Ríkisendurskoðun: Finna þarf lausn á rekstrarvanda Lyfjastofnunar Atli Ísleifsson skrifar 27. maí 2015 12:35 Í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Lyfjastofnun hefur verið rekin með afgangi frá árinu 2010. Vísir/GVA Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneytið til að beita sér fyrir því að rekstrarvandi Lyfjastofnunar verði leystur, auk þess að komið verði til móts við stofnunina vegna kostnaðar sem hún ber af lögbundnum stjórnsýsluverkefnum.Í frétt á heimasíðu stofnunarinnar segir að árið 2009 hafi Ríkisendurskoðun beint nokkrum ábendingum til Lyfjastofnunar og heilbrigðisyfirvalda sem tengdust fjárhag og starfsemi stofnunarinnar. „Árið 2012 ítrekaði Ríkisendurskoðun hluta þessara ábendinga og setti fram tvær nýjar. Þar voru velferðarráðuneytið og Lyfjastofnun hvött til að tryggja að rekstur stofnunarinnar væri jafnan í samræmi við fjárheimildir. Þá var ráðuneytið hvatt til að meta kostnað vegna lögbundinna stjórnsýsluverkefna Lyfjastofnunar, sem hún fékk ekki greitt fyrir, og gera ráð fyrir honum í fjárlögum. Eins þyrfti það að finna varanlega lausn á rekstrarvanda og uppsöfnuðum halla stofnunarinnar. Loks var Lyfjastofnun hvött til að efla eftirlitsstörf sín. Í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Lyfjastofnun hefur verið rekin með afgangi frá árinu 2010. Fjárhagsstaða hennar hefur því styrkst talsvert á síðustu árum. Enn býr hún þó við uppsafnaðan halla fyrri ára. Ríkisendurskoðun telur því rétt að ítreka tvær ábendinga sinna frá árinu 2012. Annars vegar er velferðarráðuneytið hvatt til að beita sér fyrir því að rekstrarvandi Lyfjastofnunar verði leystur til frambúðar. Þetta verði meðal annars gert með því að Alþingi heimili stofnuninni að nota bundið eigið fé sitt til að jafna uppsafnaðan rekstrarhalla sinn. Hins vegar beiti ráðuneytið sér fyrir því að Alþingi komi í fjárlögum til móts við Lyfjastofnun vegna lögbundinna stjórnsýsluverkefna hennar sem hún hefur ekki fengið greitt sérstaklega fyrir,“ segir í fréttinni. Alþingi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneytið til að beita sér fyrir því að rekstrarvandi Lyfjastofnunar verði leystur, auk þess að komið verði til móts við stofnunina vegna kostnaðar sem hún ber af lögbundnum stjórnsýsluverkefnum.Í frétt á heimasíðu stofnunarinnar segir að árið 2009 hafi Ríkisendurskoðun beint nokkrum ábendingum til Lyfjastofnunar og heilbrigðisyfirvalda sem tengdust fjárhag og starfsemi stofnunarinnar. „Árið 2012 ítrekaði Ríkisendurskoðun hluta þessara ábendinga og setti fram tvær nýjar. Þar voru velferðarráðuneytið og Lyfjastofnun hvött til að tryggja að rekstur stofnunarinnar væri jafnan í samræmi við fjárheimildir. Þá var ráðuneytið hvatt til að meta kostnað vegna lögbundinna stjórnsýsluverkefna Lyfjastofnunar, sem hún fékk ekki greitt fyrir, og gera ráð fyrir honum í fjárlögum. Eins þyrfti það að finna varanlega lausn á rekstrarvanda og uppsöfnuðum halla stofnunarinnar. Loks var Lyfjastofnun hvött til að efla eftirlitsstörf sín. Í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Lyfjastofnun hefur verið rekin með afgangi frá árinu 2010. Fjárhagsstaða hennar hefur því styrkst talsvert á síðustu árum. Enn býr hún þó við uppsafnaðan halla fyrri ára. Ríkisendurskoðun telur því rétt að ítreka tvær ábendinga sinna frá árinu 2012. Annars vegar er velferðarráðuneytið hvatt til að beita sér fyrir því að rekstrarvandi Lyfjastofnunar verði leystur til frambúðar. Þetta verði meðal annars gert með því að Alþingi heimili stofnuninni að nota bundið eigið fé sitt til að jafna uppsafnaðan rekstrarhalla sinn. Hins vegar beiti ráðuneytið sér fyrir því að Alþingi komi í fjárlögum til móts við Lyfjastofnun vegna lögbundinna stjórnsýsluverkefna hennar sem hún hefur ekki fengið greitt sérstaklega fyrir,“ segir í fréttinni.
Alþingi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira