„Bara pæling sem kom frá Caulker“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 22:03 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego „Mér líður bara mjög vel. Það er fulllangt síðan við unnum,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-1 sigur liðsins gegn Aftureldingu í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. „Mér líður mjög vel með sigurinn, en mér fannst þetta líka góður leikur hjá okkur. Fyrir utan kannski einn þriðja af leiknum, sem mér fannst frekar hægur hjá okkur, fannst mér við spila vel. Það var aðeins framhald sóknarlega frá síðasta leik, en svo kveiktu menn á sér síðustu 10-15 mínúturnar í fyrri. Eftir það fannst mér þetta ekki vera spurning. Auðvitað hjálpar rauða spjaldið, en mér fannst við vera að komast í gang og ég hafði fulla trú á því að við værum að fara að vinna þetta þó það væri jafnt í liðum.“ Hann viðurkennir þó að leikurinn hafi orðið mun auðveldari eftir að gestirnir misstu mann af velli. „Auðvitað. Mér fannst þeir í miklu basli með að verjast okkur manni færri og það er erfitt að vera færri. En ætla líka að fá að hrósa mínum strákum fyrir það hvernig þeir leystu þetta og fundu lausnir. Það er ekkert alltaf auðvelt að spila á móti liði sem bara þéttir manni færri.“ „En þetta var bara klárt rautt spjald og ekkert annað að gera en að fækka í liðinu hjá þeim. Bara eðlilegt miðað við hvernig gangurinn var.“ Jökull segist þó ekki hafa gert miklar áherslubreytingar í hálfleik, þrátt fyrir liðsmuninn. „Við vorum í rauninni sóknarlega að spila með þrjá aftast og Þorri fer upp. Svo breytum við því og ákveðum að vera bara með þrjá varnarmenn og setjum aukamann fram af því að þeir voru orðnir manni færri. Þetta var bara pæling sem kom frá (Steven) Caulker og virkilega góð pæling.“ „Þannig áttum við fleiri menn í teignum og það var kannski það sem var hægt að setja út á sóknarleikinn okkar í fyrri hálfleik. Við komum boltanum of sjaldan inn í teiginn og það voru of fáir þar. Það var miklu betra í seinni.“ Jökull útskýrði einnig ákvörðunina um að nota ekki Steven Caulker í kvöld, þrátt fyrir að missa miðvörð af velli. „Við vorum marki undir og þurftum bara að sækja leikinn. Mér fannst eðlilegast að setja Samúel Kára niður því hann er búinn að spila miðvörð hjá okkur alveg slatta og er vanur stöðunni. Hann er miðjumaður, jafnvel framliggjandi miðjumaður, og mér fannst okkur frekar vanta þannig en það sem Caulker kemur með að borðinu. Þetta var bara sóknarsinnaðri pæling.“ Hann fullvissaði fólk þó um að Caulker, sem á að baki leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir lið á Borð við Tottenham og Liverpool, myndi koma við sögu í sumar. „Við eigum von á því að sjá hann spila. Þessi leikur var bara búinn að þróast þannig að menn sem eru búnir að vinna fyrir tækifærinu sínu fengu það. Eina sem ég get sagt er að ég veit að það eru mábyggilega margir stuðningsmenn sem komu til að sjá hann og ég vona að þeir fjölmenni bara aftur næst og sjái hann þá,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Sjá meira
„Mér líður mjög vel með sigurinn, en mér fannst þetta líka góður leikur hjá okkur. Fyrir utan kannski einn þriðja af leiknum, sem mér fannst frekar hægur hjá okkur, fannst mér við spila vel. Það var aðeins framhald sóknarlega frá síðasta leik, en svo kveiktu menn á sér síðustu 10-15 mínúturnar í fyrri. Eftir það fannst mér þetta ekki vera spurning. Auðvitað hjálpar rauða spjaldið, en mér fannst við vera að komast í gang og ég hafði fulla trú á því að við værum að fara að vinna þetta þó það væri jafnt í liðum.“ Hann viðurkennir þó að leikurinn hafi orðið mun auðveldari eftir að gestirnir misstu mann af velli. „Auðvitað. Mér fannst þeir í miklu basli með að verjast okkur manni færri og það er erfitt að vera færri. En ætla líka að fá að hrósa mínum strákum fyrir það hvernig þeir leystu þetta og fundu lausnir. Það er ekkert alltaf auðvelt að spila á móti liði sem bara þéttir manni færri.“ „En þetta var bara klárt rautt spjald og ekkert annað að gera en að fækka í liðinu hjá þeim. Bara eðlilegt miðað við hvernig gangurinn var.“ Jökull segist þó ekki hafa gert miklar áherslubreytingar í hálfleik, þrátt fyrir liðsmuninn. „Við vorum í rauninni sóknarlega að spila með þrjá aftast og Þorri fer upp. Svo breytum við því og ákveðum að vera bara með þrjá varnarmenn og setjum aukamann fram af því að þeir voru orðnir manni færri. Þetta var bara pæling sem kom frá (Steven) Caulker og virkilega góð pæling.“ „Þannig áttum við fleiri menn í teignum og það var kannski það sem var hægt að setja út á sóknarleikinn okkar í fyrri hálfleik. Við komum boltanum of sjaldan inn í teiginn og það voru of fáir þar. Það var miklu betra í seinni.“ Jökull útskýrði einnig ákvörðunina um að nota ekki Steven Caulker í kvöld, þrátt fyrir að missa miðvörð af velli. „Við vorum marki undir og þurftum bara að sækja leikinn. Mér fannst eðlilegast að setja Samúel Kára niður því hann er búinn að spila miðvörð hjá okkur alveg slatta og er vanur stöðunni. Hann er miðjumaður, jafnvel framliggjandi miðjumaður, og mér fannst okkur frekar vanta þannig en það sem Caulker kemur með að borðinu. Þetta var bara sóknarsinnaðri pæling.“ Hann fullvissaði fólk þó um að Caulker, sem á að baki leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir lið á Borð við Tottenham og Liverpool, myndi koma við sögu í sumar. „Við eigum von á því að sjá hann spila. Þessi leikur var bara búinn að þróast þannig að menn sem eru búnir að vinna fyrir tækifærinu sínu fengu það. Eina sem ég get sagt er að ég veit að það eru mábyggilega margir stuðningsmenn sem komu til að sjá hann og ég vona að þeir fjölmenni bara aftur næst og sjái hann þá,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Sjá meira