Hættið þessu fokki* við samningaborðið Anna Kristrún Sigurpálsdóttir skrifar 8. maí 2015 12:59 „Stuðla þarf að því að starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör, þar á meðal launakerfi, launastig og launaþróun og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins“. Nei, lesandi góður þetta er ekki texti úr útópískri skáldsögu sem gerist árið 3015 í öðru landi. Þetta er inngangur í kjarasamningi sem fjármálaráðherra gerir við 17 aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) fyrir hönd ríkissjóðs - já ég sagði fjármálaráðherra. Þessi miðlægi kjarasamningur hafði gildistíma frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Ég er iðjuþjálfi og tilheyri einu þessara aðildarfélaga BHM. Er ég sat á pöllum Alþingis fyrr í vikunni og hlustaði á háttvirta þingmenn í sérstakri umræðu um stöðuna á vinnumarkaði bærðust margvíslegar tilfinningar í brjósti mér. Fyrst ber að nefna algera undrun á nánast tómum þingsal. Hvar var allt fólkið sem kosið er á þing? Fjármálaráðherra hvergi sjáanlegur. Eru allir að fá sér köku? Síðan fylltist ég von þegar Katrín Jakobsdóttir tók til máls. Jú, það er a.m.k. ein manneskja á þingi sem er í tengslum við raunverulega stöðu í þjóðfélaginu. Ég sver að mér leið eins og móðir Theresa væri komin inn í þingsalinn, sem virðist stundum vatteraður fyrir veruleikanum, og allt yrði kannski í lagi. Svo allt í einu var ég ekki viss hvar ég var stödd en datt helst í hug sandkassinn á gamla leikskólanum mínum við Álfaskeið eða Þjóðleikhúsið svo yfirdrifin voru tilþrifin er háttvirtur þingmaður Guðlaugur Þór tjáði vanþóknun sína á því að verið væri að ræða raunverulega og grafalvarlega stöðu sem uppi er á vinnumarkaði með því að berja í ræðupúlt og öskra eins og frekur krakki sem aldrei hefur heyrt orðið nei. Ég fylltist líka stolti og baráttuanda þegar þingmenn Pírata, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar tóku til máls og langaði að hrópa heyr! heyr! en þorði það ekki af ótta við að verða snúin niður af lögreglu og þingvörðum sem þarna voru til að halda fólki í skefjum. En ég veit hreinlega ekki hvað var að bærast innra með mér þegar hæstvirtur forsætiráðherra, sem var til andsvara, tjáði sig. Honum var tíðrætt um að allt snérist um að verja stöðu þeirra sem lökust hafa kjörin í landinu. Veit hann ekki að þeir sem lokið hafa 4-5 ára háskólanámi á Íslandi og ná ekki 270 þús kr. í mánaðarlaun fyrir skatt flokkast ekki einu sinni sem láglaunafólk hjá frændum okkar í Noregi. Þetta er fólkið sem forsætisráðherra vill meina að sé meðaltekjufólk. Þetta er fólkið sem Sigmundur Davíð svo snöfurmannlega minntist vart á í máli sínu. Þetta er fólkið sem sat 38 árangurlausa samningafundi eftir síðustu vopnahléssamninga áður en gripið var til þess örþrifaráðs sem verkfallsrétturinn er. Þetta er fólkið sem tekur á móti nýfæddum börnum þessa samfélags, fólkið sem þinglýsir pappírum sem halda þjóðfélaginu gangandi, fólkið sem gerir læknum kleift að sjúkdómsgreina, fólkið sem endurhæfir þá sem verða fyrir slysum og skakkaföllum í lífinu, fólkið sem hefur eftirlit með matvælaframleiðslu, vottar Eurovision og sér til þess að hægt sé að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum til virkrar þátttöku í samfélaginu og svona mætti lengi telja. Það þarf einhver að segja Sigmundi Davíð að kollegi hans Bjarni Benediktsson lagði línurnar í kjarastefnu ríkisins er hann hjó svo hressilega af eldivið og dreifði til einnar stéttar í heilbirgðisgeiranum án þess að hafa nokkrar áhyggjur af verðbólgubálinu. Það þarf líka einhver að upplýsa þá skógarhöggsbræður um að heilbrigðiskerfið er ekki rekið af einni stétt ekki frekar en þjóðfélagið er samsett eingöngu af Kristjánum Loftssonum. Það þarf einhver að minna fjármálaráðherra á það sem hann skrifaði undir í febrúar 2014 og gera honum ljóst að menntun, sem fólk hefur lagt á sig fórnarkostnað við að afla, þarf að meta til launa – það er nútímahugsun, það er sanngjörn krafa háskólamanna. *að fokka merkir að gaufa, að dunda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Stuðla þarf að því að starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör, þar á meðal launakerfi, launastig og launaþróun og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins“. Nei, lesandi góður þetta er ekki texti úr útópískri skáldsögu sem gerist árið 3015 í öðru landi. Þetta er inngangur í kjarasamningi sem fjármálaráðherra gerir við 17 aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) fyrir hönd ríkissjóðs - já ég sagði fjármálaráðherra. Þessi miðlægi kjarasamningur hafði gildistíma frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Ég er iðjuþjálfi og tilheyri einu þessara aðildarfélaga BHM. Er ég sat á pöllum Alþingis fyrr í vikunni og hlustaði á háttvirta þingmenn í sérstakri umræðu um stöðuna á vinnumarkaði bærðust margvíslegar tilfinningar í brjósti mér. Fyrst ber að nefna algera undrun á nánast tómum þingsal. Hvar var allt fólkið sem kosið er á þing? Fjármálaráðherra hvergi sjáanlegur. Eru allir að fá sér köku? Síðan fylltist ég von þegar Katrín Jakobsdóttir tók til máls. Jú, það er a.m.k. ein manneskja á þingi sem er í tengslum við raunverulega stöðu í þjóðfélaginu. Ég sver að mér leið eins og móðir Theresa væri komin inn í þingsalinn, sem virðist stundum vatteraður fyrir veruleikanum, og allt yrði kannski í lagi. Svo allt í einu var ég ekki viss hvar ég var stödd en datt helst í hug sandkassinn á gamla leikskólanum mínum við Álfaskeið eða Þjóðleikhúsið svo yfirdrifin voru tilþrifin er háttvirtur þingmaður Guðlaugur Þór tjáði vanþóknun sína á því að verið væri að ræða raunverulega og grafalvarlega stöðu sem uppi er á vinnumarkaði með því að berja í ræðupúlt og öskra eins og frekur krakki sem aldrei hefur heyrt orðið nei. Ég fylltist líka stolti og baráttuanda þegar þingmenn Pírata, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar tóku til máls og langaði að hrópa heyr! heyr! en þorði það ekki af ótta við að verða snúin niður af lögreglu og þingvörðum sem þarna voru til að halda fólki í skefjum. En ég veit hreinlega ekki hvað var að bærast innra með mér þegar hæstvirtur forsætiráðherra, sem var til andsvara, tjáði sig. Honum var tíðrætt um að allt snérist um að verja stöðu þeirra sem lökust hafa kjörin í landinu. Veit hann ekki að þeir sem lokið hafa 4-5 ára háskólanámi á Íslandi og ná ekki 270 þús kr. í mánaðarlaun fyrir skatt flokkast ekki einu sinni sem láglaunafólk hjá frændum okkar í Noregi. Þetta er fólkið sem forsætisráðherra vill meina að sé meðaltekjufólk. Þetta er fólkið sem Sigmundur Davíð svo snöfurmannlega minntist vart á í máli sínu. Þetta er fólkið sem sat 38 árangurlausa samningafundi eftir síðustu vopnahléssamninga áður en gripið var til þess örþrifaráðs sem verkfallsrétturinn er. Þetta er fólkið sem tekur á móti nýfæddum börnum þessa samfélags, fólkið sem þinglýsir pappírum sem halda þjóðfélaginu gangandi, fólkið sem gerir læknum kleift að sjúkdómsgreina, fólkið sem endurhæfir þá sem verða fyrir slysum og skakkaföllum í lífinu, fólkið sem hefur eftirlit með matvælaframleiðslu, vottar Eurovision og sér til þess að hægt sé að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum til virkrar þátttöku í samfélaginu og svona mætti lengi telja. Það þarf einhver að segja Sigmundi Davíð að kollegi hans Bjarni Benediktsson lagði línurnar í kjarastefnu ríkisins er hann hjó svo hressilega af eldivið og dreifði til einnar stéttar í heilbirgðisgeiranum án þess að hafa nokkrar áhyggjur af verðbólgubálinu. Það þarf líka einhver að upplýsa þá skógarhöggsbræður um að heilbrigðiskerfið er ekki rekið af einni stétt ekki frekar en þjóðfélagið er samsett eingöngu af Kristjánum Loftssonum. Það þarf einhver að minna fjármálaráðherra á það sem hann skrifaði undir í febrúar 2014 og gera honum ljóst að menntun, sem fólk hefur lagt á sig fórnarkostnað við að afla, þarf að meta til launa – það er nútímahugsun, það er sanngjörn krafa háskólamanna. *að fokka merkir að gaufa, að dunda
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar