Þær hefja leik þann 15. apríl næstkomandi og næstu daga mun Besta deildin senda frá sér kynningarefni fyrir Bestu deild kvenna.
Vísir frumsýnir fyrstu stikluna en þar má sjá nýjan „ráðgjafa“ Bestu deildar kvenna, Önnu Svövu Knútsdóttir, kynna nýjar áherslur deildarinnar fyrir nýliðunum í FHL.
Ekki er hægt að segja að Anna bindi bagga sína sömu hnútum og samferðarmenn sínir. Aðferðir hennar við auka veg Bestu deildar kvenna kunna eflaust að hljóma undarlega fyrir einhverjum.