Börn lántaka ekki elt heldur börn ábyrgðarmanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. mars 2015 11:24 Árni Páll Árnason segir LÍN ganga harðar fram gagnvart þriðja manns ábyrgðum en bankar. Illugi segir að stefnan sé sú sem síðasta ríkisstjórn markaði. Vísir/Daníel/EÓL/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir það andstætt markmiðum laga sem sett voru um ábyrgðarmenn þegar Lánasjóður íslenskra námsmanna gengur á eftir erfingjum ábyrgðarmanna á lánum frá sjóðnum. Tilefni fyrirspurnarinnar er frétt Vísis frá því í gær þar sem greint var frá því að sjóðurinn væri nú að senda átta þúsund manns bréf til að upplýsa það um að það hafi erft ábyrgðir á námslánum.Ganga ekki á eftir börnum lántaka „Það er sem sagt ný aðferðafræði lánasjóðsins að krefja erfingja ábyrgðarmanna á greiðslu námslána sem ekki innheimtast. Þetta hefur ekki verið gert áður. Þetta er ný stefna hjá sjóðnum,“ sagði Árni Páll í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi og beindi orðum sínum til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.Sjá einnig: LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum „Þessi nýja stefna lánasjóðsins hefur þau stórfurðulegu áhrif að ef að lántakandi sjálfur deyr eru börn hans, sem hafa notið menntunar hans í uppeldi og framfærslu, laus allra mála en börn og barnabörn og barnabarnabörn ábyrgðarmanna úti í bæ eru hundelt út fyrir gröf og dauða,“ sagði Árni Páll.Ekki ný stefna Ráðherrann var ekki sammála því að um nýja stefnu hefði verið að ræða og sagði þá fullyrðingu Árna Páls umdeilanlega. „Frá því árið 2012 hefur verið gengið eftir þessum ábyrgðum,“ sagði Illugi og bætti við: „Það er rangt sem hér hefur verið sagt að um stefnubreytingu sé að ræða.“ Illugi benti einnig á að ekki hafi verið að innheimta lán hjá ábyrgðarmönnunum. „Þetta voru upplýsingabréf, ekki innheimtubréf. Það var verið að upplýsa fólk um þær ábyrgðir sem þar láu undir,“ sagði ráðherrann.Sjá einnig: Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Samkvæmt upplýsingum frá Lín er nú verið að senda bréf vegna 5.400 lána en um átta þúsund einstaklingar eru í ábyrgðum fyrir þessi lán. Í mörgum er fólk ekki upplýst um að það sé ábyrgt fyrir lánum. Lán þar sem ábyrgðarmenn hafa erft skuldbindingar sínar nema átján milljörðum króna en heildarútlán sjóðsins er 240 milljarðar króna.Vill yfirlýsingu frá ráðherra „Að það skuli vera menntamálaráðherra landsins og það skuli vera ríkisstjórnin sem að núna gangi á undan og láti opinberar stofnanir ganga framar og harðar fram en bankar voga sér að gera gagnvart þriðja manns ábyrgðum er hrikalegt að heyra,“ sagði Árni Páll eftir að Illugi hafði svarað fyrirspurninni. Árni sagði að Illugi væri maður af meiru ef hann kæmi fram með yfirlýsingu um að hann vildi virða lög um ábyrgðarmenn frá árinu 2009. „Þetta er það fyrirkomulag sem varð til í tíð síðustu ríkisstjórn sem hann sat í,“ svaraði þá Illugi. „Það voru send út upplýsingabréf í þessari viku en sú aðferðafræði sem að háttvirtur þingmaður er hér að tala um er á ábyrgð síðustu ríkisstjórnar.“ Alþingi Tengdar fréttir LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Fjöldi bréfa til fólks sem erft hefur ábyrgðir á námslánum eru farin eða eru á leið í póst. 4. mars 2015 16:16 Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir það andstætt markmiðum laga sem sett voru um ábyrgðarmenn þegar Lánasjóður íslenskra námsmanna gengur á eftir erfingjum ábyrgðarmanna á lánum frá sjóðnum. Tilefni fyrirspurnarinnar er frétt Vísis frá því í gær þar sem greint var frá því að sjóðurinn væri nú að senda átta þúsund manns bréf til að upplýsa það um að það hafi erft ábyrgðir á námslánum.Ganga ekki á eftir börnum lántaka „Það er sem sagt ný aðferðafræði lánasjóðsins að krefja erfingja ábyrgðarmanna á greiðslu námslána sem ekki innheimtast. Þetta hefur ekki verið gert áður. Þetta er ný stefna hjá sjóðnum,“ sagði Árni Páll í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi og beindi orðum sínum til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.Sjá einnig: LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum „Þessi nýja stefna lánasjóðsins hefur þau stórfurðulegu áhrif að ef að lántakandi sjálfur deyr eru börn hans, sem hafa notið menntunar hans í uppeldi og framfærslu, laus allra mála en börn og barnabörn og barnabarnabörn ábyrgðarmanna úti í bæ eru hundelt út fyrir gröf og dauða,“ sagði Árni Páll.Ekki ný stefna Ráðherrann var ekki sammála því að um nýja stefnu hefði verið að ræða og sagði þá fullyrðingu Árna Páls umdeilanlega. „Frá því árið 2012 hefur verið gengið eftir þessum ábyrgðum,“ sagði Illugi og bætti við: „Það er rangt sem hér hefur verið sagt að um stefnubreytingu sé að ræða.“ Illugi benti einnig á að ekki hafi verið að innheimta lán hjá ábyrgðarmönnunum. „Þetta voru upplýsingabréf, ekki innheimtubréf. Það var verið að upplýsa fólk um þær ábyrgðir sem þar láu undir,“ sagði ráðherrann.Sjá einnig: Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Samkvæmt upplýsingum frá Lín er nú verið að senda bréf vegna 5.400 lána en um átta þúsund einstaklingar eru í ábyrgðum fyrir þessi lán. Í mörgum er fólk ekki upplýst um að það sé ábyrgt fyrir lánum. Lán þar sem ábyrgðarmenn hafa erft skuldbindingar sínar nema átján milljörðum króna en heildarútlán sjóðsins er 240 milljarðar króna.Vill yfirlýsingu frá ráðherra „Að það skuli vera menntamálaráðherra landsins og það skuli vera ríkisstjórnin sem að núna gangi á undan og láti opinberar stofnanir ganga framar og harðar fram en bankar voga sér að gera gagnvart þriðja manns ábyrgðum er hrikalegt að heyra,“ sagði Árni Páll eftir að Illugi hafði svarað fyrirspurninni. Árni sagði að Illugi væri maður af meiru ef hann kæmi fram með yfirlýsingu um að hann vildi virða lög um ábyrgðarmenn frá árinu 2009. „Þetta er það fyrirkomulag sem varð til í tíð síðustu ríkisstjórn sem hann sat í,“ svaraði þá Illugi. „Það voru send út upplýsingabréf í þessari viku en sú aðferðafræði sem að háttvirtur þingmaður er hér að tala um er á ábyrgð síðustu ríkisstjórnar.“
Alþingi Tengdar fréttir LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Fjöldi bréfa til fólks sem erft hefur ábyrgðir á námslánum eru farin eða eru á leið í póst. 4. mars 2015 16:16 Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Fjöldi bréfa til fólks sem erft hefur ábyrgðir á námslánum eru farin eða eru á leið í póst. 4. mars 2015 16:16
Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20