Skyr út, jógúrt inn: Það elska það allir Ólafur Stephensen skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Mjólkursamsalan hefur náð glæsilegum árangri í útflutningi á íslenzka skyrinu. Fram kom í fjölmiðlum fyrr í vikunni að MS áformaði að selja um 100 milljón dósir af skyri á næsta ári, þar af meira en 80% erlendis. Sala á skyri erlendis hefur vaxið um 85% á þessu ári. Í Morgunblaðinu var haft eftir Jóni Axel Péturssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS, að tollar Evrópusambandsins hömluðu útflutningi á skyri frá Íslandi. ESB gefur út tollkvóta, þannig að fyrstu tæplega 400 tonnin sem flutt eru inn til ríkja sambandsins eru tollfrjáls, en eftir það leggjast á tollar. Áætlað er að skyrsala í Finnlandi einu og sér verði um 5.400 tonn á næsta ári. Í öllum norrænu ríkjunum er gríðarleg eftirspurn eftir skyri. „Það elska það allir, ungir sem aldnir, hvar sem við setjum niður fót og kynnum það og seljum,“ segir Jón Axel í Morgunblaðinu. Til að greiða fyrir útflutningnum hafa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði óskað eftir að fá allt að fimm þúsund tonna aukinn skyrkvóta í Evrópusambandinu, að því er Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra greindi frá á Alþingi 3. nóvember. Í febrúar á næsta ári eru áformaðar viðræður í Brussel, þar sem á að reyna að semja um aukna fríverzlun Íslands og ESB og krafan um aukinn skyrkvóta verður höfð uppi. Landssamtök sláturleyfishafa hafa líka farið fram á að tollfrjáls kvóti fyrir lambakjöt í ESB verði aukinn úr 1.850 tonnum í 4.000 tonn. Landbúnaðarráðherrann sagði í þinginu að Ísland legði áherzlu á „algera gagnkvæmni í niðurfellingum tolla, þ.e. að vörur sem eiga að vera á núlltollum inn til Íslands verði einnig á núlltollum inn til Evrópu frá Íslandi.“ Væntanlega á hann ekki við að á móti innflutningskvóta fyrir skyr og lambakjöt í ESB rýmki Ísland til fyrir innflutningi sömu vara hingað; það myndi hvorki gagnast framleiðendum í ESB né neytendum á Íslandi.Jógúrtin er tolluð Hins vegar eru margar landbúnaðarvörur, framleiddar í ríkjum Evrópusambandsins, sem mikil eftirspurn er eftir hér á Íslandi, en innflutningur er torveldaður á með tollum. Ein slík vara er jógúrt, sem íslenzk stjórnvöld hafa hingað til aldrei tekið í mál að fella niður tolla á, vegna þess að jógúrtinnflutningur væri í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Slík rök halda að sjálfsögðu ekki þegar verið er að fara fram á mörg þúsund tonna tollkvóta fyrir stærsta framleiðanda jógúrtvara á Íslandi inn á ESB-markaðinn. Í ofanálag er kvótinn ætlaður vöru, sem er víðast hvar í beinni samkeppni við jógúrtvörur. Tollurinn á kíló af jógúrt sem flutt er inn frá ESB-löndum er í dag 53 krónur. Það er ekki svakalegur tollur miðað við ýmislegt annað sem viðgengst í tollskránni, en auðvitað myndi neytendur muna um að hann félli niður. MS og aðrir innlendir jógúrtframleiðendur fengju aukna samkeppni, sem vandséð er að þeir gætu kvartað undan þegar þeir blanda sér sjálfir galvaskir í samkeppnina á ESB-markaði.Ekki bara framleiðendahagsmunir Það kom ekki sérstaklega á óvart að í áðurnefndum umræðum á Alþingi stillti landbúnaðarráðherrann málinu eingöngu upp sem hagsmunamáli innlendra framleiðenda af því að geta flutt meira út til ESB-ríkja. En auðvitað eru það líka hagsmunir íslenzkra neytenda og verzlunarinnar í landinu að tollar séu felldir niður á erlendum landbúnaðarvörum – vörum, sem er mikil eftirspurn eftir og allir elska og eru þar af leiðandi í samkeppni við innlenda framleiðslu. Bezt væri að það tækist að semja um mikla lækkun á tollum á íslenzka skyrinu og lambakjötinu, og á móti kæmi mikil lækkun á til dæmis jógúrt, ostum, pylsum og skinkum frá ESB. Það væri niðurstaða sem allir ættu að geta elskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Mjólkursamsalan hefur náð glæsilegum árangri í útflutningi á íslenzka skyrinu. Fram kom í fjölmiðlum fyrr í vikunni að MS áformaði að selja um 100 milljón dósir af skyri á næsta ári, þar af meira en 80% erlendis. Sala á skyri erlendis hefur vaxið um 85% á þessu ári. Í Morgunblaðinu var haft eftir Jóni Axel Péturssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS, að tollar Evrópusambandsins hömluðu útflutningi á skyri frá Íslandi. ESB gefur út tollkvóta, þannig að fyrstu tæplega 400 tonnin sem flutt eru inn til ríkja sambandsins eru tollfrjáls, en eftir það leggjast á tollar. Áætlað er að skyrsala í Finnlandi einu og sér verði um 5.400 tonn á næsta ári. Í öllum norrænu ríkjunum er gríðarleg eftirspurn eftir skyri. „Það elska það allir, ungir sem aldnir, hvar sem við setjum niður fót og kynnum það og seljum,“ segir Jón Axel í Morgunblaðinu. Til að greiða fyrir útflutningnum hafa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði óskað eftir að fá allt að fimm þúsund tonna aukinn skyrkvóta í Evrópusambandinu, að því er Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra greindi frá á Alþingi 3. nóvember. Í febrúar á næsta ári eru áformaðar viðræður í Brussel, þar sem á að reyna að semja um aukna fríverzlun Íslands og ESB og krafan um aukinn skyrkvóta verður höfð uppi. Landssamtök sláturleyfishafa hafa líka farið fram á að tollfrjáls kvóti fyrir lambakjöt í ESB verði aukinn úr 1.850 tonnum í 4.000 tonn. Landbúnaðarráðherrann sagði í þinginu að Ísland legði áherzlu á „algera gagnkvæmni í niðurfellingum tolla, þ.e. að vörur sem eiga að vera á núlltollum inn til Íslands verði einnig á núlltollum inn til Evrópu frá Íslandi.“ Væntanlega á hann ekki við að á móti innflutningskvóta fyrir skyr og lambakjöt í ESB rýmki Ísland til fyrir innflutningi sömu vara hingað; það myndi hvorki gagnast framleiðendum í ESB né neytendum á Íslandi.Jógúrtin er tolluð Hins vegar eru margar landbúnaðarvörur, framleiddar í ríkjum Evrópusambandsins, sem mikil eftirspurn er eftir hér á Íslandi, en innflutningur er torveldaður á með tollum. Ein slík vara er jógúrt, sem íslenzk stjórnvöld hafa hingað til aldrei tekið í mál að fella niður tolla á, vegna þess að jógúrtinnflutningur væri í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Slík rök halda að sjálfsögðu ekki þegar verið er að fara fram á mörg þúsund tonna tollkvóta fyrir stærsta framleiðanda jógúrtvara á Íslandi inn á ESB-markaðinn. Í ofanálag er kvótinn ætlaður vöru, sem er víðast hvar í beinni samkeppni við jógúrtvörur. Tollurinn á kíló af jógúrt sem flutt er inn frá ESB-löndum er í dag 53 krónur. Það er ekki svakalegur tollur miðað við ýmislegt annað sem viðgengst í tollskránni, en auðvitað myndi neytendur muna um að hann félli niður. MS og aðrir innlendir jógúrtframleiðendur fengju aukna samkeppni, sem vandséð er að þeir gætu kvartað undan þegar þeir blanda sér sjálfir galvaskir í samkeppnina á ESB-markaði.Ekki bara framleiðendahagsmunir Það kom ekki sérstaklega á óvart að í áðurnefndum umræðum á Alþingi stillti landbúnaðarráðherrann málinu eingöngu upp sem hagsmunamáli innlendra framleiðenda af því að geta flutt meira út til ESB-ríkja. En auðvitað eru það líka hagsmunir íslenzkra neytenda og verzlunarinnar í landinu að tollar séu felldir niður á erlendum landbúnaðarvörum – vörum, sem er mikil eftirspurn eftir og allir elska og eru þar af leiðandi í samkeppni við innlenda framleiðslu. Bezt væri að það tækist að semja um mikla lækkun á tollum á íslenzka skyrinu og lambakjötinu, og á móti kæmi mikil lækkun á til dæmis jógúrt, ostum, pylsum og skinkum frá ESB. Það væri niðurstaða sem allir ættu að geta elskað.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun