Boðar nýja stefnu í fíkniefnamálum á opnum fundi í HÍ Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 11:34 Ruth Dreifuss flytur fyrirlestur sem öllum er opinn í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands klukkan 13 í dag. Vísir/AFP Ruth Dreifuss, fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss, fundaði í gær með ráðherrum og háttsettum embættismönnum um stefnuna í fíkniefnamálum. Hún segir stríðið gegn fíkniefnum algerlega tapað og það valdi meiri skaða í samfélögum heimsins en fíkniefnin sjálf. Ruth Dreifuss er í hópi rúmlega tuttugu sendiboða alþjóðlegrar hugveitu sem heitir Global Commission on Drug Policy, eða alþjóðanefnd um stefnuna í fíkniefnamálum. En í nefndinni sitja fjölmargir meðal annars Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fyrrverandi þjóðarleiðtogar, ráðherrar og leiðtogar í atvinnulífi eins og Richard Branson, eigandi Virgin. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, aðstoðar nefndina vegna komu Dreifuss til Íslands, en hún kemur hingað að frumkvæði nefndarinnar. Reyndar átti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra Noregs, að koma með Dreifuss en hann forfallaðist. Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinar segir heimsókn Dreifuss hafa heppanst vel, en hún byrjaði gærdaginn á fundi með Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í gærmorgun. „Í gær hitti hún einnig Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra ásamt fjölda embættismanna úr ráðuneytunum auk háttsettra embættismanna í utanríkisráðuneytinu. Síðast en ekki síst var hún heiðursgestur á fyrstu opnu samkomu nýstofnaðra samtaka um skaðaminnkun, Frú Laufeyjar,“ segir Pétur. Dreifuss byrjaði reyndar heimsókn sína með því að mæta í ítarlegt viðtal við Heimi Má í Íslandi í dag á fimmtudag en það viðtal má sjá að neðan. Þegar Dreifuss varð innanríkisráðherra Sviss árið 1993 blasti við henni mikill fíkniefnavandi í mörgum helstu borgum landsins og beitti hún sér fyrir byltingarkenndum breytingum á stefnunni í þessum málum með samvinnu við neytendurna sjálfa, lögregluna, heilbrigðisyfirvöld og félagsþjónustu landsins. Hún flytur fyrirlestur sem öllum er opinn í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands klukkan 13 í dag. „Eftir fyrirlesturinn verður pallborð þar sem með Dreifuss verða Dr. Helgi Gunnlaugsson, Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir og Borgar Þór Einarsson, formaður sérstakrar nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun á stefnunni í fíkniefnamálum,“ segir Pétur Þorsteinsson. Alþingi Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjá meira
Ruth Dreifuss, fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss, fundaði í gær með ráðherrum og háttsettum embættismönnum um stefnuna í fíkniefnamálum. Hún segir stríðið gegn fíkniefnum algerlega tapað og það valdi meiri skaða í samfélögum heimsins en fíkniefnin sjálf. Ruth Dreifuss er í hópi rúmlega tuttugu sendiboða alþjóðlegrar hugveitu sem heitir Global Commission on Drug Policy, eða alþjóðanefnd um stefnuna í fíkniefnamálum. En í nefndinni sitja fjölmargir meðal annars Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fyrrverandi þjóðarleiðtogar, ráðherrar og leiðtogar í atvinnulífi eins og Richard Branson, eigandi Virgin. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, aðstoðar nefndina vegna komu Dreifuss til Íslands, en hún kemur hingað að frumkvæði nefndarinnar. Reyndar átti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra Noregs, að koma með Dreifuss en hann forfallaðist. Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinar segir heimsókn Dreifuss hafa heppanst vel, en hún byrjaði gærdaginn á fundi með Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í gærmorgun. „Í gær hitti hún einnig Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra ásamt fjölda embættismanna úr ráðuneytunum auk háttsettra embættismanna í utanríkisráðuneytinu. Síðast en ekki síst var hún heiðursgestur á fyrstu opnu samkomu nýstofnaðra samtaka um skaðaminnkun, Frú Laufeyjar,“ segir Pétur. Dreifuss byrjaði reyndar heimsókn sína með því að mæta í ítarlegt viðtal við Heimi Má í Íslandi í dag á fimmtudag en það viðtal má sjá að neðan. Þegar Dreifuss varð innanríkisráðherra Sviss árið 1993 blasti við henni mikill fíkniefnavandi í mörgum helstu borgum landsins og beitti hún sér fyrir byltingarkenndum breytingum á stefnunni í þessum málum með samvinnu við neytendurna sjálfa, lögregluna, heilbrigðisyfirvöld og félagsþjónustu landsins. Hún flytur fyrirlestur sem öllum er opinn í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands klukkan 13 í dag. „Eftir fyrirlesturinn verður pallborð þar sem með Dreifuss verða Dr. Helgi Gunnlaugsson, Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir og Borgar Þór Einarsson, formaður sérstakrar nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun á stefnunni í fíkniefnamálum,“ segir Pétur Þorsteinsson.
Alþingi Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjá meira