Platini útilokar ekki að UEFA-löndin sniðgangi HM verði Blatter endurkjörinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2015 13:40 Michel Platini, forseti UEFA og Sepp Blatter. Vísir/Getty Michel Platini, forseti UEFA, segir að mikil óvissa verði um framhald samvinna UEFA og FIFA fari svo að Sepp Blatter verði kosinn forseti FIFA fimmta kjörtímabilið í röð. Aðildarlönd UEFA ætla að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA en það kom í ljós á fundi fulltrúa evrópsku sambandanna í dag. „Ef herra Blatter vinnur þessar kosningar þá munu aðildarlönd UEFA hittast á fundi í Berlín til að ræða enn frekar samstarfið á milli UEFA og FIFA," sagði Platini. Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri fimmta kjörtímabilið í röð en hann hefur verið forseti FIFA frá því í júní 1998. Það er svart ský yfir FIFA því nú eru menn komnir með áþreifanlegar sannanir fyrir gríðarlegri spillingu meðal æðstu manna fótboltaheimsins. Platini var spurður um möguleikann á því að Evrópulöndin sniðgangi HM í Rússlandi 2018. „Við munum allavega halda fund þar sem við förum yfir alla möguleika," sagði Platini og bætti við: „Við getum ekki haldið áfram á þessari braut með FIFA," sagði Platini. Sepp Blatter neitaði að segja af sér þegar Platini bað hann um það í dag og lét það líta þannig út að ástæðan væri hversu stutt væri í ársþingið sem hefst á morgun. „Ef Sepp heldur áfram þá þýðir það að hann hefur enn mikinn stuðning innan knattspyrnuheimsins," sagði Platini. Michel Platini telur sig vera viss um að jórdanski prinsinn Ali bin al Hussein hafi stuðning frá 53 Evrópulöndum en alls hafa 206 lönd atkvæðisrétt í forsetakosningunum og því þarf að fá stuðning frá löndum annarsstaðar í heiminum þar sem Blatter hefur staðið vel að vígi. Atburðir síðustu klukkutíma og sólarhringa hljóta samt að hrista upp í sumum þjóðum nú er þegar menn telja sig vera með sannanir fyrir áratuga langri spillingu innan FIFA. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00 Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13 Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00 Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32 Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Michel Platini, forseti UEFA, segir að mikil óvissa verði um framhald samvinna UEFA og FIFA fari svo að Sepp Blatter verði kosinn forseti FIFA fimmta kjörtímabilið í röð. Aðildarlönd UEFA ætla að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA en það kom í ljós á fundi fulltrúa evrópsku sambandanna í dag. „Ef herra Blatter vinnur þessar kosningar þá munu aðildarlönd UEFA hittast á fundi í Berlín til að ræða enn frekar samstarfið á milli UEFA og FIFA," sagði Platini. Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri fimmta kjörtímabilið í röð en hann hefur verið forseti FIFA frá því í júní 1998. Það er svart ský yfir FIFA því nú eru menn komnir með áþreifanlegar sannanir fyrir gríðarlegri spillingu meðal æðstu manna fótboltaheimsins. Platini var spurður um möguleikann á því að Evrópulöndin sniðgangi HM í Rússlandi 2018. „Við munum allavega halda fund þar sem við förum yfir alla möguleika," sagði Platini og bætti við: „Við getum ekki haldið áfram á þessari braut með FIFA," sagði Platini. Sepp Blatter neitaði að segja af sér þegar Platini bað hann um það í dag og lét það líta þannig út að ástæðan væri hversu stutt væri í ársþingið sem hefst á morgun. „Ef Sepp heldur áfram þá þýðir það að hann hefur enn mikinn stuðning innan knattspyrnuheimsins," sagði Platini. Michel Platini telur sig vera viss um að jórdanski prinsinn Ali bin al Hussein hafi stuðning frá 53 Evrópulöndum en alls hafa 206 lönd atkvæðisrétt í forsetakosningunum og því þarf að fá stuðning frá löndum annarsstaðar í heiminum þar sem Blatter hefur staðið vel að vígi. Atburðir síðustu klukkutíma og sólarhringa hljóta samt að hrista upp í sumum þjóðum nú er þegar menn telja sig vera með sannanir fyrir áratuga langri spillingu innan FIFA.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00 Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13 Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00 Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32 Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00
Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13
Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00
Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32
Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu