Valkostur til samtals og friðar Ersan Koyuncu og Toshiki Toma skrifar 29. október 2014 00:00 Þekkið þið dæmisögu um Ibrahim Ibn Adham, fræga íslamska þjóðhöfðingjann á 8. öld? Einu sinni var hann ungur konungur í Balk í Persíu. Eina nóttina þegar hann var hálfsofandi hugsaði hann um frið og velgengni í konungsríkinu sínu. Hann vaknaði við eitthvert hljóð. Maður var að labba á þakinu. „Hvað ertu að gera?“ spurði Ibrahim. „Ég er að leita að úlfaldanaum mínum.“ „Úlfaldar fara ekki upp á þök!“ svaraði Ibrahim. Þá sagði maðurinn: „Þig dreymir frið og velgengni landsins þíns í rúminu þínu, þá er ekkert að undra þó jafnvel úlfaldi sé uppi á þakinu hjá þér.“ Frumkenningin er sú að leita að Guði á réttum stað. Ibrahim iðraðist og leitaði í trúarlíf. En það sem við getum lært af þessari sögu fyrst og fremst er að ef til vill þurfum við fara út úr þægindum hinna hlýju rúma okkar ef við viljum ná ákveðnum árangri fyrir samfélag okkar. Sem dæmi um slíkt langar okkur gjarnan að benda á samræðu milli Félags Horizon, sem er menningarleg samtök múslíma af tyrkneskum uppruna, og Neskirkju. Við erum að vinna tilraunaverkefni saman en tilgangurinn er sá að leggja af mörkum til íslenska samfélagsins með því að skapa jákvæða samræðu, samstöðu og umburðarlyndi. Umræða um íslam er mjög virk og heit víða í heiminum og ekki síst á Íslandi. Skoðanaskipti og sanngjörn gagnrýni eru mikilvæg, þar sem þau eru hluti af umræðu. En tilfinningafullar alhæfingar eða einhliða sakfelling er árás og ofbeldi enda slíkt hindrun í góðri umræðu. Því miður taka margir þátt í þessum árásum gegn múslímum hérlendis. Að tala við múslíma eða kristinn mann þýðir ekki að við verðum sammála öllum sem við ræðum við. Samtal er meira um að viðurkenna tilvist annarra og reyna að finna sameiginleg gildi, fremur en ágreining. Það er hvorki íslam né kristni sem á að tala saman, heldur múslímar og kristnir menn. Við, lifandi manneskjur, eigum að tala saman. Að sjálfsögðu á samtalið ekki að takmarkast milli múslíma og kristinna, heldur á það að vera opið fyrir öllum. Að lokum, það eru ekki örlög sem leiða samfélag okkar í framtíð. Það erum líka við sjálf, lifandi manneskjur, sem ákveða í hvaða átt eigi að fara. Hvorn veginn eigum við velja: veg sem leiðir okkur til haturs og sundrungar eða veg sem leiðir okkur til samvista og friðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Þekkið þið dæmisögu um Ibrahim Ibn Adham, fræga íslamska þjóðhöfðingjann á 8. öld? Einu sinni var hann ungur konungur í Balk í Persíu. Eina nóttina þegar hann var hálfsofandi hugsaði hann um frið og velgengni í konungsríkinu sínu. Hann vaknaði við eitthvert hljóð. Maður var að labba á þakinu. „Hvað ertu að gera?“ spurði Ibrahim. „Ég er að leita að úlfaldanaum mínum.“ „Úlfaldar fara ekki upp á þök!“ svaraði Ibrahim. Þá sagði maðurinn: „Þig dreymir frið og velgengni landsins þíns í rúminu þínu, þá er ekkert að undra þó jafnvel úlfaldi sé uppi á þakinu hjá þér.“ Frumkenningin er sú að leita að Guði á réttum stað. Ibrahim iðraðist og leitaði í trúarlíf. En það sem við getum lært af þessari sögu fyrst og fremst er að ef til vill þurfum við fara út úr þægindum hinna hlýju rúma okkar ef við viljum ná ákveðnum árangri fyrir samfélag okkar. Sem dæmi um slíkt langar okkur gjarnan að benda á samræðu milli Félags Horizon, sem er menningarleg samtök múslíma af tyrkneskum uppruna, og Neskirkju. Við erum að vinna tilraunaverkefni saman en tilgangurinn er sá að leggja af mörkum til íslenska samfélagsins með því að skapa jákvæða samræðu, samstöðu og umburðarlyndi. Umræða um íslam er mjög virk og heit víða í heiminum og ekki síst á Íslandi. Skoðanaskipti og sanngjörn gagnrýni eru mikilvæg, þar sem þau eru hluti af umræðu. En tilfinningafullar alhæfingar eða einhliða sakfelling er árás og ofbeldi enda slíkt hindrun í góðri umræðu. Því miður taka margir þátt í þessum árásum gegn múslímum hérlendis. Að tala við múslíma eða kristinn mann þýðir ekki að við verðum sammála öllum sem við ræðum við. Samtal er meira um að viðurkenna tilvist annarra og reyna að finna sameiginleg gildi, fremur en ágreining. Það er hvorki íslam né kristni sem á að tala saman, heldur múslímar og kristnir menn. Við, lifandi manneskjur, eigum að tala saman. Að sjálfsögðu á samtalið ekki að takmarkast milli múslíma og kristinna, heldur á það að vera opið fyrir öllum. Að lokum, það eru ekki örlög sem leiða samfélag okkar í framtíð. Það erum líka við sjálf, lifandi manneskjur, sem ákveða í hvaða átt eigi að fara. Hvorn veginn eigum við velja: veg sem leiðir okkur til haturs og sundrungar eða veg sem leiðir okkur til samvista og friðar?
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar