Opið tækifæri fyrir ríkið að laga launakerfi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna Erna Guðmundsdóttir skrifar 26. maí 2015 12:41 Kröfur BHM í kjaraviðræðum við ríki ganga í meginatriðum út á að menntun verði metin til launa annars vegar og hins vegar að sett verði aukið fjármagn í stofnanasamningakerfið sem félagsmenn BHM sem starfa hjá ríkinu búa við. BHM vill stuðla að því að háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins. Það hefur verið markmiðið og tekið fram í inngangsorðum undanfarinna kjarasamninga en því miður hefur árangurinn ekki verið eftir því. Kynslóðaskipti eru að verða í mannafla hjá stofnunum ríkisins. Fjöldi starfsmanna er að komast á starfslokaaldur og erfitt kann að reynast að fylla í skörðin þar sem starfsmannavelta er mikil í yngri hópunum. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á launamun milli opinbers og almenns vinnumarkaðar sem mögulegan orsakavald í starfsmannaveltu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis segir orðrétt: „Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því.“ Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 er tekið undir ábendingar Ríkisendurskoðunar. Þar er m.a lögð áhersla á að ríkið þurfi að búa yfir framúrskarandi mannauði, að starfsmönnum verði búin góð starfsskilyrði og viðunandi launakjör, án þess þó að ríkið verði leiðandi varðandi laun. Hagsmunir stjórnvalda og BHM fara að megindráttum saman og því ætti að vera hægt að ljúka samningum. Ríkið hefur hins vegar dregið samningaviðræður á langinn á þeim forsendum að ríkið eigi ekki að vera leiðandi í launasetningu. Á meðan eru alvarlegar verkfallsaðgerðir í gangi. Forsendur ríkisins virðast vera meitlaðar í stein þrátt fyrir að öllum sé ljóst að launakerfið sem háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búa við virki ekki sem skyldi. Til þess að stefna ríkisins um að vera ekki leiðandi varðandi laun á vinnumarkaði gangi upp þarf fyrst að laga það launakerfi sem ríkisstarfsmenn búa við í dag. Út á það ganga kröfur BHM. Nú er tækifærið fyrir ríkið að laga launakerfi háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins til framtíðar svo það haldi í og laði til sín hæft starfsfólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kröfur BHM í kjaraviðræðum við ríki ganga í meginatriðum út á að menntun verði metin til launa annars vegar og hins vegar að sett verði aukið fjármagn í stofnanasamningakerfið sem félagsmenn BHM sem starfa hjá ríkinu búa við. BHM vill stuðla að því að háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins. Það hefur verið markmiðið og tekið fram í inngangsorðum undanfarinna kjarasamninga en því miður hefur árangurinn ekki verið eftir því. Kynslóðaskipti eru að verða í mannafla hjá stofnunum ríkisins. Fjöldi starfsmanna er að komast á starfslokaaldur og erfitt kann að reynast að fylla í skörðin þar sem starfsmannavelta er mikil í yngri hópunum. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á launamun milli opinbers og almenns vinnumarkaðar sem mögulegan orsakavald í starfsmannaveltu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis segir orðrétt: „Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því.“ Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 er tekið undir ábendingar Ríkisendurskoðunar. Þar er m.a lögð áhersla á að ríkið þurfi að búa yfir framúrskarandi mannauði, að starfsmönnum verði búin góð starfsskilyrði og viðunandi launakjör, án þess þó að ríkið verði leiðandi varðandi laun. Hagsmunir stjórnvalda og BHM fara að megindráttum saman og því ætti að vera hægt að ljúka samningum. Ríkið hefur hins vegar dregið samningaviðræður á langinn á þeim forsendum að ríkið eigi ekki að vera leiðandi í launasetningu. Á meðan eru alvarlegar verkfallsaðgerðir í gangi. Forsendur ríkisins virðast vera meitlaðar í stein þrátt fyrir að öllum sé ljóst að launakerfið sem háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búa við virki ekki sem skyldi. Til þess að stefna ríkisins um að vera ekki leiðandi varðandi laun á vinnumarkaði gangi upp þarf fyrst að laga það launakerfi sem ríkisstarfsmenn búa við í dag. Út á það ganga kröfur BHM. Nú er tækifærið fyrir ríkið að laga launakerfi háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins til framtíðar svo það haldi í og laði til sín hæft starfsfólk.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun