Þórður Steinar: Menn eiga hiklaust að fara til Færeyja Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2015 09:30 Þórður Steinar Hreiðarsson. mynd/skjáskot „Við erum vel gíraðir, búnir að æfa stíft og mikið og erum klárir,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson, miðvörður Vals, um komandi tímabili í Pepsi-deildnini við Vísi. Valur, sem varð Reykjavíkurmeistari, féll úr leik í átta liða úrslitum Lengjubikarsins þegar liðið tapaði, 5-1, fyrir Breiðabliki. Valsliðið hefur, fyrir utan þann leik, spilað ágætlega á undirbúningstímabilinu. Það skoraði mest í sínum riðli í Lengjubikarnum og fékk á sig fæst. „Mestmegnis höfum við verið ánægðir en auðvitað hafa einn eða tveir leikir ekki gengið upp,“ segir Þórður Steinar. „Við förum þannig séð vel í gegnum riðlakeppnina en leikurinn á móti Blikum henti öllu á hvolf. Vegna hans getum við ekki verið jafnsáttir og við vorum og þurfum að halda áfram að fínpússa ákveðna hluti.“ „Pabbi vildi nú meina að við værum ekki að spila í þeim eins og við höfum verið að gera. Mér finnst við vera á skemmtiskokki þegar ég horfi á leikinn aftur. Þetta var ljótur skellur en það verður bara að halda áfram,“ segir Þórður Steinar.Ánægðastur með liðsheildina Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í viðtali á dögunum að Valur væri ekki með nógu gott lið til að berjast um Evrópusæti. Þórður tekur í raun undir það og kippir sér ekkert upp við að Fréttablaðið og Vísir spáir Val sjötta sætinu. „Það er í raun og veru ekki hægt að gera neinar stærri kröfur. Við erum með lið eins og FH, KR, Stjörnuna og Breiðablik sem eru búin að bæta öll svakalega við sig. Ég er smá smeykur við þá en hlakka til að mæta þeim,“ segir Þórður, en hvað er hann ánægðastur með hjá liðinu? „Ég er mjög ánægður með liðsheildina og hvernig menn snúa bökum saman og þjappa sér saman þegar svona hlutir eins og gegn Blikum koma fyrir. Það er ekki farið í rifrildi eða leiðindi heldur setjumst við niður og ræðum málin. Við segjum hvað okkur finnst hafa farið úrskeiðis og svo er reynt að laga það á næstu æfingu,“ segir Þórður Steinar.Ævintýri í Færeyjum Þórður Steinar spilaði eitt sumar í Færeyjum með HB í Þórshöfn þegar Kristján Guðmundsson þjálfaði liðið. Hann fylgist enn með gangi mála þar. „Ég fylgist með því á netinu, en ég hef ekki verið nógu duglegur að hringja og horfa. Þetta er svolítið mikið breytt lið og flestir af mínum félögum farnir,“ segir Þórður. „Þetta var frekar furðulegur hópur þegar ég var þarna. Það var einhver smiður sem hafði búið í Danmörku og svo hætti hann þegar hann komst í landsliðið. Hann var bara í einhverju djóki.“ Hann mælir með að allir leikmenn sem vantar meiri spiltíma fari til Færeyjar. „Þetta var ævintýri og ég mæli með að menn geri þetta hiklaust ef þeir eru að leita sér að spiltíma. Alveg hiklaust að fara til Færeyja,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Sjá meira
„Við erum vel gíraðir, búnir að æfa stíft og mikið og erum klárir,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson, miðvörður Vals, um komandi tímabili í Pepsi-deildnini við Vísi. Valur, sem varð Reykjavíkurmeistari, féll úr leik í átta liða úrslitum Lengjubikarsins þegar liðið tapaði, 5-1, fyrir Breiðabliki. Valsliðið hefur, fyrir utan þann leik, spilað ágætlega á undirbúningstímabilinu. Það skoraði mest í sínum riðli í Lengjubikarnum og fékk á sig fæst. „Mestmegnis höfum við verið ánægðir en auðvitað hafa einn eða tveir leikir ekki gengið upp,“ segir Þórður Steinar. „Við förum þannig séð vel í gegnum riðlakeppnina en leikurinn á móti Blikum henti öllu á hvolf. Vegna hans getum við ekki verið jafnsáttir og við vorum og þurfum að halda áfram að fínpússa ákveðna hluti.“ „Pabbi vildi nú meina að við værum ekki að spila í þeim eins og við höfum verið að gera. Mér finnst við vera á skemmtiskokki þegar ég horfi á leikinn aftur. Þetta var ljótur skellur en það verður bara að halda áfram,“ segir Þórður Steinar.Ánægðastur með liðsheildina Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í viðtali á dögunum að Valur væri ekki með nógu gott lið til að berjast um Evrópusæti. Þórður tekur í raun undir það og kippir sér ekkert upp við að Fréttablaðið og Vísir spáir Val sjötta sætinu. „Það er í raun og veru ekki hægt að gera neinar stærri kröfur. Við erum með lið eins og FH, KR, Stjörnuna og Breiðablik sem eru búin að bæta öll svakalega við sig. Ég er smá smeykur við þá en hlakka til að mæta þeim,“ segir Þórður, en hvað er hann ánægðastur með hjá liðinu? „Ég er mjög ánægður með liðsheildina og hvernig menn snúa bökum saman og þjappa sér saman þegar svona hlutir eins og gegn Blikum koma fyrir. Það er ekki farið í rifrildi eða leiðindi heldur setjumst við niður og ræðum málin. Við segjum hvað okkur finnst hafa farið úrskeiðis og svo er reynt að laga það á næstu æfingu,“ segir Þórður Steinar.Ævintýri í Færeyjum Þórður Steinar spilaði eitt sumar í Færeyjum með HB í Þórshöfn þegar Kristján Guðmundsson þjálfaði liðið. Hann fylgist enn með gangi mála þar. „Ég fylgist með því á netinu, en ég hef ekki verið nógu duglegur að hringja og horfa. Þetta er svolítið mikið breytt lið og flestir af mínum félögum farnir,“ segir Þórður. „Þetta var frekar furðulegur hópur þegar ég var þarna. Það var einhver smiður sem hafði búið í Danmörku og svo hætti hann þegar hann komst í landsliðið. Hann var bara í einhverju djóki.“ Hann mælir með að allir leikmenn sem vantar meiri spiltíma fari til Færeyjar. „Þetta var ævintýri og ég mæli með að menn geri þetta hiklaust ef þeir eru að leita sér að spiltíma. Alveg hiklaust að fara til Færeyja,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast