Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2015 17:20 Bjartmar Þórðarson. Vísir/Stefán/E.Ól Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk á dögunum bréf frá Lánasjóði íslenskra námsmanna um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir og systkin hans tók. Móðir Bjartmars lést fyrir þrettán árum en lánið er um 25 ára gamalt. „Samkvæmt þessu lítur út fyrir að ég hafi verið ábyrgðarmaður í þrettán ár á láni sem ég vissi ekki að ég væri ábyrgðarmaður fyrir. Eflaust eru lánin fleiri þar sem ég á fleiri systkini,“ segir Bjartmar í samtali við Vísi. Bjartmar telur að verið sé að senda út bréf til fólks í kjölfarið á máli sem að Guðmundur Steingrímsson, systkini hans og móðir töpuðu í byrjun febrúar. „Mér finnst þetta áhugavert í ljósi þessa.“ „Ef að svona ábyrgð á námsláni erfist eru ábyrgðirnar orðnar ofboðslega víðtækar og gífurlega margir komnir í ábyrgð aðra. Það er það sem að mér finnst vera áhugavert við þetta og í rauninni skelfilegt.“ Þetta vekur spurningar um hve margir Íslendingar eru nú ábyrgir fyrir námslánum skyldmenna sinna, án þess að vita af því. „Það eru greinilega ofboðslega margir Íslendingar sem eru ábyrgir fyrir lánum sem að þeir vita ekki um og margir sem eiga eftir að verða ábyrgir fyrir mörgum og miklum lánum,“ segir Bjartmar. Þar að auki segir Bjartmar að ekki liggi fyrir hvaða áhrif þetta hafi á bú sem séu til skipta. „Þegar verið er að skipta búi gerir fólk sé ekki endilega að þetta sé hluti af þeim ábyrgðum og kröfum sem að fylgja.“ Bjartmar segir þörf á meiri umræðu um þessi mál og hvert Íslendingar vilji að þetta stefni.Post by Bjartmar Thordarson. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk á dögunum bréf frá Lánasjóði íslenskra námsmanna um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir og systkin hans tók. Móðir Bjartmars lést fyrir þrettán árum en lánið er um 25 ára gamalt. „Samkvæmt þessu lítur út fyrir að ég hafi verið ábyrgðarmaður í þrettán ár á láni sem ég vissi ekki að ég væri ábyrgðarmaður fyrir. Eflaust eru lánin fleiri þar sem ég á fleiri systkini,“ segir Bjartmar í samtali við Vísi. Bjartmar telur að verið sé að senda út bréf til fólks í kjölfarið á máli sem að Guðmundur Steingrímsson, systkini hans og móðir töpuðu í byrjun febrúar. „Mér finnst þetta áhugavert í ljósi þessa.“ „Ef að svona ábyrgð á námsláni erfist eru ábyrgðirnar orðnar ofboðslega víðtækar og gífurlega margir komnir í ábyrgð aðra. Það er það sem að mér finnst vera áhugavert við þetta og í rauninni skelfilegt.“ Þetta vekur spurningar um hve margir Íslendingar eru nú ábyrgir fyrir námslánum skyldmenna sinna, án þess að vita af því. „Það eru greinilega ofboðslega margir Íslendingar sem eru ábyrgir fyrir lánum sem að þeir vita ekki um og margir sem eiga eftir að verða ábyrgir fyrir mörgum og miklum lánum,“ segir Bjartmar. Þar að auki segir Bjartmar að ekki liggi fyrir hvaða áhrif þetta hafi á bú sem séu til skipta. „Þegar verið er að skipta búi gerir fólk sé ekki endilega að þetta sé hluti af þeim ábyrgðum og kröfum sem að fylgja.“ Bjartmar segir þörf á meiri umræðu um þessi mál og hvert Íslendingar vilji að þetta stefni.Post by Bjartmar Thordarson.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira