Upphitunarþáttur Pepsimarkanna er á dagskrá klukkan 21.00 í kvöld.
Þátturinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hann verður einnig í beinni útsendingu á Vísi. Venju samkvæmt verður Hörður Magnússon við stýrið og með honum í kvöld verða þeir Hjörvar Hafliðason og Hjörtur Hjartarson.
Í þætti kvöldsins verður rýnt í spilin og spá Pepsimarkanna opinberuð. Þátturinn verður í 90 mínútur.
Á sunnudag hefst svo Pepsi-deildin og þá mun Stöð 2 Sport sýna beint frá leik ÍA og Stjörnunnar. Á mánudag verður leikur KR og FH í beinni og Pepsimörkin fara svo í loftið í kjölfarið.
