Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 4-1 | Enn hefur FH hreðjartak á ÍA Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 20. maí 2015 12:24 Fær Bjarni Þór Viðarsson tækifæri í byrjunarliði FH í kvöld? vísir/stefán FH lagði ÍA 4-1 á heimavelli sínum í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. FH var 2-0 yfir í hálfleik. ÍA fékk fyrsta færi leiksins strax á annarri mínútu en upp frá því var fyrri hálfleikur eign FH. Heimamenn fengu mikinn tíma og pláss til að leika sín á milli og virkuðu hreinlega fleiri á vellinum. FH fékk urmul færa og hefði getað verið í enn betri stöðu en 2-0 staðan í hálfleik gaf til kynna. Úrslitin voru ekki ráðin í hálfleik en þau voru það fljótlega í seinni hálfleik. Það var ekki fyrr en í stöðunni 3-0 að ÍA fór að sjá eitthvað af boltanum og þá fór FH að beita skyndisóknum í bland við að liðið hélt boltanum vel. Mótspyrna ÍA var ákaflega lítil í leiknum og þó Skagamenn hafi gert meira fram á við er leið á seinni hálfleikinn má það helst rekja til þess að FH tók fótinn af beinsíngjöfinni með unninn leik í höndunum. FH fékk bestu færi seinni hálfleiks og þó ÍA hafi minnkað muninn seint í leiknum var sigurinn aldrei í hættu og hefði hæglega getað orðið mun stærri. FH svaraði gagnrýninni eftir tapið gegn Val glæsilega og skiluðu þrjár breytingar Heimis Guðjónssonar þjálfara liðsins frá þeim leik sér til hins ítrasta. ÍA hefur þótt standa sig vel til þessa á Íslandsmótinu en baráttan sem hefur einkennt liðið var ekki til staðar í kvöld. Liðið gaf FH liðinu mikið pláss og tíma á boltann og þar með fengu gæðin í liði FH að njóta sín.Atli Viðar Björnsson kom inn í lið FH og þakkaði pent fyrir sig með því að skora 100. mark sitt fyrir félagið í efstu deild. Atli hefði getað skorað fleiri mörk í leiknum en þess þurfti ekki. Heimir: Ákveðnir í að standa okkur betur en á móti Val„Skaginn hefur spilað vel í þessum þrem fyrstu leikjum og mér fannst þeir koma skipulega inn í leikinn en við byrjuðum þetta vel og vorum ákveðnir í að standa okkur betur í kvöld heldur en á móti Val,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir sigurinn í kvöld. FH fékk mikinn tíma með boltann og gat látið hann ganga auðveldlega á milli leikmanna. „Við náðum að ýta þeim aðeins aftar á völlinn og við náðum að láta boltann ganga betur innan liðsins og færa hann á milli vængja heldur en við höfum gert í fyrstu þremur leikjunum og það hjálpaði til.“ „Mér fannst við pínu klaufalegir og það var algjör óþarfi að fá á sig mark í þessum leik og síðustu fimmtán, tuttugu mínúturnar hefðum við mátt vanda sóknirnar aðeins betur því Skaginn var kominn með vörnina upp að miðju,“ sagði Heimir. FH-ingar voru særðir eftir tapið gegn Val og fékk Heimir svarið sem hann vildi eftir þann leik. „Það er ekki spurning. Við vissum allir sem einn að leikurinn gegn Val var alls ekki nógu góður og við svöruðum því í kvöld og svo verðum við að hrósa Atla Viðari til hamingju með 100. markið fyrir sama félagið. Frábær árangur,“ sagði Heimir. Bjarni: Staðráðnir í að bæta fyrir skituna gegn Val„Ég meiddist stuttu fyrir mót og þetta var erfiður apríl mánuður og byrjun maí. Það var mjög fínt að fá 80 mínútur í dag og vinna sannfærandi 4-1 sigur,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði FH. „Við vorum staðráðnir í að bæta fyrir skituna gegn Val. Við vorum afleitir þar og við gerðum það vel. Við vorum grimmir og góðir á boltanum og kláruðum færin okkar. „Skaginn er búinn að spila vel í fyrstu þremur leikjunum og eru með gott lið en þegar við erum svona grimmir og ákveðnir og látum boltann rúlla og skiptum á milli kanta þá er erfitt að stoppa okkur. „Í dag náðum við loksins í 90 mínútur að sýna hvers megnugir við erum. Við verðum að halda þessu áfram,“ sagði Bjarni sem bætti við að hann hefði getað spilað allan leikinn og er ekki langt frá því að komast í sitt besta form. „Það er auðvelt að koma inn í FH liðið. Þetta er lið sem rúllar og rúllar. Ég verð kominn í toppstand eftir smá stund. Gunnlaugur: Þeir fundu þessar leiðir sem þeir vildu„Þetta var stór veggur og brekka í leiðinni líka, því fór sem fór en ég var hress með byrjunina og eftir fjórar, fimm mínútur gekk eftir það sem við vildum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA. „Við komum inn með þor og breitt bak en svo fundu þeir sínar leiðir full auðveldlega og náðu upp sínu fræga FH-spili. Við áttum í miklu basli með það.“ Gunnlaugur sagði leik FH hafa ráðið mestu um það hve mikinn tíma heimamenn fengu á boltann og hve auðveldlega liðinu gekk að láta boltann ganga innan liðsins. „Við vildum setja þetta upp þannig að við næðum að loka inn á miðjuna, á þau svæði sem þeir hafa verið svo frábærir í í mörg ár. En því miður þá gekk það ekki eftir. Þeir fundu þessar leiðir sem þeir vildu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá náðu þeir upp spili sem við réðum ekki við. „Í seinni hálfleik sýndum við andlit og reyndum að spila og fengum ágætis sóknir en á móti fengu þeir full auðveld færi til baka. „Það jákvæða er að Arsenij skoraði mark sem hefði mátt koma í síðasta leik en það er jákvætt að hann skildi skora og mér fannst litur á nokkrum leikmönnum í seinni hálfleik og við reyna að því miður var á brattann að sækja í dag. ÍA var 2-0 undir í hálfleik en litlu munaði að liðið næði að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks. „Mörk breyta leikjum og við komum ágætlega inn í seinni hálfleikinn og reyndum. 2-1 staða hefði verið skemmtileg staða að vinna með og reyna að sjokkera þá aðeins en það gekk ekki eftir,“ sagði Gunnlaugur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Sjá meira
FH lagði ÍA 4-1 á heimavelli sínum í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. FH var 2-0 yfir í hálfleik. ÍA fékk fyrsta færi leiksins strax á annarri mínútu en upp frá því var fyrri hálfleikur eign FH. Heimamenn fengu mikinn tíma og pláss til að leika sín á milli og virkuðu hreinlega fleiri á vellinum. FH fékk urmul færa og hefði getað verið í enn betri stöðu en 2-0 staðan í hálfleik gaf til kynna. Úrslitin voru ekki ráðin í hálfleik en þau voru það fljótlega í seinni hálfleik. Það var ekki fyrr en í stöðunni 3-0 að ÍA fór að sjá eitthvað af boltanum og þá fór FH að beita skyndisóknum í bland við að liðið hélt boltanum vel. Mótspyrna ÍA var ákaflega lítil í leiknum og þó Skagamenn hafi gert meira fram á við er leið á seinni hálfleikinn má það helst rekja til þess að FH tók fótinn af beinsíngjöfinni með unninn leik í höndunum. FH fékk bestu færi seinni hálfleiks og þó ÍA hafi minnkað muninn seint í leiknum var sigurinn aldrei í hættu og hefði hæglega getað orðið mun stærri. FH svaraði gagnrýninni eftir tapið gegn Val glæsilega og skiluðu þrjár breytingar Heimis Guðjónssonar þjálfara liðsins frá þeim leik sér til hins ítrasta. ÍA hefur þótt standa sig vel til þessa á Íslandsmótinu en baráttan sem hefur einkennt liðið var ekki til staðar í kvöld. Liðið gaf FH liðinu mikið pláss og tíma á boltann og þar með fengu gæðin í liði FH að njóta sín.Atli Viðar Björnsson kom inn í lið FH og þakkaði pent fyrir sig með því að skora 100. mark sitt fyrir félagið í efstu deild. Atli hefði getað skorað fleiri mörk í leiknum en þess þurfti ekki. Heimir: Ákveðnir í að standa okkur betur en á móti Val„Skaginn hefur spilað vel í þessum þrem fyrstu leikjum og mér fannst þeir koma skipulega inn í leikinn en við byrjuðum þetta vel og vorum ákveðnir í að standa okkur betur í kvöld heldur en á móti Val,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir sigurinn í kvöld. FH fékk mikinn tíma með boltann og gat látið hann ganga auðveldlega á milli leikmanna. „Við náðum að ýta þeim aðeins aftar á völlinn og við náðum að láta boltann ganga betur innan liðsins og færa hann á milli vængja heldur en við höfum gert í fyrstu þremur leikjunum og það hjálpaði til.“ „Mér fannst við pínu klaufalegir og það var algjör óþarfi að fá á sig mark í þessum leik og síðustu fimmtán, tuttugu mínúturnar hefðum við mátt vanda sóknirnar aðeins betur því Skaginn var kominn með vörnina upp að miðju,“ sagði Heimir. FH-ingar voru særðir eftir tapið gegn Val og fékk Heimir svarið sem hann vildi eftir þann leik. „Það er ekki spurning. Við vissum allir sem einn að leikurinn gegn Val var alls ekki nógu góður og við svöruðum því í kvöld og svo verðum við að hrósa Atla Viðari til hamingju með 100. markið fyrir sama félagið. Frábær árangur,“ sagði Heimir. Bjarni: Staðráðnir í að bæta fyrir skituna gegn Val„Ég meiddist stuttu fyrir mót og þetta var erfiður apríl mánuður og byrjun maí. Það var mjög fínt að fá 80 mínútur í dag og vinna sannfærandi 4-1 sigur,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði FH. „Við vorum staðráðnir í að bæta fyrir skituna gegn Val. Við vorum afleitir þar og við gerðum það vel. Við vorum grimmir og góðir á boltanum og kláruðum færin okkar. „Skaginn er búinn að spila vel í fyrstu þremur leikjunum og eru með gott lið en þegar við erum svona grimmir og ákveðnir og látum boltann rúlla og skiptum á milli kanta þá er erfitt að stoppa okkur. „Í dag náðum við loksins í 90 mínútur að sýna hvers megnugir við erum. Við verðum að halda þessu áfram,“ sagði Bjarni sem bætti við að hann hefði getað spilað allan leikinn og er ekki langt frá því að komast í sitt besta form. „Það er auðvelt að koma inn í FH liðið. Þetta er lið sem rúllar og rúllar. Ég verð kominn í toppstand eftir smá stund. Gunnlaugur: Þeir fundu þessar leiðir sem þeir vildu„Þetta var stór veggur og brekka í leiðinni líka, því fór sem fór en ég var hress með byrjunina og eftir fjórar, fimm mínútur gekk eftir það sem við vildum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA. „Við komum inn með þor og breitt bak en svo fundu þeir sínar leiðir full auðveldlega og náðu upp sínu fræga FH-spili. Við áttum í miklu basli með það.“ Gunnlaugur sagði leik FH hafa ráðið mestu um það hve mikinn tíma heimamenn fengu á boltann og hve auðveldlega liðinu gekk að láta boltann ganga innan liðsins. „Við vildum setja þetta upp þannig að við næðum að loka inn á miðjuna, á þau svæði sem þeir hafa verið svo frábærir í í mörg ár. En því miður þá gekk það ekki eftir. Þeir fundu þessar leiðir sem þeir vildu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá náðu þeir upp spili sem við réðum ekki við. „Í seinni hálfleik sýndum við andlit og reyndum að spila og fengum ágætis sóknir en á móti fengu þeir full auðveld færi til baka. „Það jákvæða er að Arsenij skoraði mark sem hefði mátt koma í síðasta leik en það er jákvætt að hann skildi skora og mér fannst litur á nokkrum leikmönnum í seinni hálfleik og við reyna að því miður var á brattann að sækja í dag. ÍA var 2-0 undir í hálfleik en litlu munaði að liðið næði að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks. „Mörk breyta leikjum og við komum ágætlega inn í seinni hálfleikinn og reyndum. 2-1 staða hefði verið skemmtileg staða að vinna með og reyna að sjokkera þá aðeins en það gekk ekki eftir,“ sagði Gunnlaugur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast