég segi hefði verið gaman að sjá hvernig þetta hefði farið ef við hefðum verið 11 á móti 11, en Stjarnan er gott lið sem kom bara á okkur og er með góða menn fram á við. Það er erfitt að verjast þeim manni færri svona lengi og þeir gengu á lagið og unnu sanngjarnan sigur.“ Mosfellingar fengu hins vegar tvö dauðafæri til að tvöfalda foyrstuna í leiknum, það seinna snemma í seinni hálfleik þegar Hrannar Sbær slapp einn í gegn. „Eins og ég segi þá áttum við betri færi í 1-0 stöðunni til að koma þessu í 2-0. Þetta var bara frábærlega varið hjá Árna sem er búinn að vera frábær í sumar. Þetta er bara eitt færi og svona gerist. Það er bara fuck it og næsti leikur.“ Þá vill Magnús ekki meina að sínir menn hafi gefið eftir seinni hluta leiksins, þrátt fyrir að mörk Stjörnunnar hafi oft og tíðum verið ansi ódýr. „Nei, ég er ekki alveg á því. Við erum að verja teiginn okkar og þetta er ógrynni af fyrirgjöfum sem þeir eiga. Á endanum gefur sig kannski eitthvað og það gerist á þessum augnablikum.“ „Við hefðum klárlega getað gert betur í einhverjum augnablikum. Ég á eftir að skoða það betur hvernig það var. En nei, mér fannst engin uppgjöf,“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira
„Þetta er mjög súrt og sérstaklega kannski í ljósi þess hvernig leikurinn spilast áður en þetta rauða spjald kemur. Það breytir leiknum. Axel er búin að fá nokkur gul í sumar en fær þarna rautt og því miður hefur það mikil áhrif á leikmyndina,“ sagði Magnús Már í leikslok. „Við vorum búnir að vera miklu betri, eða ógna allavega miklu meira, fram að því og skora eitt mark og vorum nær því að skora annað en þeir að jafna. Þannig að það er mjög svekkjandi að þetta rauða spjald komi og það er erfitt að vera svona lengi manni færri. Kannski brugðumst við ekki vel evið, en það hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið 11 á móti 11.“ Axel nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili og í raun ekkert hægt að setja út á þá dóma. Magnús segir það þó ekki hafa neitt upp á sig að vera ósáttur við Axel eftir leikinn. „Nei það hefur ekkert upp á sig að vera ósáttur við hann. Þetta bara gerðist. Hann er keppnismaður og hann veit það ábyggilega sjálfur að hann hefði betur átt að bremsa sig af þarna. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í sumar þannig ég er ekkert ósáttur við hann. Hann er búinn að vera algjör klettur í vörninni hjá okkur. Þetta er bara eitthvað sem gerðist.“ Þá segir Magnús að brekkan hafi verið brött í seinni hálfleik. „Já, þetta var bratt. Mér fannst við verjast vel framan af í sinni hálfleik og ég held að fyrsta færið þeirra hafi komið þegar þeir jafna í 1-1. Eftir það ganga þeir á lagið og því miður var erfitt að reyna að snúa því við þegar við vorum manni færri.“ „Eins og ég segi hefði verið gaman að sjá hvernig þetta hefði farið ef við hefðum verið 11 á móti 11, en Stjarnan er gott lið sem kom bara á okkur og er með góða menn fram á við. Það er erfitt að verjast þeim manni færri svona lengi og þeir gengu á lagið og unnu sanngjarnan sigur.“ Mosfellingar fengu hins vegar tvö dauðafæri til að tvöfalda foyrstuna í leiknum, það seinna snemma í seinni hálfleik þegar Hrannar Sbær slapp einn í gegn. „Eins og ég segi þá áttum við betri færi í 1-0 stöðunni til að koma þessu í 2-0. Þetta var bara frábærlega varið hjá Árna sem er búinn að vera frábær í sumar. Þetta er bara eitt færi og svona gerist. Það er bara fuck it og næsti leikur.“ Þá vill Magnús ekki meina að sínir menn hafi gefið eftir seinni hluta leiksins, þrátt fyrir að mörk Stjörnunnar hafi oft og tíðum verið ansi ódýr. „Nei, ég er ekki alveg á því. Við erum að verja teiginn okkar og þetta er ógrynni af fyrirgjöfum sem þeir eiga. Á endanum gefur sig kannski eitthvað og það gerist á þessum augnablikum.“ „Við hefðum klárlega getað gert betur í einhverjum augnablikum. Ég á eftir að skoða það betur hvernig það var. En nei, mér fannst engin uppgjöf,“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira