Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Jón Ísak Ragnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 11. mars 2025 17:41 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir teygðu sig yfir í Kópavog í dag, þegar maður var handtekinn eftir eftirför lögreglu. Vísir/Sigurjón Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar frá því skömmu fyrir níu í morgun. Þar segir að skömmu fyrir miðnætti hafi lögreglunni á Suðurlandi borist tilkynning um að óttast væri um karlmann á sjötugsaldri sem hafði yfirgefið heimili sitt í Þorlákshöfn fyrr um kvöldið. Lögregla hafi þegar hafi eftirgrennslan og beindist grunur fljótt að því að um frelsissviptingu að ræða. Maðurinn fannst síðan snemma í gærmorgun utan dyra við göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Hann hafi verið þungt haldinn og látist skömmu eftir komu á slysadeild. „Rannsókn málsins er skammt á veg komin og heldur áfram af fullum þunga. Alls hafa átta einstaklingar verið handteknir í þágu rannsóknarinnar en hún beinist að meintri frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Þrír hafa verið látnir lausir,“ segir lögreglan á Suðurlandi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en einnig komu lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk sérsveitar ríkislögreglustjóra að henni. Áður verið dæmd fyrir ofbeldisbrot Einhverjir þeirra átta hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. Sá yngsti sem var handtekinn er 18 ára gamall en á meðal hinna handteknu er einnig þekktur dæmdur ofbeldismaður á fertugsaldri. Sá var handtekinn að lokinni eftirför lögreglu í Kópavogi síðdegis. Málið er talið tengjast fjárkúgun. Samkvæmt heimildum er hinn látni karlmaður á sjötugsaldri og búsettur í Þorlákshöfn. Hópurinn á að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengið í skrokk á honum. Í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar frá því skömmu fyrir níu í morgun. Þar segir að skömmu fyrir miðnætti hafi lögreglunni á Suðurlandi borist tilkynning um að óttast væri um karlmann á sjötugsaldri sem hafði yfirgefið heimili sitt í Þorlákshöfn fyrr um kvöldið. Lögregla hafi þegar hafi eftirgrennslan og beindist grunur fljótt að því að um frelsissviptingu að ræða. Maðurinn fannst síðan snemma í gærmorgun utan dyra við göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Hann hafi verið þungt haldinn og látist skömmu eftir komu á slysadeild. „Rannsókn málsins er skammt á veg komin og heldur áfram af fullum þunga. Alls hafa átta einstaklingar verið handteknir í þágu rannsóknarinnar en hún beinist að meintri frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Þrír hafa verið látnir lausir,“ segir lögreglan á Suðurlandi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en einnig komu lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk sérsveitar ríkislögreglustjóra að henni. Áður verið dæmd fyrir ofbeldisbrot Einhverjir þeirra átta hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. Sá yngsti sem var handtekinn er 18 ára gamall en á meðal hinna handteknu er einnig þekktur dæmdur ofbeldismaður á fertugsaldri. Sá var handtekinn að lokinni eftirför lögreglu í Kópavogi síðdegis. Málið er talið tengjast fjárkúgun. Samkvæmt heimildum er hinn látni karlmaður á sjötugsaldri og búsettur í Þorlákshöfn. Hópurinn á að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengið í skrokk á honum. Í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.
Lögreglumál Ölfus Kópavogur Reykjavík Manndráp í Gufunesi Tengdar fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 11. mars 2025 15:40 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talinn tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 11. mars 2025 15:40
Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talinn tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01