Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2025 07:37 Örvar Eggertsson var í aðalhlutverki í Garðabæ í gær en átti mark hans að standa? vísir/Diego Menn voru ekki sammála um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport hvort að mark Örvars Eggertssonar fyrir Stjörnuna gegn FH í gær, í Bestu deildinni, gæti virkilega hafa átt að standa. Umræðuna og mörkin úr leikjum gærkvöldsins má nú sjá á Vísi. Stjarnan vann FH 2-1 í gær en það sem vakti mesta athygli í leiknum var fyrsta markið, sem Örvar skoraði. Fór boltinn allur yfir línuna? Hér að neðan má sjá umræðuna og getur hver dæmt fyrir sig. Neðar í greininni má sjá öll mörkin úr leiknum sem og úr leik Víkings og ÍBV þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var rekinn af velli. Í Stúkunni var mikil umræða um markið hans Örvars. „Það er ómögulegt að sjá þetta frá þessum vinklum. Hann [Mathias Rosenorn, markvörður FH] stendur vissulega með fæturna fyrir innan línuna en það er þetta með hvort boltinn sé allur inni eða ekki. Það þarf að vera óyggjandi frá stöðu aðstoðardómarans úti við hornfánann að hann sjái þetta. Þetta verður umdeilt,“ sagði Ólafur Kristjánsson í Stúkunni og Gummi Ben tók undir að ekki væri hægt að dæma um þetta. Því var Bjarni Guðjónsson ekki sammála: „Boltinn er ekki allur yfir línuna“ „Boltinn er ákveðið breiður þannig að ég ætla að vera ósammála ykkur. Ég held að það sé alveg hægt að skera úr um þetta. Boltinn er ekki allur yfir línuna. Hann [markvörðurin] þarf þá að vera vel fyrir innan línuna. Að línuvörðurinn taki það upp hjá sér að dæma þetta sem mark…“ sagði Bjarni en Gummi skaut þá inn í: „Hann hlýtur samt að hafa séð boltann fyrir innan.“ „Boltinn er 22 sentímetrar í þvermál. Það er nú slatti,“ bætti Ólafur við. „Svo er allt atið. Allur mannskapurinn þarna fyrir framan. Hvernig í veröldinni sér AD1 boltann fyrir innan?“ spurði Bjarni. „Verðum við ekki samt að trúa að hann hafi séð boltann allan fyrir innan línuna? Ég trúi ekki öðru en að hann hafi séð hann allan fyrir innan og þess vegna tekið ákvörðun. Ekki var hann hræddur við Örvar?“ spurði Gummi áður en Ólafur sagði: „Það er ómögulegt að sjá hvort að boltinn sé inni eða ekki.“ Öll mörkin úr leikjunum í Garðabæ og Víkinni má sjá hér að neðan. Besta deild karla Tengdar fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. 7. apríl 2025 19:48 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Stjarnan vann FH 2-1 í gær en það sem vakti mesta athygli í leiknum var fyrsta markið, sem Örvar skoraði. Fór boltinn allur yfir línuna? Hér að neðan má sjá umræðuna og getur hver dæmt fyrir sig. Neðar í greininni má sjá öll mörkin úr leiknum sem og úr leik Víkings og ÍBV þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var rekinn af velli. Í Stúkunni var mikil umræða um markið hans Örvars. „Það er ómögulegt að sjá þetta frá þessum vinklum. Hann [Mathias Rosenorn, markvörður FH] stendur vissulega með fæturna fyrir innan línuna en það er þetta með hvort boltinn sé allur inni eða ekki. Það þarf að vera óyggjandi frá stöðu aðstoðardómarans úti við hornfánann að hann sjái þetta. Þetta verður umdeilt,“ sagði Ólafur Kristjánsson í Stúkunni og Gummi Ben tók undir að ekki væri hægt að dæma um þetta. Því var Bjarni Guðjónsson ekki sammála: „Boltinn er ekki allur yfir línuna“ „Boltinn er ákveðið breiður þannig að ég ætla að vera ósammála ykkur. Ég held að það sé alveg hægt að skera úr um þetta. Boltinn er ekki allur yfir línuna. Hann [markvörðurin] þarf þá að vera vel fyrir innan línuna. Að línuvörðurinn taki það upp hjá sér að dæma þetta sem mark…“ sagði Bjarni en Gummi skaut þá inn í: „Hann hlýtur samt að hafa séð boltann fyrir innan.“ „Boltinn er 22 sentímetrar í þvermál. Það er nú slatti,“ bætti Ólafur við. „Svo er allt atið. Allur mannskapurinn þarna fyrir framan. Hvernig í veröldinni sér AD1 boltann fyrir innan?“ spurði Bjarni. „Verðum við ekki samt að trúa að hann hafi séð boltann allan fyrir innan línuna? Ég trúi ekki öðru en að hann hafi séð hann allan fyrir innan og þess vegna tekið ákvörðun. Ekki var hann hræddur við Örvar?“ spurði Gummi áður en Ólafur sagði: „Það er ómögulegt að sjá hvort að boltinn sé inni eða ekki.“ Öll mörkin úr leikjunum í Garðabæ og Víkinni má sjá hér að neðan.
Besta deild karla Tengdar fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. 7. apríl 2025 19:48 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Glórulaus tækling Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. 7. apríl 2025 19:48