„Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Árni Gísli Magnússon skrifar 6. apríl 2025 19:44 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. Vísir/Vilhelm KA og KR skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist fara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur en hafði ýmislegt að segja um leikinn. KR skoraði annað mark fyrir lok fyrri hálfleiks en engin mörk komu í þeim seinni og því skiptu liðin stigunum á milli sín. Undirritaður ræddi við Óskar beint eftir leik og fór hann um víðan völl í sinni greiningu á leiknum. „Mér líður bara vel, mér líður alltaf vel. Við fengum færi, við fengum þrjú dauðafæri til að koma okkur í góða stöðu; Jói (Jóhannes Kristinn Bjarnason) tvisvar og Eiður (Gauti Sæbjörnsson) einu sinni en svo auðvitað endum við tveimur færri þannig að ég get ekkert verið annað en sáttur með stigið.“ „Mér finnst það ekki vera einhver ósigur að fara með eitt stig frá Akureyri, ég sagði það fyrir leikinn og segi það aftur að einhverjir voru búnir að spá KA norður og niður en KA liðið er öflugt, það er rútínerað og massívt lið þannig að því leytinu til fer ég bara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur.“ Lítur á leikinn sem lærdóm Óskar hélt áfram og talaði um að frammistaðan hefði mátt vera betri en dregur mikinn lærdóm af leiknum. „Frammistaðan okkar var ekki á þeim stað sem við vildum að hún væri, mér fannst vera hrollur í mönnum, mér fannst við vera taugatrekktir og þegar hitastigið í leiknum eða stemningin, hún verður pínu öfgafull og mikil læti þá fannst mér við aðeins láta stjórnast af henni og vorum að flýta okkur og mikið en mér fannst það snarlagast í seinni hálfleik og ég lít bara á þennan leik sem frábæra lærdóm.“ „Við lærum að vera einum færri og tveimur færri og hvernig við bregðumst við því, ég reyndar á eftir að horfa á leikinn aftur en ég furða mig á því hvernig línan var í leiknum, hvernig við gátum endað tveimur færri á meðan mér fannst KA mennirnir komast upp með heldur meira en við. Að því sögðu þá fer ég sáttur með stigið en hins vegar veit ég að það er rosalega margt sem við getum bætt okkur í, enda eru 26 leikir eftir þannig að ég er ekkert sérstaklega stressaður yfir því en vel meðvitaður um það að við eigum að geta spilað betur. „Ég held að þessi leikur hafi verið skemmtilegur, hann var fram og til baka og við gerðum okkar besta til að reyna skora fleiri mörk og reyna vinna leikinn. Sáttur með stigið, frammistaðan hefði mátt vera betri en ég hef skilning á því, það eru taugar og það er stress og það er svona margt sem spilar inn í, við erum að fá marga leikmenn til baka sem eru kannski ekki alveg í sínu besta formi og þegar menn eru ekki í sínu besta formi þá hafa þeir tilhneigingu til að flækja hlutina en ekki einfalda þá, þannig það eru margar ástæður. Við tökum þetta bara með okkur í Vals leikinn sem er næstur.“ Jóhann verði að lifa með þessari ákvörðun Aron Sigurðarson fékk að líta beint rautt spjald eftir viðskipti við Andra Fannar Stefánsson undir lok venjulegs leiktíma og Hjalti Sigurðsson fékk sitt seinna spjald í uppbótartíma og þar með rautt. Óskar vildi ekki tjá sig um hvort ákvarðanirnar hafi verið réttmætar að hans mati en hafði þó frá ýmsu að segja. „Nei ég get ekkert sagt að það hafi verið röng ákvörðun að Hjalti hafi fengið annað gula spjaldið sitt fyrir að toga í leikmann, mér fannst menn sem voru á spjaldi eða fengu seint spjald komast upp með meira. Mér fannst línan ekki frábær í þessum leik en það er auðvitað bara eins og það er.“ „Spjaldið hans Arons, ég sé þetta ekki, ég er í snóker, Andri reif í hann og Aron reif í Andra og Andri reif svo aftur í hann og reynir Aron að losa sig og hvort það var viljandi eða ekki. Jóhann tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig.“ „Ég vona svo sannarlega að hann verði það því þetta var stór ákvörðun, risastór ákvörðun, og alls ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli en ég vona bara að þetta hafi verið rétt hjá honum. Ég get ekki svarað þér“, sagði Óskar að endingu. Besta deild karla KR KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
KR skoraði annað mark fyrir lok fyrri hálfleiks en engin mörk komu í þeim seinni og því skiptu liðin stigunum á milli sín. Undirritaður ræddi við Óskar beint eftir leik og fór hann um víðan völl í sinni greiningu á leiknum. „Mér líður bara vel, mér líður alltaf vel. Við fengum færi, við fengum þrjú dauðafæri til að koma okkur í góða stöðu; Jói (Jóhannes Kristinn Bjarnason) tvisvar og Eiður (Gauti Sæbjörnsson) einu sinni en svo auðvitað endum við tveimur færri þannig að ég get ekkert verið annað en sáttur með stigið.“ „Mér finnst það ekki vera einhver ósigur að fara með eitt stig frá Akureyri, ég sagði það fyrir leikinn og segi það aftur að einhverjir voru búnir að spá KA norður og niður en KA liðið er öflugt, það er rútínerað og massívt lið þannig að því leytinu til fer ég bara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur.“ Lítur á leikinn sem lærdóm Óskar hélt áfram og talaði um að frammistaðan hefði mátt vera betri en dregur mikinn lærdóm af leiknum. „Frammistaðan okkar var ekki á þeim stað sem við vildum að hún væri, mér fannst vera hrollur í mönnum, mér fannst við vera taugatrekktir og þegar hitastigið í leiknum eða stemningin, hún verður pínu öfgafull og mikil læti þá fannst mér við aðeins láta stjórnast af henni og vorum að flýta okkur og mikið en mér fannst það snarlagast í seinni hálfleik og ég lít bara á þennan leik sem frábæra lærdóm.“ „Við lærum að vera einum færri og tveimur færri og hvernig við bregðumst við því, ég reyndar á eftir að horfa á leikinn aftur en ég furða mig á því hvernig línan var í leiknum, hvernig við gátum endað tveimur færri á meðan mér fannst KA mennirnir komast upp með heldur meira en við. Að því sögðu þá fer ég sáttur með stigið en hins vegar veit ég að það er rosalega margt sem við getum bætt okkur í, enda eru 26 leikir eftir þannig að ég er ekkert sérstaklega stressaður yfir því en vel meðvitaður um það að við eigum að geta spilað betur. „Ég held að þessi leikur hafi verið skemmtilegur, hann var fram og til baka og við gerðum okkar besta til að reyna skora fleiri mörk og reyna vinna leikinn. Sáttur með stigið, frammistaðan hefði mátt vera betri en ég hef skilning á því, það eru taugar og það er stress og það er svona margt sem spilar inn í, við erum að fá marga leikmenn til baka sem eru kannski ekki alveg í sínu besta formi og þegar menn eru ekki í sínu besta formi þá hafa þeir tilhneigingu til að flækja hlutina en ekki einfalda þá, þannig það eru margar ástæður. Við tökum þetta bara með okkur í Vals leikinn sem er næstur.“ Jóhann verði að lifa með þessari ákvörðun Aron Sigurðarson fékk að líta beint rautt spjald eftir viðskipti við Andra Fannar Stefánsson undir lok venjulegs leiktíma og Hjalti Sigurðsson fékk sitt seinna spjald í uppbótartíma og þar með rautt. Óskar vildi ekki tjá sig um hvort ákvarðanirnar hafi verið réttmætar að hans mati en hafði þó frá ýmsu að segja. „Nei ég get ekkert sagt að það hafi verið röng ákvörðun að Hjalti hafi fengið annað gula spjaldið sitt fyrir að toga í leikmann, mér fannst menn sem voru á spjaldi eða fengu seint spjald komast upp með meira. Mér fannst línan ekki frábær í þessum leik en það er auðvitað bara eins og það er.“ „Spjaldið hans Arons, ég sé þetta ekki, ég er í snóker, Andri reif í hann og Aron reif í Andra og Andri reif svo aftur í hann og reynir Aron að losa sig og hvort það var viljandi eða ekki. Jóhann tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig.“ „Ég vona svo sannarlega að hann verði það því þetta var stór ákvörðun, risastór ákvörðun, og alls ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli en ég vona bara að þetta hafi verið rétt hjá honum. Ég get ekki svarað þér“, sagði Óskar að endingu.
Besta deild karla KR KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira