„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2025 21:57 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. Vísir/Einar Það var létt yfir Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings, þegar hann mætti í viðtal strax eftir sigur liðsins gegn ÍBV. „Ég er bara virkilega sáttur með að ná þessum þremur stigum hér í kvöld. Ég var mjög sáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik fyrir utan að við nýttum ekki færin sem að við fengum. Annars var ég bara mjög sáttur með spilamennskuna og kraftinn sem við komum með inn í leikinn. Mér fannst aðeins vanta að við gætum breytt hraðanum í fyrri hálfleiknum en ÍBV gerði svo sem alveg vel líka þannig séð. Byrjunin á seinni hálfleiknum var líka mjög fínt þar til að við fáum þetta rauða spjald og þá fór smá um mann. Mér fannst við takast mjög vel að spila einum færri og vorum ekki að opna okkur neitt. Svo skorum við frábært mark úr föstu leikatriði. Ég er fyrst og fremst ánægður með hvað leikmenn voru tilbúnir að leggja á sig fyrir þennan leik. Ég bað um að þeir myndu mæta með hátt orkustig og mér fannst þeir sýna það. Spurður nánar út í hvernig liðið hafi svarað eftir að lenda manni færri snemma í seinni hálfleik segir Sölvi það vissulega ekki vera neina óska stöðu að lenda í en segist þó sáttur með hvernig liðið hafi stöðva allar aðgerðir Eyjamanna sem tókst ekki að skapa sér nein opin færi. „Þetta var auðvitað ekki góð staða sem við vorum komnir í. Við reyndum að finna út úr því hvaða leikmenn við gætum sett inn á og hvort að við ætluðum í fimm eða fjögra manna vörn. Það tók smá tíma að finna út úr því. Þeir voru með boltann á þessum tíma en sköpuðu svo sem ekki neitt á meðan við vorum einum manni færri. Ég er virkilega sáttur með vinnuframlagið hjá strákunum. Þeir börðust fyrir hvorn annan allan leikinn og sérstaklega þegar við vorum einum manni færri. Undir lok fyrri hálfleiks urðu þó Víkingar fyrir áfalli þegar Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli. Fyrstu fréttir sem bárust upp í blaðamannastúkuna voru að meiðslin væri alvarleg. Veistu hver staðan á honum er? „Ég ætla ekki að staðfesta eitt né neitt þar sem það er ekki komið neitt úr myndatökunni. Hann er vissulega þjáður og þetta lítur ekki vel út en við verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta.“ Oliver Ekroth var kynntur sem nýr fyrirliði Víkinga í síðustu viku. Hann var þó ekki með liðinu í dag. Sölvi segir hann glíma við smá meiðsli en það sé þó ekki alvarlegt. „Hann er með smá eymsli sem að við ákváðum að taka enga áhættu með. Við erum með frábæra hafsenta sem gátu spilað leikinn í dag og ákváðum að taka enga áhættu með hann.“ Fyrir leikinn var Halldór Smári Sigurðsson kvaddur en hann lagði skóna á hilluna fyrir örfáum dögum rétt eins og Jón Guðni Fjóluson. Spurður að því hvort reikna megi með því að Víkingar sæki sér nýjan hafsent áður en glugginn lokar segir Sölvi að hann sé mjög ríkur af hafsentum sem hann treystir til að leysa þessar stöður. „Við vorum fyrir mjög ríkir af hafsentum. Það eru tveir vinstri fótar hafsentar farnir og þá eru Sveinn Gísli og Róbert Orri eftir. Svo erum við með annan undir 19 ára landsliðsmann sem heitir Davíð Helgi sem er frábær leikmaður. Þannig að við erum ekki að leita að hafsent og treystum þeim sem eru til staðar til að leysa þessar stöður sem þessir frábæru herramenn skildu eftir sig.“ Eftir tímabilið í fyrra missti liðið þá Danijel Dejan Djuric og Ara Sigurpálsson svo það er vert að spyrja Sölva hvort liðið sé þá að leita sér að vængmanni? „Ætlum við að fara yfir allar stöðurnar?“ Segir Sölvi og hlær í leiðinni. „Nei, við kíkjum á þetta en þurfum að meta það hvað kemur út með Aron. Við erum alltaf með augun opin. Það er vissulega erfitt að fá leikmenn hér á Íslandi ásamt því þá þurfa þeir að passa inn hjá okkur, þannig að það er ekki um marga að velja hér á Íslandi en við erum alltaf með augun opin. Fyrst ætlum við að sjá hvað kemur út úr þessu hjá Aroni og leggjumst svo yfir þetta eftir það.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
„Ég er bara virkilega sáttur með að ná þessum þremur stigum hér í kvöld. Ég var mjög sáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik fyrir utan að við nýttum ekki færin sem að við fengum. Annars var ég bara mjög sáttur með spilamennskuna og kraftinn sem við komum með inn í leikinn. Mér fannst aðeins vanta að við gætum breytt hraðanum í fyrri hálfleiknum en ÍBV gerði svo sem alveg vel líka þannig séð. Byrjunin á seinni hálfleiknum var líka mjög fínt þar til að við fáum þetta rauða spjald og þá fór smá um mann. Mér fannst við takast mjög vel að spila einum færri og vorum ekki að opna okkur neitt. Svo skorum við frábært mark úr föstu leikatriði. Ég er fyrst og fremst ánægður með hvað leikmenn voru tilbúnir að leggja á sig fyrir þennan leik. Ég bað um að þeir myndu mæta með hátt orkustig og mér fannst þeir sýna það. Spurður nánar út í hvernig liðið hafi svarað eftir að lenda manni færri snemma í seinni hálfleik segir Sölvi það vissulega ekki vera neina óska stöðu að lenda í en segist þó sáttur með hvernig liðið hafi stöðva allar aðgerðir Eyjamanna sem tókst ekki að skapa sér nein opin færi. „Þetta var auðvitað ekki góð staða sem við vorum komnir í. Við reyndum að finna út úr því hvaða leikmenn við gætum sett inn á og hvort að við ætluðum í fimm eða fjögra manna vörn. Það tók smá tíma að finna út úr því. Þeir voru með boltann á þessum tíma en sköpuðu svo sem ekki neitt á meðan við vorum einum manni færri. Ég er virkilega sáttur með vinnuframlagið hjá strákunum. Þeir börðust fyrir hvorn annan allan leikinn og sérstaklega þegar við vorum einum manni færri. Undir lok fyrri hálfleiks urðu þó Víkingar fyrir áfalli þegar Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli. Fyrstu fréttir sem bárust upp í blaðamannastúkuna voru að meiðslin væri alvarleg. Veistu hver staðan á honum er? „Ég ætla ekki að staðfesta eitt né neitt þar sem það er ekki komið neitt úr myndatökunni. Hann er vissulega þjáður og þetta lítur ekki vel út en við verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta.“ Oliver Ekroth var kynntur sem nýr fyrirliði Víkinga í síðustu viku. Hann var þó ekki með liðinu í dag. Sölvi segir hann glíma við smá meiðsli en það sé þó ekki alvarlegt. „Hann er með smá eymsli sem að við ákváðum að taka enga áhættu með. Við erum með frábæra hafsenta sem gátu spilað leikinn í dag og ákváðum að taka enga áhættu með hann.“ Fyrir leikinn var Halldór Smári Sigurðsson kvaddur en hann lagði skóna á hilluna fyrir örfáum dögum rétt eins og Jón Guðni Fjóluson. Spurður að því hvort reikna megi með því að Víkingar sæki sér nýjan hafsent áður en glugginn lokar segir Sölvi að hann sé mjög ríkur af hafsentum sem hann treystir til að leysa þessar stöður. „Við vorum fyrir mjög ríkir af hafsentum. Það eru tveir vinstri fótar hafsentar farnir og þá eru Sveinn Gísli og Róbert Orri eftir. Svo erum við með annan undir 19 ára landsliðsmann sem heitir Davíð Helgi sem er frábær leikmaður. Þannig að við erum ekki að leita að hafsent og treystum þeim sem eru til staðar til að leysa þessar stöður sem þessir frábæru herramenn skildu eftir sig.“ Eftir tímabilið í fyrra missti liðið þá Danijel Dejan Djuric og Ara Sigurpálsson svo það er vert að spyrja Sölva hvort liðið sé þá að leita sér að vængmanni? „Ætlum við að fara yfir allar stöðurnar?“ Segir Sölvi og hlær í leiðinni. „Nei, við kíkjum á þetta en þurfum að meta það hvað kemur út með Aron. Við erum alltaf með augun opin. Það er vissulega erfitt að fá leikmenn hér á Íslandi ásamt því þá þurfa þeir að passa inn hjá okkur, þannig að það er ekki um marga að velja hér á Íslandi en við erum alltaf með augun opin. Fyrst ætlum við að sjá hvað kemur út úr þessu hjá Aroni og leggjumst svo yfir þetta eftir það.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki