Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2025 20:02 Tryggvi Helgason er barnalæknir við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Vísir/Bjarni Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aðstoðar fjölskyldur barna með offitu með þverfaglegum leiðum. Sem stendur eru sjötíu börn á biðlista en á dögunum tryggði heilbrigðisráðherra Heilsuskólanum aukalega þrjátíu og sex milljónir til að stytta biðlistann. Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskólanum fagnar stuðningnum ákaft. „Heilsuskólinn var kominn í þá stöðu að það voru allt of margir sem biðu eftir meðferð og það var orðinn fimmtán mánaða bið sem núna er búið að stytta niður í tíu mánuði.“ Tryggvi segir algengi offitu hjá börnum hafa aukist ár frá ári og jafnframt að hún sé meiri en á hinum Norðurlöndunum. „Við erum nær Bretum, Bandaríkjunum og Suður-Evrópu heldur en Norður-Evrópu og Norðurlöndunum. Það hefur verið nokkuð stöðugt, um það bil fimm prósent barna með offitu en undanfarin sex ár hefur þetta aukist upp í sjö og hálft prósent barna þannig að fjöldinn er um það bil fimm þúsund sem er með offitu, myndi maður áætla,“ segir Tryggvi. Um það bil fimmtíu börn í Heilsuskólanum nota þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic. „Lyfið hefur hjálpað mörgum sem hefur ekki tekist með öðrum hætti að snúa þróuninni við, það eru börnin sem við höfum notað lyfin á. Stundum eru þau notuð til stuðnings ef komnir eru alvarlegir fylgisjúkdómar, en í flestum tilvikum reynum við annað fyrst og svo eru lyfin viðbótarmöguleiki.“ Tryggvi segir fjöldann allan af mýtum um offitu og of mikið um einfaldanir. Það sem virki fyrir einn þurfi alls ekki að virka fyrir annan. Orsakir offitu séu fjölmargar og lausnir til að vinna á offitu séu það líka. „Það er seddustjórnunarkerfi líkamans sem sér um að við borðum passlega, þau geta verið biluð hjá sumum og öðrum ekki. Þetta er ekkert í almannaþekkingu og þá verða til mýtur.“ Tryggvi segir íslenskt samfélag þurfa á stórtækum breytingum að halda til að snúa þróuninni við. „Það eru komnir snjallsímar, tölvur og það eru komnar lausnir sem einfalda okkur lífið og auka kyrrsetuna. Það er grunnatriðið sem er búið að breytast. Við erum farin að borða meira af iðnaðarmat, framleiddum mat og svo framvegis. En svo eru hlutir eins og að það er of lítill svefn, það er of lítil samvera með fjölskyldu og líka stórfjölskyldu og svo framvegis.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Meira en milljarður manna þjáist af offitu Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. 1. mars 2024 07:13 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutan Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aðstoðar fjölskyldur barna með offitu með þverfaglegum leiðum. Sem stendur eru sjötíu börn á biðlista en á dögunum tryggði heilbrigðisráðherra Heilsuskólanum aukalega þrjátíu og sex milljónir til að stytta biðlistann. Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskólanum fagnar stuðningnum ákaft. „Heilsuskólinn var kominn í þá stöðu að það voru allt of margir sem biðu eftir meðferð og það var orðinn fimmtán mánaða bið sem núna er búið að stytta niður í tíu mánuði.“ Tryggvi segir algengi offitu hjá börnum hafa aukist ár frá ári og jafnframt að hún sé meiri en á hinum Norðurlöndunum. „Við erum nær Bretum, Bandaríkjunum og Suður-Evrópu heldur en Norður-Evrópu og Norðurlöndunum. Það hefur verið nokkuð stöðugt, um það bil fimm prósent barna með offitu en undanfarin sex ár hefur þetta aukist upp í sjö og hálft prósent barna þannig að fjöldinn er um það bil fimm þúsund sem er með offitu, myndi maður áætla,“ segir Tryggvi. Um það bil fimmtíu börn í Heilsuskólanum nota þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic. „Lyfið hefur hjálpað mörgum sem hefur ekki tekist með öðrum hætti að snúa þróuninni við, það eru börnin sem við höfum notað lyfin á. Stundum eru þau notuð til stuðnings ef komnir eru alvarlegir fylgisjúkdómar, en í flestum tilvikum reynum við annað fyrst og svo eru lyfin viðbótarmöguleiki.“ Tryggvi segir fjöldann allan af mýtum um offitu og of mikið um einfaldanir. Það sem virki fyrir einn þurfi alls ekki að virka fyrir annan. Orsakir offitu séu fjölmargar og lausnir til að vinna á offitu séu það líka. „Það er seddustjórnunarkerfi líkamans sem sér um að við borðum passlega, þau geta verið biluð hjá sumum og öðrum ekki. Þetta er ekkert í almannaþekkingu og þá verða til mýtur.“ Tryggvi segir íslenskt samfélag þurfa á stórtækum breytingum að halda til að snúa þróuninni við. „Það eru komnir snjallsímar, tölvur og það eru komnar lausnir sem einfalda okkur lífið og auka kyrrsetuna. Það er grunnatriðið sem er búið að breytast. Við erum farin að borða meira af iðnaðarmat, framleiddum mat og svo framvegis. En svo eru hlutir eins og að það er of lítill svefn, það er of lítil samvera með fjölskyldu og líka stórfjölskyldu og svo framvegis.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Meira en milljarður manna þjáist af offitu Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. 1. mars 2024 07:13 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutan Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02
Meira en milljarður manna þjáist af offitu Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. 1. mars 2024 07:13