Fótbolti

Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Svissnesk yfirvöld hafa nú gefið það út að allir sjö einstaklingarnir frá FIFA sem voru handteknir vegna áralangrar spillingarinnar innan FIFA ætli að berjast gegn því að vera framseldir til Bandaríkjanna.

Handtökurnar fóru fram á hóteli í Zürich í Sviss þar sem ársþing FIFA fer fram á morgun. Mennirnir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi en spillingarmálið nær áratugi aftur í tímann.

Það voru bandarísk yfirvöld sem tilkynntu í gær um ákæru á hendur sjö háttsettum embættismönnum alþjóða knattspyrnusambandsins auk stjórnarmanna stórfyrirtækja sem tengjast FIFA.

Kæran kemur því frá Bandaríkjunum og verður tekin fyrir hjá bandarískum dómstólum en mennirnir umræddu voru aftur á móti handteknir í Sviss.

Í gær hafði einn sakborninga talað um það að hann ætlaði ekki að berjast gegn því að vera framseldur til Bandaríkjanna en núna er komið annað hljóð í menn.

Ingrid Ryser, talsmaður svissneska dómsmálaráðuneytisins, var ekki tilbúinn að gefa upp nafn viðkomandi við Reuters-fréttastofuna eða segja frá því af hverju hann breytti um skoðun.

Rússar hafa meðal annars gert opinberlega athugasemdir við að það FBI, bandaríska alríkislögreglan, sé að skipta sér að málum utan heimalandsins en Rússar halda einmitt næstu heimsmeistarakeppni árið 2018.


Tengdar fréttir

Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990

Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins.

Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter

Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×