„Vorum búnir að vera miklu betri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 21:48 Magnús Már í djúpum pælingum. vísir / diego Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega svekktur eftir 4-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn litaðist helst af því að Axel Óskar Andrésson, leikmaður Aftureldingar, nældi sér í rautt spjald í fyrri hálfleik. „Þetta er mjög súrt og sérstaklega kannski í ljósi þess hvernig leikurinn spilast áður en þetta rauða spjald kemur. Það breytir leiknum. Axel er búin að fá nokkur gul í sumar en fær þarna rautt og því miður hefur það mikil áhrif á leikmyndina,“ sagði Magnús Már í leikslok. „Við vorum búnir að vera miklu betri, eða ógna allavega miklu meira, fram að því og skora eitt mark og vorum nær því að skora annað en þeir að jafna. Þannig að það er mjög svekkjandi að þetta rauða spjald komi og það er erfitt að vera svona lengi manni færri. Kannski brugðumst við ekki vel evið, en það hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið 11 á móti 11.“ Axel nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili og í raun ekkert hægt að setja út á þá dóma. Magnús segir það þó ekki hafa neitt upp á sig að vera ósáttur við Axel eftir leikinn. „Nei það hefur ekkert upp á sig að vera ósáttur við hann. Þetta bara gerðist. Hann er keppnismaður og hann veit það ábyggilega sjálfur að hann hefði betur átt að bremsa sig af þarna. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í sumar þannig ég er ekkert ósáttur við hann. Hann er búinn að vera algjör klettur í vörninni hjá okkur. Þetta er bara eitthvað sem gerðist.“ Þá segir Magnús að brekkan hafi verið brött í seinni hálfleik. „Já, þetta var bratt. Mér fannst við verjast vel framan af í sinni hálfleik og ég held að fyrsta færið þeirra hafi komið þegar þeir jafna í 1-1. Eftir það ganga þeir á lagið og því miður var erfitt að reyna að snúa því við þegar við vorum manni færri.“ „Eins og ég segi hefði verið gaman að sjá hvernig þetta hefði farið ef við hefðum verið 11 á móti 11, en Stjarnan er gott lið sem kom bara á okkur og er með góða menn fram á við. Það er erfitt að verjast þeim manni færri svona lengi og þeir gengu á lagið og unnu sanngjarnan sigur.“ Mosfellingar fengu hins vegar tvö dauðafæri til að tvöfalda foyrstuna í leiknum, það seinna snemma í seinni hálfleik þegar Hrannar Sbær slapp einn í gegn. „Eins og ég segi þá áttum við betri færi í 1-0 stöðunni til að koma þessu í 2-0. Þetta var bara frábærlega varið hjá Árna sem er búinn að vera frábær í sumar. Þetta er bara eitt færi og svona gerist. Það er bara fuck it og næsti leikur.“ Þá vill Magnús ekki meina að sínir menn hafi gefið eftir seinni hluta leiksins, þrátt fyrir að mörk Stjörnunnar hafi oft og tíðum verið ansi ódýr. „Nei, ég er ekki alveg á því. Við erum að verja teiginn okkar og þetta er ógrynni af fyrirgjöfum sem þeir eiga. Á endanum gefur sig kannski eitthvað og það gerist á þessum augnablikum.“ „Við hefðum klárlega getað gert betur í einhverjum augnablikum. Ég á eftir að skoða það betur hvernig það var. En nei, mér fannst engin uppgjöf,“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
„Þetta er mjög súrt og sérstaklega kannski í ljósi þess hvernig leikurinn spilast áður en þetta rauða spjald kemur. Það breytir leiknum. Axel er búin að fá nokkur gul í sumar en fær þarna rautt og því miður hefur það mikil áhrif á leikmyndina,“ sagði Magnús Már í leikslok. „Við vorum búnir að vera miklu betri, eða ógna allavega miklu meira, fram að því og skora eitt mark og vorum nær því að skora annað en þeir að jafna. Þannig að það er mjög svekkjandi að þetta rauða spjald komi og það er erfitt að vera svona lengi manni færri. Kannski brugðumst við ekki vel evið, en það hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið 11 á móti 11.“ Axel nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili og í raun ekkert hægt að setja út á þá dóma. Magnús segir það þó ekki hafa neitt upp á sig að vera ósáttur við Axel eftir leikinn. „Nei það hefur ekkert upp á sig að vera ósáttur við hann. Þetta bara gerðist. Hann er keppnismaður og hann veit það ábyggilega sjálfur að hann hefði betur átt að bremsa sig af þarna. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í sumar þannig ég er ekkert ósáttur við hann. Hann er búinn að vera algjör klettur í vörninni hjá okkur. Þetta er bara eitthvað sem gerðist.“ Þá segir Magnús að brekkan hafi verið brött í seinni hálfleik. „Já, þetta var bratt. Mér fannst við verjast vel framan af í sinni hálfleik og ég held að fyrsta færið þeirra hafi komið þegar þeir jafna í 1-1. Eftir það ganga þeir á lagið og því miður var erfitt að reyna að snúa því við þegar við vorum manni færri.“ „Eins og ég segi hefði verið gaman að sjá hvernig þetta hefði farið ef við hefðum verið 11 á móti 11, en Stjarnan er gott lið sem kom bara á okkur og er með góða menn fram á við. Það er erfitt að verjast þeim manni færri svona lengi og þeir gengu á lagið og unnu sanngjarnan sigur.“ Mosfellingar fengu hins vegar tvö dauðafæri til að tvöfalda foyrstuna í leiknum, það seinna snemma í seinni hálfleik þegar Hrannar Sbær slapp einn í gegn. „Eins og ég segi þá áttum við betri færi í 1-0 stöðunni til að koma þessu í 2-0. Þetta var bara frábærlega varið hjá Árna sem er búinn að vera frábær í sumar. Þetta er bara eitt færi og svona gerist. Það er bara fuck it og næsti leikur.“ Þá vill Magnús ekki meina að sínir menn hafi gefið eftir seinni hluta leiksins, þrátt fyrir að mörk Stjörnunnar hafi oft og tíðum verið ansi ódýr. „Nei, ég er ekki alveg á því. Við erum að verja teiginn okkar og þetta er ógrynni af fyrirgjöfum sem þeir eiga. Á endanum gefur sig kannski eitthvað og það gerist á þessum augnablikum.“ „Við hefðum klárlega getað gert betur í einhverjum augnablikum. Ég á eftir að skoða það betur hvernig það var. En nei, mér fannst engin uppgjöf,“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira