„Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Árni Gísli Magnússon skrifar 6. apríl 2025 19:44 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. Vísir/Vilhelm KA og KR skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist fara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur en hafði ýmislegt að segja um leikinn. KR skoraði annað mark fyrir lok fyrri hálfleiks en engin mörk komu í þeim seinni og því skiptu liðin stigunum á milli sín. Undirritaður ræddi við Óskar beint eftir leik og fór hann um víðan völl í sinni greiningu á leiknum. „Mér líður bara vel, mér líður alltaf vel. Við fengum færi, við fengum þrjú dauðafæri til að koma okkur í góða stöðu; Jói (Jóhannes Kristinn Bjarnason) tvisvar og Eiður (Gauti Sæbjörnsson) einu sinni en svo auðvitað endum við tveimur færri þannig að ég get ekkert verið annað en sáttur með stigið.“ „Mér finnst það ekki vera einhver ósigur að fara með eitt stig frá Akureyri, ég sagði það fyrir leikinn og segi það aftur að einhverjir voru búnir að spá KA norður og niður en KA liðið er öflugt, það er rútínerað og massívt lið þannig að því leytinu til fer ég bara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur.“ Lítur á leikinn sem lærdóm Óskar hélt áfram og talaði um að frammistaðan hefði mátt vera betri en dregur mikinn lærdóm af leiknum. „Frammistaðan okkar var ekki á þeim stað sem við vildum að hún væri, mér fannst vera hrollur í mönnum, mér fannst við vera taugatrekktir og þegar hitastigið í leiknum eða stemningin, hún verður pínu öfgafull og mikil læti þá fannst mér við aðeins láta stjórnast af henni og vorum að flýta okkur og mikið en mér fannst það snarlagast í seinni hálfleik og ég lít bara á þennan leik sem frábæra lærdóm.“ „Við lærum að vera einum færri og tveimur færri og hvernig við bregðumst við því, ég reyndar á eftir að horfa á leikinn aftur en ég furða mig á því hvernig línan var í leiknum, hvernig við gátum endað tveimur færri á meðan mér fannst KA mennirnir komast upp með heldur meira en við. Að því sögðu þá fer ég sáttur með stigið en hins vegar veit ég að það er rosalega margt sem við getum bætt okkur í, enda eru 26 leikir eftir þannig að ég er ekkert sérstaklega stressaður yfir því en vel meðvitaður um það að við eigum að geta spilað betur. „Ég held að þessi leikur hafi verið skemmtilegur, hann var fram og til baka og við gerðum okkar besta til að reyna skora fleiri mörk og reyna vinna leikinn. Sáttur með stigið, frammistaðan hefði mátt vera betri en ég hef skilning á því, það eru taugar og það er stress og það er svona margt sem spilar inn í, við erum að fá marga leikmenn til baka sem eru kannski ekki alveg í sínu besta formi og þegar menn eru ekki í sínu besta formi þá hafa þeir tilhneigingu til að flækja hlutina en ekki einfalda þá, þannig það eru margar ástæður. Við tökum þetta bara með okkur í Vals leikinn sem er næstur.“ Jóhann verði að lifa með þessari ákvörðun Aron Sigurðarson fékk að líta beint rautt spjald eftir viðskipti við Andra Fannar Stefánsson undir lok venjulegs leiktíma og Hjalti Sigurðsson fékk sitt seinna spjald í uppbótartíma og þar með rautt. Óskar vildi ekki tjá sig um hvort ákvarðanirnar hafi verið réttmætar að hans mati en hafði þó frá ýmsu að segja. „Nei ég get ekkert sagt að það hafi verið röng ákvörðun að Hjalti hafi fengið annað gula spjaldið sitt fyrir að toga í leikmann, mér fannst menn sem voru á spjaldi eða fengu seint spjald komast upp með meira. Mér fannst línan ekki frábær í þessum leik en það er auðvitað bara eins og það er.“ „Spjaldið hans Arons, ég sé þetta ekki, ég er í snóker, Andri reif í hann og Aron reif í Andra og Andri reif svo aftur í hann og reynir Aron að losa sig og hvort það var viljandi eða ekki. Jóhann tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig.“ „Ég vona svo sannarlega að hann verði það því þetta var stór ákvörðun, risastór ákvörðun, og alls ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli en ég vona bara að þetta hafi verið rétt hjá honum. Ég get ekki svarað þér“, sagði Óskar að endingu. Besta deild karla KR KA Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
KR skoraði annað mark fyrir lok fyrri hálfleiks en engin mörk komu í þeim seinni og því skiptu liðin stigunum á milli sín. Undirritaður ræddi við Óskar beint eftir leik og fór hann um víðan völl í sinni greiningu á leiknum. „Mér líður bara vel, mér líður alltaf vel. Við fengum færi, við fengum þrjú dauðafæri til að koma okkur í góða stöðu; Jói (Jóhannes Kristinn Bjarnason) tvisvar og Eiður (Gauti Sæbjörnsson) einu sinni en svo auðvitað endum við tveimur færri þannig að ég get ekkert verið annað en sáttur með stigið.“ „Mér finnst það ekki vera einhver ósigur að fara með eitt stig frá Akureyri, ég sagði það fyrir leikinn og segi það aftur að einhverjir voru búnir að spá KA norður og niður en KA liðið er öflugt, það er rútínerað og massívt lið þannig að því leytinu til fer ég bara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur.“ Lítur á leikinn sem lærdóm Óskar hélt áfram og talaði um að frammistaðan hefði mátt vera betri en dregur mikinn lærdóm af leiknum. „Frammistaðan okkar var ekki á þeim stað sem við vildum að hún væri, mér fannst vera hrollur í mönnum, mér fannst við vera taugatrekktir og þegar hitastigið í leiknum eða stemningin, hún verður pínu öfgafull og mikil læti þá fannst mér við aðeins láta stjórnast af henni og vorum að flýta okkur og mikið en mér fannst það snarlagast í seinni hálfleik og ég lít bara á þennan leik sem frábæra lærdóm.“ „Við lærum að vera einum færri og tveimur færri og hvernig við bregðumst við því, ég reyndar á eftir að horfa á leikinn aftur en ég furða mig á því hvernig línan var í leiknum, hvernig við gátum endað tveimur færri á meðan mér fannst KA mennirnir komast upp með heldur meira en við. Að því sögðu þá fer ég sáttur með stigið en hins vegar veit ég að það er rosalega margt sem við getum bætt okkur í, enda eru 26 leikir eftir þannig að ég er ekkert sérstaklega stressaður yfir því en vel meðvitaður um það að við eigum að geta spilað betur. „Ég held að þessi leikur hafi verið skemmtilegur, hann var fram og til baka og við gerðum okkar besta til að reyna skora fleiri mörk og reyna vinna leikinn. Sáttur með stigið, frammistaðan hefði mátt vera betri en ég hef skilning á því, það eru taugar og það er stress og það er svona margt sem spilar inn í, við erum að fá marga leikmenn til baka sem eru kannski ekki alveg í sínu besta formi og þegar menn eru ekki í sínu besta formi þá hafa þeir tilhneigingu til að flækja hlutina en ekki einfalda þá, þannig það eru margar ástæður. Við tökum þetta bara með okkur í Vals leikinn sem er næstur.“ Jóhann verði að lifa með þessari ákvörðun Aron Sigurðarson fékk að líta beint rautt spjald eftir viðskipti við Andra Fannar Stefánsson undir lok venjulegs leiktíma og Hjalti Sigurðsson fékk sitt seinna spjald í uppbótartíma og þar með rautt. Óskar vildi ekki tjá sig um hvort ákvarðanirnar hafi verið réttmætar að hans mati en hafði þó frá ýmsu að segja. „Nei ég get ekkert sagt að það hafi verið röng ákvörðun að Hjalti hafi fengið annað gula spjaldið sitt fyrir að toga í leikmann, mér fannst menn sem voru á spjaldi eða fengu seint spjald komast upp með meira. Mér fannst línan ekki frábær í þessum leik en það er auðvitað bara eins og það er.“ „Spjaldið hans Arons, ég sé þetta ekki, ég er í snóker, Andri reif í hann og Aron reif í Andra og Andri reif svo aftur í hann og reynir Aron að losa sig og hvort það var viljandi eða ekki. Jóhann tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig.“ „Ég vona svo sannarlega að hann verði það því þetta var stór ákvörðun, risastór ákvörðun, og alls ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli en ég vona bara að þetta hafi verið rétt hjá honum. Ég get ekki svarað þér“, sagði Óskar að endingu.
Besta deild karla KR KA Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira