Valkostur til samtals og friðar Ersan Koyuncu og Toshiki Toma skrifar 29. október 2014 00:00 Þekkið þið dæmisögu um Ibrahim Ibn Adham, fræga íslamska þjóðhöfðingjann á 8. öld? Einu sinni var hann ungur konungur í Balk í Persíu. Eina nóttina þegar hann var hálfsofandi hugsaði hann um frið og velgengni í konungsríkinu sínu. Hann vaknaði við eitthvert hljóð. Maður var að labba á þakinu. „Hvað ertu að gera?“ spurði Ibrahim. „Ég er að leita að úlfaldanaum mínum.“ „Úlfaldar fara ekki upp á þök!“ svaraði Ibrahim. Þá sagði maðurinn: „Þig dreymir frið og velgengni landsins þíns í rúminu þínu, þá er ekkert að undra þó jafnvel úlfaldi sé uppi á þakinu hjá þér.“ Frumkenningin er sú að leita að Guði á réttum stað. Ibrahim iðraðist og leitaði í trúarlíf. En það sem við getum lært af þessari sögu fyrst og fremst er að ef til vill þurfum við fara út úr þægindum hinna hlýju rúma okkar ef við viljum ná ákveðnum árangri fyrir samfélag okkar. Sem dæmi um slíkt langar okkur gjarnan að benda á samræðu milli Félags Horizon, sem er menningarleg samtök múslíma af tyrkneskum uppruna, og Neskirkju. Við erum að vinna tilraunaverkefni saman en tilgangurinn er sá að leggja af mörkum til íslenska samfélagsins með því að skapa jákvæða samræðu, samstöðu og umburðarlyndi. Umræða um íslam er mjög virk og heit víða í heiminum og ekki síst á Íslandi. Skoðanaskipti og sanngjörn gagnrýni eru mikilvæg, þar sem þau eru hluti af umræðu. En tilfinningafullar alhæfingar eða einhliða sakfelling er árás og ofbeldi enda slíkt hindrun í góðri umræðu. Því miður taka margir þátt í þessum árásum gegn múslímum hérlendis. Að tala við múslíma eða kristinn mann þýðir ekki að við verðum sammála öllum sem við ræðum við. Samtal er meira um að viðurkenna tilvist annarra og reyna að finna sameiginleg gildi, fremur en ágreining. Það er hvorki íslam né kristni sem á að tala saman, heldur múslímar og kristnir menn. Við, lifandi manneskjur, eigum að tala saman. Að sjálfsögðu á samtalið ekki að takmarkast milli múslíma og kristinna, heldur á það að vera opið fyrir öllum. Að lokum, það eru ekki örlög sem leiða samfélag okkar í framtíð. Það erum líka við sjálf, lifandi manneskjur, sem ákveða í hvaða átt eigi að fara. Hvorn veginn eigum við velja: veg sem leiðir okkur til haturs og sundrungar eða veg sem leiðir okkur til samvista og friðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þekkið þið dæmisögu um Ibrahim Ibn Adham, fræga íslamska þjóðhöfðingjann á 8. öld? Einu sinni var hann ungur konungur í Balk í Persíu. Eina nóttina þegar hann var hálfsofandi hugsaði hann um frið og velgengni í konungsríkinu sínu. Hann vaknaði við eitthvert hljóð. Maður var að labba á þakinu. „Hvað ertu að gera?“ spurði Ibrahim. „Ég er að leita að úlfaldanaum mínum.“ „Úlfaldar fara ekki upp á þök!“ svaraði Ibrahim. Þá sagði maðurinn: „Þig dreymir frið og velgengni landsins þíns í rúminu þínu, þá er ekkert að undra þó jafnvel úlfaldi sé uppi á þakinu hjá þér.“ Frumkenningin er sú að leita að Guði á réttum stað. Ibrahim iðraðist og leitaði í trúarlíf. En það sem við getum lært af þessari sögu fyrst og fremst er að ef til vill þurfum við fara út úr þægindum hinna hlýju rúma okkar ef við viljum ná ákveðnum árangri fyrir samfélag okkar. Sem dæmi um slíkt langar okkur gjarnan að benda á samræðu milli Félags Horizon, sem er menningarleg samtök múslíma af tyrkneskum uppruna, og Neskirkju. Við erum að vinna tilraunaverkefni saman en tilgangurinn er sá að leggja af mörkum til íslenska samfélagsins með því að skapa jákvæða samræðu, samstöðu og umburðarlyndi. Umræða um íslam er mjög virk og heit víða í heiminum og ekki síst á Íslandi. Skoðanaskipti og sanngjörn gagnrýni eru mikilvæg, þar sem þau eru hluti af umræðu. En tilfinningafullar alhæfingar eða einhliða sakfelling er árás og ofbeldi enda slíkt hindrun í góðri umræðu. Því miður taka margir þátt í þessum árásum gegn múslímum hérlendis. Að tala við múslíma eða kristinn mann þýðir ekki að við verðum sammála öllum sem við ræðum við. Samtal er meira um að viðurkenna tilvist annarra og reyna að finna sameiginleg gildi, fremur en ágreining. Það er hvorki íslam né kristni sem á að tala saman, heldur múslímar og kristnir menn. Við, lifandi manneskjur, eigum að tala saman. Að sjálfsögðu á samtalið ekki að takmarkast milli múslíma og kristinna, heldur á það að vera opið fyrir öllum. Að lokum, það eru ekki örlög sem leiða samfélag okkar í framtíð. Það erum líka við sjálf, lifandi manneskjur, sem ákveða í hvaða átt eigi að fara. Hvorn veginn eigum við velja: veg sem leiðir okkur til haturs og sundrungar eða veg sem leiðir okkur til samvista og friðar?
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun