Innlent

Varð­hald í manndrápsmáli, of­fita barna og ís­lenskir kaf­bátar

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir nokkrum þeirra sem eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á manndrápsmáli. Karlmaður á sjötugsaldri lést í gær eftir að hafa fundist þungt haldinn í Gufunesi og fimm eru í haldi lögreglu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá héraðsdómi þegar sakborningar voru leiddir fyrir dómara og förum yfir málið.

Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Við ræðum við lækni sem segir unnið að því að stytta biðlista en sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í heilsuskóla Barnaspítala hringsins.

Þá verður farið yfir alþjóðamálin; tollastríð og niðurstöður kosninga í Grænlandi. Við skoðum einni sjálfstýrða kafbáta sem eru framleiddir hér á landi og nýttir í sprengjuleit auk þess sem við verðum í beinni frá Laugardalshöll þar sem Íslandsmótið í iðn- og verkgreinum fer fram.

Þá heyrum við í Arnari Gunnlaugssyni sem opinberaði í dag sinn fyrsta landsliðshóp og í Íslandi í dag hittum við mann sem á yfir fimmtíu mótorhjól og ætlar aldrei að hætta safna þeim.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×