Fjallaði um afleiðingar bráðnun jökla á Himalajasvæðinu Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2015 13:57 Samráðsþingið sækja vísindamenn, sérfræðingar og embættismenn frá Indlandi, Kína, Pakistan, Afganistan, Nepal, Bangladess, Mjanmar og Bútan. vísir/gva Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun setningarræðu á samráðsþingi sem haldið er í Bútan um hætturnar sem hraðar loftslagsbreytingar skapa á Himalajasvæðinu og þá lærdóma sem farsæl og vaxandi samvinna ríkja á Norðurslóðum getur fært þjóðunum í þessum heimshluta. Samráðsþingið sækja vísindamenn, sérfræðingar og embættismenn frá Indlandi, Kína, Pakistan, Afganistan, Nepal, Bangladess, Mjanmar og Bútan. Auk þess taka ýmsir sérfræðingar og umhverfissinnar frá Evrópu og Bandaríkjunum þátt í þinginu. Forseti er verndari þess og hefur á undanförnum misserum haft frumkvæði að því ásamt öðrum að þróa þessa samvinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Umræður á þinginu munu m.a. byggjast á niðurstöðum málstofa sem haldnar voru á fyrsta þingi Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, í Reykjavík haustið 2013 og umhverfisráðstefnunni Third Pole Environmental Workshop sem haldin var á Íslandi í boði forseta og Háskóla Íslands árið 2011. Samráðsþingið er haldið í samvinnu við konung Bútans Jigme Khesar Namgyel Wangchuck og ríkisstjórn landsins. Forseti átti í gær fund með forsætisráðherra Bútans, Tshering Tobgay þar sem m.a. var rætt um að þróa frekar samvinnu á Himalajasvæðinu og nýta í því sambandi reynslu ríkjanna á Norðurslóðum. Þá lýsti forsætisráðherrann einnig áhuga á að kanna hvernig reynsla Íslendinga á sviði jarðhita, einkum með tilliti til lághitasvæða, ylræktar og fiskeldis, gæti stutt efnahagslíf og byggðaþróun í Bútan. Þá gæti einnig verið gagnlegt að bera saman reynslu Bútans og Íslands í ferðaþjónustu og hvernig varðveita megi best umhverfi og viðkvæma náttúru þrátt fyrir sívaxandi fjölda erlendra ferðamanna. Forsætisráðherrann lýsti áhuga á því að heimsækja Ísland til að kynna sér þessa þætti nánar. Í setningarræðu sinni fjallaði forseti m.a. um hvernig hin hraða bráðnun jökla á Himalajasvæðinu myndi hafa í för með sér hrikalegar afleiðingar fyrir fjölda þjóða í Asíu, en helstu stórfljót álfunnar eiga upptök sín á Himalajasvæðinu. Áhrifin á vatnsbúskap, landbúnað og orkuframleiðslu geta skipt sköpum fyrir nær tvo milljarða manna, eða hátt í þriðjung mannskyns. Sá vatnsskortur sem kæmi í kjölfar bráðnunar jöklanna gæti og leitt til margvíslegra átaka á svæðinu, t.d. hefur Alþjóðabankinn spáð því að Pakistan sé nærri því að fullnýta vatnslindir sínar og muni innan tíu ára þurfa 30% meira vatn til að fullnægja þörfum íbúanna fyrir landbúnaðarframleiðslu og hagþróun. Einn fremsti jöklafræðingur Himalajasvæðisins, kínverski vísindamaðurinn Yao Tandong, hefur spáð því að með hækkandi hitastigi og samsvarandi loftslagsbreytingum muni um 40% af jöklum á Himalajasvæðinu hafa horfið um miðbik þessarar aldar og um 70% við aldarlok. Afleiðingar slíkrar þróunar yrðu hrikalegar. Margvísleg átök og spenna hafa einkennt samskipti ríkjanna á Himalajasvæðinu á undanförnum áratugum. Því er brýn nauðsyn að efla samvinnu um rannsóknir og gagnaöflun. Í þeim efnum er þróun samstarfs á Norðurslóðum mikilvæg fyrirmynd en samvinna vísindamanna lagði á sínum tíma grundvöll að stofnun Norðurskautsráðsins. Bæði Indland og Kína eiga nú ásamt fleiri þjóðum í Asíu áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og er vaxandi áhugi á þeim lærdómum sem árangur samvinnu á Norðurslóðum getur fært þjóðunum á Himalajasvæðinu. Forseti sótti í gær vinnufund vísindamanna sem nú vinna að undirbúningi skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi, mannlíf og efnahagsþróun þjóðanna á Himalajasvæðinu. Skýrslurnar sem unnar voru í formannstíð Íslands í Norðurskautsráðinu um loftslagsbreytingar og samfélagsþróun á Norðurslóðum eru ásamt öðru vísindasamstarfi á vegum Norðurskautsráðsins á ýmsan hátt fyrirmynd þessa verkefnis sem stýrt er af rannsóknarstofnuninni ICIMOD sem aðsetur hefur í Nepal. Bútan Forseti Íslands Loftslagsmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun setningarræðu á samráðsþingi sem haldið er í Bútan um hætturnar sem hraðar loftslagsbreytingar skapa á Himalajasvæðinu og þá lærdóma sem farsæl og vaxandi samvinna ríkja á Norðurslóðum getur fært þjóðunum í þessum heimshluta. Samráðsþingið sækja vísindamenn, sérfræðingar og embættismenn frá Indlandi, Kína, Pakistan, Afganistan, Nepal, Bangladess, Mjanmar og Bútan. Auk þess taka ýmsir sérfræðingar og umhverfissinnar frá Evrópu og Bandaríkjunum þátt í þinginu. Forseti er verndari þess og hefur á undanförnum misserum haft frumkvæði að því ásamt öðrum að þróa þessa samvinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Umræður á þinginu munu m.a. byggjast á niðurstöðum málstofa sem haldnar voru á fyrsta þingi Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, í Reykjavík haustið 2013 og umhverfisráðstefnunni Third Pole Environmental Workshop sem haldin var á Íslandi í boði forseta og Háskóla Íslands árið 2011. Samráðsþingið er haldið í samvinnu við konung Bútans Jigme Khesar Namgyel Wangchuck og ríkisstjórn landsins. Forseti átti í gær fund með forsætisráðherra Bútans, Tshering Tobgay þar sem m.a. var rætt um að þróa frekar samvinnu á Himalajasvæðinu og nýta í því sambandi reynslu ríkjanna á Norðurslóðum. Þá lýsti forsætisráðherrann einnig áhuga á að kanna hvernig reynsla Íslendinga á sviði jarðhita, einkum með tilliti til lághitasvæða, ylræktar og fiskeldis, gæti stutt efnahagslíf og byggðaþróun í Bútan. Þá gæti einnig verið gagnlegt að bera saman reynslu Bútans og Íslands í ferðaþjónustu og hvernig varðveita megi best umhverfi og viðkvæma náttúru þrátt fyrir sívaxandi fjölda erlendra ferðamanna. Forsætisráðherrann lýsti áhuga á því að heimsækja Ísland til að kynna sér þessa þætti nánar. Í setningarræðu sinni fjallaði forseti m.a. um hvernig hin hraða bráðnun jökla á Himalajasvæðinu myndi hafa í för með sér hrikalegar afleiðingar fyrir fjölda þjóða í Asíu, en helstu stórfljót álfunnar eiga upptök sín á Himalajasvæðinu. Áhrifin á vatnsbúskap, landbúnað og orkuframleiðslu geta skipt sköpum fyrir nær tvo milljarða manna, eða hátt í þriðjung mannskyns. Sá vatnsskortur sem kæmi í kjölfar bráðnunar jöklanna gæti og leitt til margvíslegra átaka á svæðinu, t.d. hefur Alþjóðabankinn spáð því að Pakistan sé nærri því að fullnýta vatnslindir sínar og muni innan tíu ára þurfa 30% meira vatn til að fullnægja þörfum íbúanna fyrir landbúnaðarframleiðslu og hagþróun. Einn fremsti jöklafræðingur Himalajasvæðisins, kínverski vísindamaðurinn Yao Tandong, hefur spáð því að með hækkandi hitastigi og samsvarandi loftslagsbreytingum muni um 40% af jöklum á Himalajasvæðinu hafa horfið um miðbik þessarar aldar og um 70% við aldarlok. Afleiðingar slíkrar þróunar yrðu hrikalegar. Margvísleg átök og spenna hafa einkennt samskipti ríkjanna á Himalajasvæðinu á undanförnum áratugum. Því er brýn nauðsyn að efla samvinnu um rannsóknir og gagnaöflun. Í þeim efnum er þróun samstarfs á Norðurslóðum mikilvæg fyrirmynd en samvinna vísindamanna lagði á sínum tíma grundvöll að stofnun Norðurskautsráðsins. Bæði Indland og Kína eiga nú ásamt fleiri þjóðum í Asíu áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og er vaxandi áhugi á þeim lærdómum sem árangur samvinnu á Norðurslóðum getur fært þjóðunum á Himalajasvæðinu. Forseti sótti í gær vinnufund vísindamanna sem nú vinna að undirbúningi skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi, mannlíf og efnahagsþróun þjóðanna á Himalajasvæðinu. Skýrslurnar sem unnar voru í formannstíð Íslands í Norðurskautsráðinu um loftslagsbreytingar og samfélagsþróun á Norðurslóðum eru ásamt öðru vísindasamstarfi á vegum Norðurskautsráðsins á ýmsan hátt fyrirmynd þessa verkefnis sem stýrt er af rannsóknarstofnuninni ICIMOD sem aðsetur hefur í Nepal.
Bútan Forseti Íslands Loftslagsmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira