Skuldir heimilanna lækka um 80 milljarða Ásmundur Einar Daðason og Frosti Sigurjónsson og Willum Þór Þórsson skrifa 5. nóvember 2014 07:00 Höfuðstólsleiðrétting ríkisstjórnarinnar skilar hátt í 70 þúsund heimilum lækkun á húsnæðisskuldum sem nemur samtals 80 milljörðum. Aðgerðin er fjármögnuð með hækkun skatta á fjármálafyrirtæki og ekki síst með því að afturkalla skattundanþágu sem fyrri ríkisstjórn hafði veitt slitabúum gömlu bankanna. Það er dapurlegt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur (JS) hafi ákveðið að undanskilja slitabúin og þar með erlenda kröfuhafa frá skatti upp á tugi milljarða. Þess í stað var í þrígang reynt að koma skuldum fallinna einkabanka á herðar íslenskra heimila með Icesave-samningum. Það er ljóst að sá gríðarlegi niðurskurður í heilbrigðis- og velferðarkerfi sem ríkisstjórn JS fór í hefði ekki þurft að koma til hefði ríkisstjórnin ákveðið að skattleggja eignir erlendu kröfuhafanna eins og Framsóknarmenn bentu á. Um 69 þúsund heimili sóttu um niðurfærslu lána vegna húsnæðiskaupa. Sýnir það hve þörfin var brýn, enda þurftu heimilin í landinu að bera uppi kostnaðinn á hruninu, með auknum sköttum, hækkandi verðlagi á sama tíma og húsnæðislán heimilanna hækkuðu mikið. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili verður líklega vel yfir 1 mkr. 110%-leið fyrri ríkisstjórnar nýttist aðallega tekjuhæstu heimilum en skildi þau tekjulægri eftir með vandann. 110%-leiðin fól í sér að bankar afskrifuðu lán sem voru yfir 110% af markaðsvirði fasteigna. Leiðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna hrepptu helming niðurfærslunnar, rúmlega 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili fengu hvert yfir 15 mkr. niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslu um 26 mkr. Dæmi eru um einstaklinga sem fengu meira en 100 milljónir afskrifaðar. Fyrri ríkisstjórn ber þannig ábyrgð á 20 milljarða króna niðurfærslu á lánum auðugasta hluta þjóðarinnar. Ríkisstjórn JS lækkaði skuldir tekjumesta fólksins á sama tíma og erlendir kröfuhafar voru undanskildir eðlilegum skattgreiðslum.Skuldaleiðrétting Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fór aðra og sanngjarnari leið. Hámarksleiðrétting á hvert heimili var ákveðin fjórar milljónir króna. Skuldaleiðréttingin er þannig útfærð að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Hátt í helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón krónur í árslaun. Heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. krónur í mánaðarlaun. Skuldaleiðréttingin er efnahagsleg aðgerð og fær jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum og lánshæfismatsfyrirtæki hafa t.d. hækkað lánshæfismat Íslands. Þá hefur alþjóðlegt lánshæfismat fjármálafyrirtækja hér á landi einnig hækkað. Lækkun skulda er að mati margra erlendra hagfræðinga skilvirkasta leiðin til að draga úr neikvæðum afleiðingum efnahagsáfalls og flýta fyrir endurbata hagkerfisins. Talsmenn stjórnarandstöðunnar, sem á hátíðarstundum kenna sig við velferð og jöfnuð, reyna að gera lítið úr leiðréttingu ríkisstjórnarinnar á skuldum heimilanna. En hið rétta er að leiðréttingin dreifist mun jafnar en aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og heimilin munar um að fá skuldalækkun upp á 80 milljarða. Í stað þess að slá ryki í augu almennings ættu þingmenn stjórnarandstöðunnar að styðja ríkisstjórnina í því að lækka skuldir íslenskra heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Willum Þór Þórsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Höfuðstólsleiðrétting ríkisstjórnarinnar skilar hátt í 70 þúsund heimilum lækkun á húsnæðisskuldum sem nemur samtals 80 milljörðum. Aðgerðin er fjármögnuð með hækkun skatta á fjármálafyrirtæki og ekki síst með því að afturkalla skattundanþágu sem fyrri ríkisstjórn hafði veitt slitabúum gömlu bankanna. Það er dapurlegt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur (JS) hafi ákveðið að undanskilja slitabúin og þar með erlenda kröfuhafa frá skatti upp á tugi milljarða. Þess í stað var í þrígang reynt að koma skuldum fallinna einkabanka á herðar íslenskra heimila með Icesave-samningum. Það er ljóst að sá gríðarlegi niðurskurður í heilbrigðis- og velferðarkerfi sem ríkisstjórn JS fór í hefði ekki þurft að koma til hefði ríkisstjórnin ákveðið að skattleggja eignir erlendu kröfuhafanna eins og Framsóknarmenn bentu á. Um 69 þúsund heimili sóttu um niðurfærslu lána vegna húsnæðiskaupa. Sýnir það hve þörfin var brýn, enda þurftu heimilin í landinu að bera uppi kostnaðinn á hruninu, með auknum sköttum, hækkandi verðlagi á sama tíma og húsnæðislán heimilanna hækkuðu mikið. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili verður líklega vel yfir 1 mkr. 110%-leið fyrri ríkisstjórnar nýttist aðallega tekjuhæstu heimilum en skildi þau tekjulægri eftir með vandann. 110%-leiðin fól í sér að bankar afskrifuðu lán sem voru yfir 110% af markaðsvirði fasteigna. Leiðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna hrepptu helming niðurfærslunnar, rúmlega 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili fengu hvert yfir 15 mkr. niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslu um 26 mkr. Dæmi eru um einstaklinga sem fengu meira en 100 milljónir afskrifaðar. Fyrri ríkisstjórn ber þannig ábyrgð á 20 milljarða króna niðurfærslu á lánum auðugasta hluta þjóðarinnar. Ríkisstjórn JS lækkaði skuldir tekjumesta fólksins á sama tíma og erlendir kröfuhafar voru undanskildir eðlilegum skattgreiðslum.Skuldaleiðrétting Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fór aðra og sanngjarnari leið. Hámarksleiðrétting á hvert heimili var ákveðin fjórar milljónir króna. Skuldaleiðréttingin er þannig útfærð að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Hátt í helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón krónur í árslaun. Heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. krónur í mánaðarlaun. Skuldaleiðréttingin er efnahagsleg aðgerð og fær jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum og lánshæfismatsfyrirtæki hafa t.d. hækkað lánshæfismat Íslands. Þá hefur alþjóðlegt lánshæfismat fjármálafyrirtækja hér á landi einnig hækkað. Lækkun skulda er að mati margra erlendra hagfræðinga skilvirkasta leiðin til að draga úr neikvæðum afleiðingum efnahagsáfalls og flýta fyrir endurbata hagkerfisins. Talsmenn stjórnarandstöðunnar, sem á hátíðarstundum kenna sig við velferð og jöfnuð, reyna að gera lítið úr leiðréttingu ríkisstjórnarinnar á skuldum heimilanna. En hið rétta er að leiðréttingin dreifist mun jafnar en aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og heimilin munar um að fá skuldalækkun upp á 80 milljarða. Í stað þess að slá ryki í augu almennings ættu þingmenn stjórnarandstöðunnar að styðja ríkisstjórnina í því að lækka skuldir íslenskra heimila.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun