Sættir sig ekki við að KSÍ kalli hann ofbeldismann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2015 19:00 Ásgeir Magnús Ólafsson hefur sent formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hann lýsir yfir óánægju sinni með störf og framkomu Sigurðar Óla Þorleifssonar, starfsmanns Knattspyrnusambands Íslands, í hans garð. Ásgeir Magnús fór inn á völlinn eftir úrslitaleik FH og Stjörnunnar 4.október síðastliðinn og kippti línuverðaflagginu úr hendi Sigurðar Óla Þorleifssonar, aðstoðardómara leiksins. Hann segist ekki hafa snert Sigurð Óla. „Það var verið að ljúga upp á mig að ég hafi slegið mann og ég sætti mig ekki við það," segir Ásgeir Magnús Ólafsson í viðtali við Íþróttadeild 365 sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Það viðurkenndi ég strax og sagði það í samtali við dómara leiksins daginn eftir þegar við áttum símtal að ég myndi bæta það ef eitthvert tjón hefði orðið á flagginu. Svo fæ ég fréttir um það eins og ég orða í bréfinu að ég hafi átt að hafa slegið manninn. Það er algjörlega rangt og ég get ekki sætt við mig við þessar lygar," segir Ásgeir Magnús. „Þeir segja annað en ég á símtal sem ég vísa í bréfinu mínu. Það símtal átti ég við línuvörðinn Sigurð Óla og tók það fram í upphafi að ég væri að taka símtalið upp. Þar kom fram í fyrstu eða annarri setningu hjá honum að það gæti hafa verið einhver annar en þar var hann kominn inn í öngstræti með sinn málflutning enda er lygi ekki góður málflutningur. Það þarf hann að horfast í augu við," sagði Ásgeir Magnús. Ásgeir Magnús viðurkennir fúslega að hann hafi farið inn á völlinn í óleyfi. „Bréfið mitt snýst ekki um það. Ég viðurkenni allt sem ég gerði það og ég er ekki stoltur af því að hafa farið inn á völlinn og tekið flaggið. Hugsunin hjá mér var bara svipuð því að taka eldspítur af óvita. Það var ekkert annað en táknrænt. Ég er ekki stoltur af því og hefði að sjálfsögðu ekki átt að gera þetta," sagði Ásgeir Magnús. „Ég er búinn að biðja KSÍ afsökunar og biðja FH-inga afsökunar. Ég ætlaði að biðjast afsökunar í samtalinu við línuvörðinn en samtalið leiddi okkur annað og hann sleit því. Hér með vil ég fyrir framan alla þjóðina biðja hann afsökunar á því að hafa tekið af honum flaggið en án þess að snerta hann. Við vitum það báðir að hann er að ljúga í öllu þessu ferli og fleiri eru að ljúga eins og kemur fram í bréfi mínu," sagði Ásgeir Magnús. „Í atvikalýsingu er ítrekað sagt að ég hafi slegið manninn. Í fyrstu var mér sagt að það hafi verið haft eftir fréttamanni sem er alrangt. Það er vegið að fréttamanni og ákveðnum fjölmiðli sem er mjög slæmt," sagði Ásgeir Magnús. „Þú getur gert mistök en þú átt ekki að komast upp með það að ljúga. Ég sætti mig ekki við að vera kallaðir ofbeldismaður," sagði Ásgeir Magnús. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Ásgeir Magnús Ólafsson hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Ásgeir Magnús Ólafsson hefur sent formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hann lýsir yfir óánægju sinni með störf og framkomu Sigurðar Óla Þorleifssonar, starfsmanns Knattspyrnusambands Íslands, í hans garð. Ásgeir Magnús fór inn á völlinn eftir úrslitaleik FH og Stjörnunnar 4.október síðastliðinn og kippti línuverðaflagginu úr hendi Sigurðar Óla Þorleifssonar, aðstoðardómara leiksins. Hann segist ekki hafa snert Sigurð Óla. „Það var verið að ljúga upp á mig að ég hafi slegið mann og ég sætti mig ekki við það," segir Ásgeir Magnús Ólafsson í viðtali við Íþróttadeild 365 sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Það viðurkenndi ég strax og sagði það í samtali við dómara leiksins daginn eftir þegar við áttum símtal að ég myndi bæta það ef eitthvert tjón hefði orðið á flagginu. Svo fæ ég fréttir um það eins og ég orða í bréfinu að ég hafi átt að hafa slegið manninn. Það er algjörlega rangt og ég get ekki sætt við mig við þessar lygar," segir Ásgeir Magnús. „Þeir segja annað en ég á símtal sem ég vísa í bréfinu mínu. Það símtal átti ég við línuvörðinn Sigurð Óla og tók það fram í upphafi að ég væri að taka símtalið upp. Þar kom fram í fyrstu eða annarri setningu hjá honum að það gæti hafa verið einhver annar en þar var hann kominn inn í öngstræti með sinn málflutning enda er lygi ekki góður málflutningur. Það þarf hann að horfast í augu við," sagði Ásgeir Magnús. Ásgeir Magnús viðurkennir fúslega að hann hafi farið inn á völlinn í óleyfi. „Bréfið mitt snýst ekki um það. Ég viðurkenni allt sem ég gerði það og ég er ekki stoltur af því að hafa farið inn á völlinn og tekið flaggið. Hugsunin hjá mér var bara svipuð því að taka eldspítur af óvita. Það var ekkert annað en táknrænt. Ég er ekki stoltur af því og hefði að sjálfsögðu ekki átt að gera þetta," sagði Ásgeir Magnús. „Ég er búinn að biðja KSÍ afsökunar og biðja FH-inga afsökunar. Ég ætlaði að biðjast afsökunar í samtalinu við línuvörðinn en samtalið leiddi okkur annað og hann sleit því. Hér með vil ég fyrir framan alla þjóðina biðja hann afsökunar á því að hafa tekið af honum flaggið en án þess að snerta hann. Við vitum það báðir að hann er að ljúga í öllu þessu ferli og fleiri eru að ljúga eins og kemur fram í bréfi mínu," sagði Ásgeir Magnús. „Í atvikalýsingu er ítrekað sagt að ég hafi slegið manninn. Í fyrstu var mér sagt að það hafi verið haft eftir fréttamanni sem er alrangt. Það er vegið að fréttamanni og ákveðnum fjölmiðli sem er mjög slæmt," sagði Ásgeir Magnús. „Þú getur gert mistök en þú átt ekki að komast upp með það að ljúga. Ég sætti mig ekki við að vera kallaðir ofbeldismaður," sagði Ásgeir Magnús. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Ásgeir Magnús Ólafsson hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira