„Bara pæling sem kom frá Caulker“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 22:03 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego „Mér líður bara mjög vel. Það er fulllangt síðan við unnum,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-1 sigur liðsins gegn Aftureldingu í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. „Mér líður mjög vel með sigurinn, en mér fannst þetta líka góður leikur hjá okkur. Fyrir utan kannski einn þriðja af leiknum, sem mér fannst frekar hægur hjá okkur, fannst mér við spila vel. Það var aðeins framhald sóknarlega frá síðasta leik, en svo kveiktu menn á sér síðustu 10-15 mínúturnar í fyrri. Eftir það fannst mér þetta ekki vera spurning. Auðvitað hjálpar rauða spjaldið, en mér fannst við vera að komast í gang og ég hafði fulla trú á því að við værum að fara að vinna þetta þó það væri jafnt í liðum.“ Hann viðurkennir þó að leikurinn hafi orðið mun auðveldari eftir að gestirnir misstu mann af velli. „Auðvitað. Mér fannst þeir í miklu basli með að verjast okkur manni færri og það er erfitt að vera færri. En ætla líka að fá að hrósa mínum strákum fyrir það hvernig þeir leystu þetta og fundu lausnir. Það er ekkert alltaf auðvelt að spila á móti liði sem bara þéttir manni færri.“ „En þetta var bara klárt rautt spjald og ekkert annað að gera en að fækka í liðinu hjá þeim. Bara eðlilegt miðað við hvernig gangurinn var.“ Jökull segist þó ekki hafa gert miklar áherslubreytingar í hálfleik, þrátt fyrir liðsmuninn. „Við vorum í rauninni sóknarlega að spila með þrjá aftast og Þorri fer upp. Svo breytum við því og ákveðum að vera bara með þrjá varnarmenn og setjum aukamann fram af því að þeir voru orðnir manni færri. Þetta var bara pæling sem kom frá (Steven) Caulker og virkilega góð pæling.“ „Þannig áttum við fleiri menn í teignum og það var kannski það sem var hægt að setja út á sóknarleikinn okkar í fyrri hálfleik. Við komum boltanum of sjaldan inn í teiginn og það voru of fáir þar. Það var miklu betra í seinni.“ Jökull útskýrði einnig ákvörðunina um að nota ekki Steven Caulker í kvöld, þrátt fyrir að missa miðvörð af velli. „Við vorum marki undir og þurftum bara að sækja leikinn. Mér fannst eðlilegast að setja Samúel Kára niður því hann er búinn að spila miðvörð hjá okkur alveg slatta og er vanur stöðunni. Hann er miðjumaður, jafnvel framliggjandi miðjumaður, og mér fannst okkur frekar vanta þannig en það sem Caulker kemur með að borðinu. Þetta var bara sóknarsinnaðri pæling.“ Hann fullvissaði fólk þó um að Caulker, sem á að baki leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir lið á Borð við Tottenham og Liverpool, myndi koma við sögu í sumar. „Við eigum von á því að sjá hann spila. Þessi leikur var bara búinn að þróast þannig að menn sem eru búnir að vinna fyrir tækifærinu sínu fengu það. Eina sem ég get sagt er að ég veit að það eru mábyggilega margir stuðningsmenn sem komu til að sjá hann og ég vona að þeir fjölmenni bara aftur næst og sjái hann þá,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
„Mér líður mjög vel með sigurinn, en mér fannst þetta líka góður leikur hjá okkur. Fyrir utan kannski einn þriðja af leiknum, sem mér fannst frekar hægur hjá okkur, fannst mér við spila vel. Það var aðeins framhald sóknarlega frá síðasta leik, en svo kveiktu menn á sér síðustu 10-15 mínúturnar í fyrri. Eftir það fannst mér þetta ekki vera spurning. Auðvitað hjálpar rauða spjaldið, en mér fannst við vera að komast í gang og ég hafði fulla trú á því að við værum að fara að vinna þetta þó það væri jafnt í liðum.“ Hann viðurkennir þó að leikurinn hafi orðið mun auðveldari eftir að gestirnir misstu mann af velli. „Auðvitað. Mér fannst þeir í miklu basli með að verjast okkur manni færri og það er erfitt að vera færri. En ætla líka að fá að hrósa mínum strákum fyrir það hvernig þeir leystu þetta og fundu lausnir. Það er ekkert alltaf auðvelt að spila á móti liði sem bara þéttir manni færri.“ „En þetta var bara klárt rautt spjald og ekkert annað að gera en að fækka í liðinu hjá þeim. Bara eðlilegt miðað við hvernig gangurinn var.“ Jökull segist þó ekki hafa gert miklar áherslubreytingar í hálfleik, þrátt fyrir liðsmuninn. „Við vorum í rauninni sóknarlega að spila með þrjá aftast og Þorri fer upp. Svo breytum við því og ákveðum að vera bara með þrjá varnarmenn og setjum aukamann fram af því að þeir voru orðnir manni færri. Þetta var bara pæling sem kom frá (Steven) Caulker og virkilega góð pæling.“ „Þannig áttum við fleiri menn í teignum og það var kannski það sem var hægt að setja út á sóknarleikinn okkar í fyrri hálfleik. Við komum boltanum of sjaldan inn í teiginn og það voru of fáir þar. Það var miklu betra í seinni.“ Jökull útskýrði einnig ákvörðunina um að nota ekki Steven Caulker í kvöld, þrátt fyrir að missa miðvörð af velli. „Við vorum marki undir og þurftum bara að sækja leikinn. Mér fannst eðlilegast að setja Samúel Kára niður því hann er búinn að spila miðvörð hjá okkur alveg slatta og er vanur stöðunni. Hann er miðjumaður, jafnvel framliggjandi miðjumaður, og mér fannst okkur frekar vanta þannig en það sem Caulker kemur með að borðinu. Þetta var bara sóknarsinnaðri pæling.“ Hann fullvissaði fólk þó um að Caulker, sem á að baki leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir lið á Borð við Tottenham og Liverpool, myndi koma við sögu í sumar. „Við eigum von á því að sjá hann spila. Þessi leikur var bara búinn að þróast þannig að menn sem eru búnir að vinna fyrir tækifærinu sínu fengu það. Eina sem ég get sagt er að ég veit að það eru mábyggilega margir stuðningsmenn sem komu til að sjá hann og ég vona að þeir fjölmenni bara aftur næst og sjái hann þá,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti