Teigsskógur á vogarskálarnar Elín Hirst skrifar 21. október 2014 07:00 Deilan um lagningu vegar í gegnum Teigsskóg í Austur-Barðastrandarsýslu hefur verið löng og erfið, sérstaklega fyrir heimamenn. Deilan snýst um umhverfisáhrif nýs vegarkafla í gegnum Teigsskóg, sem er fallegur birkikjarrskógur með fjölbreyttu náttúrufari og einn stærsti samfelldi skógur á Íslandi af þessari gerð. Það sama á við um áhrif á fuglalíf á svæðinu í tengslum við þverun Djúpadals og Gufudals. Nýi vegurinn um Teigsskóg mun leysa af hólmi hættulega fjallvegi um Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Daglega þurfa sex grunnskólabörn að fara þessa leið með rútubíl, klukkutíma hvora leið í öllum veðrum, til þess að geta sótt skóla. Meirihluti heimamanna talar mjög skýrt. Þeir vilja fá umræddan láglendisveg um Teigsskóg sem yrði mun öruggari en núverandi hálendisvegur. Nýi vegurinn myndi enn fremur stytta leiðina milli Reykhólasveitar og Gufudalssveitar um rúma 20 kílómetra. Kostnaður við Teigsskógsleiðina er þremur milljörðum lægri en ef næsti valkostur er tekinn, sem eru jarðgöng undir Hjallaháls og Gufudalsháls. Augljóslega er hægt að nýta svo mikið fjármagn til marga góðra hluta svo sem til samgöngubóta á Vestfjörðum og annars staðar. Ég tel mig umhverfissinna og vil vernda einstaka náttúru Íslands. En ég geri mér líka grein fyrir því að öruggar og góðar samgöngur eru höfuðatriði fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Stjórnmál snúast í mínum huga ekki síst um það að velja þá leið sem er réttust og skynsamlegust fyrir samfélagið í heild. Ef við leggjum á vogarskálarnar atriði sem mæla með og á móti umræddum vegi, þá tel ég að Teigsskógurinn verði fyrir það litlum umhverfisáhrifum að ég get samþykkt það miðað við hvað er í húfi fyrir heimamenn og aðra sem þurfa að fara um svæðið. Mín skoðun er enn fremur sú að Vegagerðin búi yfir þeirri faglegu kunnáttu í þverun fjarða að leirurnar í Gufufirði og Djúpafirði og þar með fuglalíf, verði ekki fyrir óæskilegum umhverfisáhrifum. Niðurstaða mín er því tvímælalaust sú að ráðast beri í þessa vegarlagningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Deilan um lagningu vegar í gegnum Teigsskóg í Austur-Barðastrandarsýslu hefur verið löng og erfið, sérstaklega fyrir heimamenn. Deilan snýst um umhverfisáhrif nýs vegarkafla í gegnum Teigsskóg, sem er fallegur birkikjarrskógur með fjölbreyttu náttúrufari og einn stærsti samfelldi skógur á Íslandi af þessari gerð. Það sama á við um áhrif á fuglalíf á svæðinu í tengslum við þverun Djúpadals og Gufudals. Nýi vegurinn um Teigsskóg mun leysa af hólmi hættulega fjallvegi um Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Daglega þurfa sex grunnskólabörn að fara þessa leið með rútubíl, klukkutíma hvora leið í öllum veðrum, til þess að geta sótt skóla. Meirihluti heimamanna talar mjög skýrt. Þeir vilja fá umræddan láglendisveg um Teigsskóg sem yrði mun öruggari en núverandi hálendisvegur. Nýi vegurinn myndi enn fremur stytta leiðina milli Reykhólasveitar og Gufudalssveitar um rúma 20 kílómetra. Kostnaður við Teigsskógsleiðina er þremur milljörðum lægri en ef næsti valkostur er tekinn, sem eru jarðgöng undir Hjallaháls og Gufudalsháls. Augljóslega er hægt að nýta svo mikið fjármagn til marga góðra hluta svo sem til samgöngubóta á Vestfjörðum og annars staðar. Ég tel mig umhverfissinna og vil vernda einstaka náttúru Íslands. En ég geri mér líka grein fyrir því að öruggar og góðar samgöngur eru höfuðatriði fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Stjórnmál snúast í mínum huga ekki síst um það að velja þá leið sem er réttust og skynsamlegust fyrir samfélagið í heild. Ef við leggjum á vogarskálarnar atriði sem mæla með og á móti umræddum vegi, þá tel ég að Teigsskógurinn verði fyrir það litlum umhverfisáhrifum að ég get samþykkt það miðað við hvað er í húfi fyrir heimamenn og aðra sem þurfa að fara um svæðið. Mín skoðun er enn fremur sú að Vegagerðin búi yfir þeirri faglegu kunnáttu í þverun fjarða að leirurnar í Gufufirði og Djúpafirði og þar með fuglalíf, verði ekki fyrir óæskilegum umhverfisáhrifum. Niðurstaða mín er því tvímælalaust sú að ráðast beri í þessa vegarlagningu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun