Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2015 11:30 Mynd/Dalkurd.se Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn sænska C-deildarliðið Dalkurd FF eru í áfalli eftir að hafa breytt ferðaáætlunum sínum skömmu fyrir flug Germanwings frá Barcelona til Düsseldorf í gær. Umrædd flugvél fórst í frönsku Ölpunum í gær eins og ítarlega hefur verið fjallað um. 140 manns voru um borð í vélinni og fórust allir. „Við áttum upphaflega að vera í þessu flugi. Við innrituðum okkur með öllum þessum farþegum. Það er súrrealískt,“ sagði Adil Kizil, einn forráðamanna félagsins, í samtali við Aftonbladet. „Þegar við komum á flugvöllinn í Barcelona voru fjögur flug [Germanwings] á leið frá Barcelona á sama tíma - öll á leið norður yfir Alpana.“ Ákveðið var að breyta ferðatilhögun hópsins þar sem biðtíminn í Düsseldorf þótti of langur. Var honum skipt á hinar þrjár vélarnar og komust allir heilir á höldnu heim til Svíþjóðar. „Fjögur flug og við vorum með leikmenn í þremur þeirra. Við skulum bara segja að við höfðum heppnina með okkur,“ sagði Kizil og bætti við að leikmennirnir væru allir í sjokki og að hugur þeirra væri hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið. „Allt þetta fólk sem var í fluginu sem fórst var í innrituninni og þar sem við vorum öll að fara með sama flugfélaginu fórum við öll að sömu hliðunum,“ bætti hann við. Dalkurd er frá Borlänge í Svíþjóð og var stofnað árið 2004 af kúrdískum innflytjendum.Vi sänder våra djupaste kondoleanser till alla de drabbade av dagens hemska tragedi i Frankrike. Må ni vila i frid. #4U9525— Dalkurd FF (@DalkurdFF) March 24, 2015 Fótbolti Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Sjá meira
Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn sænska C-deildarliðið Dalkurd FF eru í áfalli eftir að hafa breytt ferðaáætlunum sínum skömmu fyrir flug Germanwings frá Barcelona til Düsseldorf í gær. Umrædd flugvél fórst í frönsku Ölpunum í gær eins og ítarlega hefur verið fjallað um. 140 manns voru um borð í vélinni og fórust allir. „Við áttum upphaflega að vera í þessu flugi. Við innrituðum okkur með öllum þessum farþegum. Það er súrrealískt,“ sagði Adil Kizil, einn forráðamanna félagsins, í samtali við Aftonbladet. „Þegar við komum á flugvöllinn í Barcelona voru fjögur flug [Germanwings] á leið frá Barcelona á sama tíma - öll á leið norður yfir Alpana.“ Ákveðið var að breyta ferðatilhögun hópsins þar sem biðtíminn í Düsseldorf þótti of langur. Var honum skipt á hinar þrjár vélarnar og komust allir heilir á höldnu heim til Svíþjóðar. „Fjögur flug og við vorum með leikmenn í þremur þeirra. Við skulum bara segja að við höfðum heppnina með okkur,“ sagði Kizil og bætti við að leikmennirnir væru allir í sjokki og að hugur þeirra væri hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið. „Allt þetta fólk sem var í fluginu sem fórst var í innrituninni og þar sem við vorum öll að fara með sama flugfélaginu fórum við öll að sömu hliðunum,“ bætti hann við. Dalkurd er frá Borlänge í Svíþjóð og var stofnað árið 2004 af kúrdískum innflytjendum.Vi sänder våra djupaste kondoleanser till alla de drabbade av dagens hemska tragedi i Frankrike. Må ni vila i frid. #4U9525— Dalkurd FF (@DalkurdFF) March 24, 2015
Fótbolti Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Sjá meira