Teigsskógur á vogarskálarnar Elín Hirst skrifar 21. október 2014 07:00 Deilan um lagningu vegar í gegnum Teigsskóg í Austur-Barðastrandarsýslu hefur verið löng og erfið, sérstaklega fyrir heimamenn. Deilan snýst um umhverfisáhrif nýs vegarkafla í gegnum Teigsskóg, sem er fallegur birkikjarrskógur með fjölbreyttu náttúrufari og einn stærsti samfelldi skógur á Íslandi af þessari gerð. Það sama á við um áhrif á fuglalíf á svæðinu í tengslum við þverun Djúpadals og Gufudals. Nýi vegurinn um Teigsskóg mun leysa af hólmi hættulega fjallvegi um Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Daglega þurfa sex grunnskólabörn að fara þessa leið með rútubíl, klukkutíma hvora leið í öllum veðrum, til þess að geta sótt skóla. Meirihluti heimamanna talar mjög skýrt. Þeir vilja fá umræddan láglendisveg um Teigsskóg sem yrði mun öruggari en núverandi hálendisvegur. Nýi vegurinn myndi enn fremur stytta leiðina milli Reykhólasveitar og Gufudalssveitar um rúma 20 kílómetra. Kostnaður við Teigsskógsleiðina er þremur milljörðum lægri en ef næsti valkostur er tekinn, sem eru jarðgöng undir Hjallaháls og Gufudalsháls. Augljóslega er hægt að nýta svo mikið fjármagn til marga góðra hluta svo sem til samgöngubóta á Vestfjörðum og annars staðar. Ég tel mig umhverfissinna og vil vernda einstaka náttúru Íslands. En ég geri mér líka grein fyrir því að öruggar og góðar samgöngur eru höfuðatriði fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Stjórnmál snúast í mínum huga ekki síst um það að velja þá leið sem er réttust og skynsamlegust fyrir samfélagið í heild. Ef við leggjum á vogarskálarnar atriði sem mæla með og á móti umræddum vegi, þá tel ég að Teigsskógurinn verði fyrir það litlum umhverfisáhrifum að ég get samþykkt það miðað við hvað er í húfi fyrir heimamenn og aðra sem þurfa að fara um svæðið. Mín skoðun er enn fremur sú að Vegagerðin búi yfir þeirri faglegu kunnáttu í þverun fjarða að leirurnar í Gufufirði og Djúpafirði og þar með fuglalíf, verði ekki fyrir óæskilegum umhverfisáhrifum. Niðurstaða mín er því tvímælalaust sú að ráðast beri í þessa vegarlagningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Deilan um lagningu vegar í gegnum Teigsskóg í Austur-Barðastrandarsýslu hefur verið löng og erfið, sérstaklega fyrir heimamenn. Deilan snýst um umhverfisáhrif nýs vegarkafla í gegnum Teigsskóg, sem er fallegur birkikjarrskógur með fjölbreyttu náttúrufari og einn stærsti samfelldi skógur á Íslandi af þessari gerð. Það sama á við um áhrif á fuglalíf á svæðinu í tengslum við þverun Djúpadals og Gufudals. Nýi vegurinn um Teigsskóg mun leysa af hólmi hættulega fjallvegi um Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Daglega þurfa sex grunnskólabörn að fara þessa leið með rútubíl, klukkutíma hvora leið í öllum veðrum, til þess að geta sótt skóla. Meirihluti heimamanna talar mjög skýrt. Þeir vilja fá umræddan láglendisveg um Teigsskóg sem yrði mun öruggari en núverandi hálendisvegur. Nýi vegurinn myndi enn fremur stytta leiðina milli Reykhólasveitar og Gufudalssveitar um rúma 20 kílómetra. Kostnaður við Teigsskógsleiðina er þremur milljörðum lægri en ef næsti valkostur er tekinn, sem eru jarðgöng undir Hjallaháls og Gufudalsháls. Augljóslega er hægt að nýta svo mikið fjármagn til marga góðra hluta svo sem til samgöngubóta á Vestfjörðum og annars staðar. Ég tel mig umhverfissinna og vil vernda einstaka náttúru Íslands. En ég geri mér líka grein fyrir því að öruggar og góðar samgöngur eru höfuðatriði fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Stjórnmál snúast í mínum huga ekki síst um það að velja þá leið sem er réttust og skynsamlegust fyrir samfélagið í heild. Ef við leggjum á vogarskálarnar atriði sem mæla með og á móti umræddum vegi, þá tel ég að Teigsskógurinn verði fyrir það litlum umhverfisáhrifum að ég get samþykkt það miðað við hvað er í húfi fyrir heimamenn og aðra sem þurfa að fara um svæðið. Mín skoðun er enn fremur sú að Vegagerðin búi yfir þeirri faglegu kunnáttu í þverun fjarða að leirurnar í Gufufirði og Djúpafirði og þar með fuglalíf, verði ekki fyrir óæskilegum umhverfisáhrifum. Niðurstaða mín er því tvímælalaust sú að ráðast beri í þessa vegarlagningu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun