„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2025 21:57 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. Vísir/Einar Það var létt yfir Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings, þegar hann mætti í viðtal strax eftir sigur liðsins gegn ÍBV. „Ég er bara virkilega sáttur með að ná þessum þremur stigum hér í kvöld. Ég var mjög sáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik fyrir utan að við nýttum ekki færin sem að við fengum. Annars var ég bara mjög sáttur með spilamennskuna og kraftinn sem við komum með inn í leikinn. Mér fannst aðeins vanta að við gætum breytt hraðanum í fyrri hálfleiknum en ÍBV gerði svo sem alveg vel líka þannig séð. Byrjunin á seinni hálfleiknum var líka mjög fínt þar til að við fáum þetta rauða spjald og þá fór smá um mann. Mér fannst við takast mjög vel að spila einum færri og vorum ekki að opna okkur neitt. Svo skorum við frábært mark úr föstu leikatriði. Ég er fyrst og fremst ánægður með hvað leikmenn voru tilbúnir að leggja á sig fyrir þennan leik. Ég bað um að þeir myndu mæta með hátt orkustig og mér fannst þeir sýna það. Spurður nánar út í hvernig liðið hafi svarað eftir að lenda manni færri snemma í seinni hálfleik segir Sölvi það vissulega ekki vera neina óska stöðu að lenda í en segist þó sáttur með hvernig liðið hafi stöðva allar aðgerðir Eyjamanna sem tókst ekki að skapa sér nein opin færi. „Þetta var auðvitað ekki góð staða sem við vorum komnir í. Við reyndum að finna út úr því hvaða leikmenn við gætum sett inn á og hvort að við ætluðum í fimm eða fjögra manna vörn. Það tók smá tíma að finna út úr því. Þeir voru með boltann á þessum tíma en sköpuðu svo sem ekki neitt á meðan við vorum einum manni færri. Ég er virkilega sáttur með vinnuframlagið hjá strákunum. Þeir börðust fyrir hvorn annan allan leikinn og sérstaklega þegar við vorum einum manni færri. Undir lok fyrri hálfleiks urðu þó Víkingar fyrir áfalli þegar Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli. Fyrstu fréttir sem bárust upp í blaðamannastúkuna voru að meiðslin væri alvarleg. Veistu hver staðan á honum er? „Ég ætla ekki að staðfesta eitt né neitt þar sem það er ekki komið neitt úr myndatökunni. Hann er vissulega þjáður og þetta lítur ekki vel út en við verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta.“ Oliver Ekroth var kynntur sem nýr fyrirliði Víkinga í síðustu viku. Hann var þó ekki með liðinu í dag. Sölvi segir hann glíma við smá meiðsli en það sé þó ekki alvarlegt. „Hann er með smá eymsli sem að við ákváðum að taka enga áhættu með. Við erum með frábæra hafsenta sem gátu spilað leikinn í dag og ákváðum að taka enga áhættu með hann.“ Fyrir leikinn var Halldór Smári Sigurðsson kvaddur en hann lagði skóna á hilluna fyrir örfáum dögum rétt eins og Jón Guðni Fjóluson. Spurður að því hvort reikna megi með því að Víkingar sæki sér nýjan hafsent áður en glugginn lokar segir Sölvi að hann sé mjög ríkur af hafsentum sem hann treystir til að leysa þessar stöður. „Við vorum fyrir mjög ríkir af hafsentum. Það eru tveir vinstri fótar hafsentar farnir og þá eru Sveinn Gísli og Róbert Orri eftir. Svo erum við með annan undir 19 ára landsliðsmann sem heitir Davíð Helgi sem er frábær leikmaður. Þannig að við erum ekki að leita að hafsent og treystum þeim sem eru til staðar til að leysa þessar stöður sem þessir frábæru herramenn skildu eftir sig.“ Eftir tímabilið í fyrra missti liðið þá Danijel Dejan Djuric og Ara Sigurpálsson svo það er vert að spyrja Sölva hvort liðið sé þá að leita sér að vængmanni? „Ætlum við að fara yfir allar stöðurnar?“ Segir Sölvi og hlær í leiðinni. „Nei, við kíkjum á þetta en þurfum að meta það hvað kemur út með Aron. Við erum alltaf með augun opin. Það er vissulega erfitt að fá leikmenn hér á Íslandi ásamt því þá þurfa þeir að passa inn hjá okkur, þannig að það er ekki um marga að velja hér á Íslandi en við erum alltaf með augun opin. Fyrst ætlum við að sjá hvað kemur út úr þessu hjá Aroni og leggjumst svo yfir þetta eftir það.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
„Ég er bara virkilega sáttur með að ná þessum þremur stigum hér í kvöld. Ég var mjög sáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik fyrir utan að við nýttum ekki færin sem að við fengum. Annars var ég bara mjög sáttur með spilamennskuna og kraftinn sem við komum með inn í leikinn. Mér fannst aðeins vanta að við gætum breytt hraðanum í fyrri hálfleiknum en ÍBV gerði svo sem alveg vel líka þannig séð. Byrjunin á seinni hálfleiknum var líka mjög fínt þar til að við fáum þetta rauða spjald og þá fór smá um mann. Mér fannst við takast mjög vel að spila einum færri og vorum ekki að opna okkur neitt. Svo skorum við frábært mark úr föstu leikatriði. Ég er fyrst og fremst ánægður með hvað leikmenn voru tilbúnir að leggja á sig fyrir þennan leik. Ég bað um að þeir myndu mæta með hátt orkustig og mér fannst þeir sýna það. Spurður nánar út í hvernig liðið hafi svarað eftir að lenda manni færri snemma í seinni hálfleik segir Sölvi það vissulega ekki vera neina óska stöðu að lenda í en segist þó sáttur með hvernig liðið hafi stöðva allar aðgerðir Eyjamanna sem tókst ekki að skapa sér nein opin færi. „Þetta var auðvitað ekki góð staða sem við vorum komnir í. Við reyndum að finna út úr því hvaða leikmenn við gætum sett inn á og hvort að við ætluðum í fimm eða fjögra manna vörn. Það tók smá tíma að finna út úr því. Þeir voru með boltann á þessum tíma en sköpuðu svo sem ekki neitt á meðan við vorum einum manni færri. Ég er virkilega sáttur með vinnuframlagið hjá strákunum. Þeir börðust fyrir hvorn annan allan leikinn og sérstaklega þegar við vorum einum manni færri. Undir lok fyrri hálfleiks urðu þó Víkingar fyrir áfalli þegar Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli. Fyrstu fréttir sem bárust upp í blaðamannastúkuna voru að meiðslin væri alvarleg. Veistu hver staðan á honum er? „Ég ætla ekki að staðfesta eitt né neitt þar sem það er ekki komið neitt úr myndatökunni. Hann er vissulega þjáður og þetta lítur ekki vel út en við verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta.“ Oliver Ekroth var kynntur sem nýr fyrirliði Víkinga í síðustu viku. Hann var þó ekki með liðinu í dag. Sölvi segir hann glíma við smá meiðsli en það sé þó ekki alvarlegt. „Hann er með smá eymsli sem að við ákváðum að taka enga áhættu með. Við erum með frábæra hafsenta sem gátu spilað leikinn í dag og ákváðum að taka enga áhættu með hann.“ Fyrir leikinn var Halldór Smári Sigurðsson kvaddur en hann lagði skóna á hilluna fyrir örfáum dögum rétt eins og Jón Guðni Fjóluson. Spurður að því hvort reikna megi með því að Víkingar sæki sér nýjan hafsent áður en glugginn lokar segir Sölvi að hann sé mjög ríkur af hafsentum sem hann treystir til að leysa þessar stöður. „Við vorum fyrir mjög ríkir af hafsentum. Það eru tveir vinstri fótar hafsentar farnir og þá eru Sveinn Gísli og Róbert Orri eftir. Svo erum við með annan undir 19 ára landsliðsmann sem heitir Davíð Helgi sem er frábær leikmaður. Þannig að við erum ekki að leita að hafsent og treystum þeim sem eru til staðar til að leysa þessar stöður sem þessir frábæru herramenn skildu eftir sig.“ Eftir tímabilið í fyrra missti liðið þá Danijel Dejan Djuric og Ara Sigurpálsson svo það er vert að spyrja Sölva hvort liðið sé þá að leita sér að vængmanni? „Ætlum við að fara yfir allar stöðurnar?“ Segir Sölvi og hlær í leiðinni. „Nei, við kíkjum á þetta en þurfum að meta það hvað kemur út með Aron. Við erum alltaf með augun opin. Það er vissulega erfitt að fá leikmenn hér á Íslandi ásamt því þá þurfa þeir að passa inn hjá okkur, þannig að það er ekki um marga að velja hér á Íslandi en við erum alltaf með augun opin. Fyrst ætlum við að sjá hvað kemur út úr þessu hjá Aroni og leggjumst svo yfir þetta eftir það.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira