Pepsi-deildarlið KR gerði 1-1 jafntefli við 1. deildarlið Selfoss í kvöld í síðasta leik liðanna í A-riðli Lengjubikars karla í fótbolta.
Leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður á gervigrasi þeirra Selfyssinga enda snjóaði mikið í dag og völlurinn var því orðinn fullur af snjó.
Svavar Berg Jóhannsson skoraði jöfnunarmark Selfyssinga á 52. mínútu eftir að Gary John Martin hafði komið KR í 1-0 á 37. mínútu.
Gary Martin skoraði þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum KR-inga í Lengjubikarnum.
KR vann 3 af 7 leikjum sínum og gerði 2 jafntefli. Liðið er í 3. sæti riðilsins en bæði Fjölnir og KA geta komist upp fyrir Vesturbæinga með sigri í lokaleikjum sínum.
Selfoss fékk 8 stig í riðlinum eða þremur stigum minna en KR.
KR-ingar náðu bara jafntefli í snjónum á Selfossi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
