Fótbolti

Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag.

Öryggi þinggesta var meðal annars ógnað í dag og kalla varð til lögreglu í Hallenstadion í Zürich þar sem FIFA-þingið fer fram.

Þingstaðnum barst sprengjuhótun og ákveðið var að rýma salinn og fá sprengjuleitarhóp til að fullvissa FIFA-menn að ekki væri þar að finna sprengju. Ekkert kom út úr þeirri leit og þingið gat því hafist á nýjan leik.

Sjá einnig:Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum

Jerome Valcke, framkvæmdastjóri FIFA, greindi frá þessu eftir að allt var yfirstaðið.  „Eftir að hafa ráðlagt okkur við yfirvöld þá var ákveðið að leita í salnum. Salurinn hefur nú verið vottaður af yfirvöldum og við getum því byrjað þingið á ný," sagði Jerome Valcke.

Blaðamenn á svæðinu, sem eru fjölmargir, voru hinsvegar fljótir að benda á það að þó að þingsalurinn hafi verið rýmdur þá höfðu FIFA-menn engar áhyggjur af velverð fjölmiðlamannanna sem fréttu ekki strax af þessari sprengjuhótun. 

Salurinn.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur?

Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins.

Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum

Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili.

Forseti FIFA kjörinn í dag

Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×