Úlfar í trúargæru Hildur Björnsdóttir skrifar 19. janúar 2015 11:36 Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. Áhyggjufull á svip spurði hún hvers vegna sonur minn hefði ekkert heimsótt dóttur hennar síðustu daga. Ég sagði henni að það ætti sér allt eðlilegar skýringar og að hann myndi án efa knýja dyra yfir helgina. Henni varð auðsjáanlega létt. Hún hafði haft áhyggjur af því að atburðir liðinna vikna hefðu skotið loku fyrir frekari samskipti fjölskyldnanna. Þau eru nefnilega múslimar. Sonur minn gengur í grunnskóla í vestur London þar sem daglega koma saman börn af öllum þjóðfélagsbrotum. Þar eru börn úr efnuðum breskum fjölskyldum. Börn úr fátækum breskum fjölskyldum. Börn innflytjenda. Börn frá flestum heimsálfum og fjölbreyttum menningarheimum. Börn af ólíkum trúarbrögðum. Öllum hópum kemur vel saman. Raunar þannig að erfitt er að tala um ólíka hópa. Við erum auðvitað bara einn hópur. Við erum nefnilega öll bara fólk. Umburðarlyndið gagnvart því sem aðgreinir okkur algert. Þegar múslimar fögnuðu trúarhátíðinni Eid í októbermánuði sem leið voru hátíðarhöld í skólanum. Við fjölskyldan létum okkur ekki vanta og glöddumst með vinum okkar. Þegar kristnir fögnuðu jólahátíðinni voru aftur hátíðarhöld í skólanum. Þangað mættu vinir okkar og samglöddust með sambærilegum hætti. Það kemur kannski einhverjum þröngsýnum, fáfróðum, niðursoðnum fýlupokum í opna skjöldu - en ólíkir trúarhópar geta lifað í sátt og samlyndi. Við sameinumst á þeim grundvelli að vera öll fólk og trúarbrögð okkar eiga það flest sammerkt að boða kærleika og frið. Í gegnum söguna hafa glæpir oftsinnis verið framdir í nafni trúar. Þar er kristni engin undantekning. Víða um heim er samkynhneigðum enn mismunað í nafni kristinnar trúar og til eru hópar sem trúa að morð á samkynhneigðum séu vilji guðs. Hér á landi hafa fjölmargir glæpir verið framdir innan kristinna trúfélaga og konur verið kynferðislega misnotaðar í nafni guðs. Það virðist þó öllum ljóst að þessir verknaðir endurspegla ekki innræti né persónugerð kristinna manna. Rétt eins og ástríðuglæpir endurpegla ekki ástina né allt það fólk sem elskar og er elskað. Hryðjuverkaárásin á ristjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og aðrar árásir sem fylgdu í kjölfarið voru reiðarslag fyrir samfélag friðsælla manna. Hræðileg, ófyrirgefanleg, ógeðfelld voðaverk. Atburðirnir voru þó ekki eingöngu glæpur gegn öllum þeim sem féllu, aðstandendum þeirra og tjáningarfrelsinu. Atburðirnir voru ekki síður glæpur gegn öllum þeim friðelskandi múslimum sem lifa á þessari jörð. Glæpur framinn í nafni trúar sem á ekkert sammerkt með árásunum. Glæpur sem alið hefur á fordómum gegn saklausu fólki. Glæpur gegn nágrönnum mínum – vinum mínum - sem vegna atburðanna óttuðust að aðrir óttuðust þau. Frá örófi alda hefur verið til vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Fólk sem fremur ódæðisverk af hinni og þessari ástæðunni. Undir hinu og þessu yfirskininu. Í heiminum öllum búa milljónir múslima sem trúa á kærleika og frið. Þegar agnarsmár hópur þeirra fremur hryðjuverk undir huliðskikkju trúarinnar segir það ekkert um hópinn sem heild. Hryðjuverkin í París endurspegla ekki múslima. Þau segja ekkert um múslima. Þau endurspegla vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Úlfa í trúargæru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Tengdar fréttir Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06 Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. Áhyggjufull á svip spurði hún hvers vegna sonur minn hefði ekkert heimsótt dóttur hennar síðustu daga. Ég sagði henni að það ætti sér allt eðlilegar skýringar og að hann myndi án efa knýja dyra yfir helgina. Henni varð auðsjáanlega létt. Hún hafði haft áhyggjur af því að atburðir liðinna vikna hefðu skotið loku fyrir frekari samskipti fjölskyldnanna. Þau eru nefnilega múslimar. Sonur minn gengur í grunnskóla í vestur London þar sem daglega koma saman börn af öllum þjóðfélagsbrotum. Þar eru börn úr efnuðum breskum fjölskyldum. Börn úr fátækum breskum fjölskyldum. Börn innflytjenda. Börn frá flestum heimsálfum og fjölbreyttum menningarheimum. Börn af ólíkum trúarbrögðum. Öllum hópum kemur vel saman. Raunar þannig að erfitt er að tala um ólíka hópa. Við erum auðvitað bara einn hópur. Við erum nefnilega öll bara fólk. Umburðarlyndið gagnvart því sem aðgreinir okkur algert. Þegar múslimar fögnuðu trúarhátíðinni Eid í októbermánuði sem leið voru hátíðarhöld í skólanum. Við fjölskyldan létum okkur ekki vanta og glöddumst með vinum okkar. Þegar kristnir fögnuðu jólahátíðinni voru aftur hátíðarhöld í skólanum. Þangað mættu vinir okkar og samglöddust með sambærilegum hætti. Það kemur kannski einhverjum þröngsýnum, fáfróðum, niðursoðnum fýlupokum í opna skjöldu - en ólíkir trúarhópar geta lifað í sátt og samlyndi. Við sameinumst á þeim grundvelli að vera öll fólk og trúarbrögð okkar eiga það flest sammerkt að boða kærleika og frið. Í gegnum söguna hafa glæpir oftsinnis verið framdir í nafni trúar. Þar er kristni engin undantekning. Víða um heim er samkynhneigðum enn mismunað í nafni kristinnar trúar og til eru hópar sem trúa að morð á samkynhneigðum séu vilji guðs. Hér á landi hafa fjölmargir glæpir verið framdir innan kristinna trúfélaga og konur verið kynferðislega misnotaðar í nafni guðs. Það virðist þó öllum ljóst að þessir verknaðir endurspegla ekki innræti né persónugerð kristinna manna. Rétt eins og ástríðuglæpir endurpegla ekki ástina né allt það fólk sem elskar og er elskað. Hryðjuverkaárásin á ristjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og aðrar árásir sem fylgdu í kjölfarið voru reiðarslag fyrir samfélag friðsælla manna. Hræðileg, ófyrirgefanleg, ógeðfelld voðaverk. Atburðirnir voru þó ekki eingöngu glæpur gegn öllum þeim sem féllu, aðstandendum þeirra og tjáningarfrelsinu. Atburðirnir voru ekki síður glæpur gegn öllum þeim friðelskandi múslimum sem lifa á þessari jörð. Glæpur framinn í nafni trúar sem á ekkert sammerkt með árásunum. Glæpur sem alið hefur á fordómum gegn saklausu fólki. Glæpur gegn nágrönnum mínum – vinum mínum - sem vegna atburðanna óttuðust að aðrir óttuðust þau. Frá örófi alda hefur verið til vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Fólk sem fremur ódæðisverk af hinni og þessari ástæðunni. Undir hinu og þessu yfirskininu. Í heiminum öllum búa milljónir múslima sem trúa á kærleika og frið. Þegar agnarsmár hópur þeirra fremur hryðjuverk undir huliðskikkju trúarinnar segir það ekkert um hópinn sem heild. Hryðjuverkin í París endurspegla ekki múslima. Þau segja ekkert um múslima. Þau endurspegla vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Úlfa í trúargæru.
Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun