Fótbolti

Níu breytingar fyrir leikinn gegn heimsmeisturunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Elísa Viðarsdóttir byrjar.
Elísa Viðarsdóttir byrjar. vísir/stefán
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, gerir níu breytingar á byrjunarliðinu sem mætir heimsmeisturum Japans í leiknum um 9. sætið á Algarve-mótinu í dag klukkan 12.15.

Hallbera Gísladóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru einu halda sætum sínum frá leiknum gegn Bandaríkjunum á mánudagskvöldið.

Margrét Lára Viðarsdóttir er ein af þeim níu sem kemur inn í liðið en Guðmunda Brynja Óladóttir byrjar leikinn sem og systir Margrétar, Elísa Viðarsdóttir.

Guðrún Arnardóttir, varnarmaður úr Breiðabliki, spilar sinn fyrsta landsleik í dag og byrjar á heimsmeisturum Japan. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland og Japan mætast.

Byrjunarlið Íslands gegn Japan: Sandra Sigurðardóttir - Elísa Viðarsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir - Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir - Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×