Ekkert sjálfgefið að flytja heim með þrjár stelpur Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2014 07:00 Jóhannes Harðarson þjálfar ÍBV næstu þrjú árin. Mynd/ÍBV Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson var ráðinn þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjamenn. Hann verður fimmti þjálfari ÍBV á jafnmörgum árum. „Með ráðningu Jóhannesar er lagt af stað í þriggja ára verkefni sem miðar að því að festa ÍBV í sessi sem Pepsi-deildarlið og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár,“ segir í fréttatilkynningu Eyjamanna, sem voru aðeins tveimur stigum frá því að falla úr efstu deild í sumar. Jóhannes kemur til Eyjamanna frá Flöy í Noregi þar sem hann hefur þjálfað í C-deildinni í Noregi undanfarin fimm ár. Hann á að baki farsælan feril sem leikmaður, en hann vann tvo Íslandsmeistaratitla með ÍA árin 1995 og 1996. Hann hélt utan í atvinnumennsku árið 2000 og hefur verið úti síðan.Leikmannamálin fyrst „Það er kannski rúm vika síðan við töluðum fyrst saman, en síðan þá hefur þetta gengið hratt og örugglega fyrir sig,“ sagði Jóhannes við íþróttadeild 365 eftir undirskriftina í gær, og leikmannamálin eru það fyrsta sem hann mun fara yfir. „Fyrst þarf að fara vel yfir leikmannamálin og ganga frá lausum endum í sambandi við þá leikmenn sem eru hér, eru á förum og hugsanlega að koma,“ sagði hann og bætti við: „Ég þarf að fá eins góða mynd af því og hægt er. Eins þarf ég að skoða leikmenn og leiki frá því í sumar sem gefur mér mynd af því hvernig liðið hefur verið og hvernig það hefur verið skipað. Það er mikilvægast núna að fá það á hreint.“ Aðeins fylgst meðFór út árið 2000 Jóhannes hefur ekki komið að íslenskum fótbolta síðan hann fór út til Hollands sem atvinnumaður árið 2000, en hann segist hafa fylgst eins vel og mögulegt var með boltanum hér heima. „Eins vel og ég hef haft tök á. Ég hef reynt að fylgjast vel með, en það er takmarkað hvað maður sér af leikjum og getur fylgst með leikmönnum. En ég er með ágætis mynd í huganum af því hvernig styrkleikinn er.“ Dean Martin, sem var aðstoðarmaður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, verður að öllum líkindum ekki Jóhannesi til aðstoðar. Hann segist ekki vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara. „Nei, ekki beint. Við erum að skoða það og sjá hvað er í boði og hvernig við leysum það. Við byrjum á leikmannamálunum áður en við skoðum eitthvað annað.“ Spennandi að koma heim Jóhannes hefur dvalið lengi úti sem fyrr segir og það var ekkert sjálfsagt að koma heim eftir allan þennan tíma. Verkefnið hjá ÍBV var þó of spennandi til að hafna. „Það hefur blundað í manni í nokkur ár að flytja heim. Við erum náttúrulega búin að vera úti í 13-14 ár og búin að vera það lengi að það var ekkert sjálfgefið að flytja heim með þrjár stelpur. Þær eru náttúrulega orðnar rótgrónar þar sem við bjuggum,“ sagði hann. „En þetta var það spennandi að okkur langaði að láta reyna á þetta þannig að vonandi endist þetta jafnlengi og samningurinn segir til um,“ sagði Jóhannes Harðarson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson var ráðinn þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjamenn. Hann verður fimmti þjálfari ÍBV á jafnmörgum árum. „Með ráðningu Jóhannesar er lagt af stað í þriggja ára verkefni sem miðar að því að festa ÍBV í sessi sem Pepsi-deildarlið og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár,“ segir í fréttatilkynningu Eyjamanna, sem voru aðeins tveimur stigum frá því að falla úr efstu deild í sumar. Jóhannes kemur til Eyjamanna frá Flöy í Noregi þar sem hann hefur þjálfað í C-deildinni í Noregi undanfarin fimm ár. Hann á að baki farsælan feril sem leikmaður, en hann vann tvo Íslandsmeistaratitla með ÍA árin 1995 og 1996. Hann hélt utan í atvinnumennsku árið 2000 og hefur verið úti síðan.Leikmannamálin fyrst „Það er kannski rúm vika síðan við töluðum fyrst saman, en síðan þá hefur þetta gengið hratt og örugglega fyrir sig,“ sagði Jóhannes við íþróttadeild 365 eftir undirskriftina í gær, og leikmannamálin eru það fyrsta sem hann mun fara yfir. „Fyrst þarf að fara vel yfir leikmannamálin og ganga frá lausum endum í sambandi við þá leikmenn sem eru hér, eru á förum og hugsanlega að koma,“ sagði hann og bætti við: „Ég þarf að fá eins góða mynd af því og hægt er. Eins þarf ég að skoða leikmenn og leiki frá því í sumar sem gefur mér mynd af því hvernig liðið hefur verið og hvernig það hefur verið skipað. Það er mikilvægast núna að fá það á hreint.“ Aðeins fylgst meðFór út árið 2000 Jóhannes hefur ekki komið að íslenskum fótbolta síðan hann fór út til Hollands sem atvinnumaður árið 2000, en hann segist hafa fylgst eins vel og mögulegt var með boltanum hér heima. „Eins vel og ég hef haft tök á. Ég hef reynt að fylgjast vel með, en það er takmarkað hvað maður sér af leikjum og getur fylgst með leikmönnum. En ég er með ágætis mynd í huganum af því hvernig styrkleikinn er.“ Dean Martin, sem var aðstoðarmaður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, verður að öllum líkindum ekki Jóhannesi til aðstoðar. Hann segist ekki vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara. „Nei, ekki beint. Við erum að skoða það og sjá hvað er í boði og hvernig við leysum það. Við byrjum á leikmannamálunum áður en við skoðum eitthvað annað.“ Spennandi að koma heim Jóhannes hefur dvalið lengi úti sem fyrr segir og það var ekkert sjálfsagt að koma heim eftir allan þennan tíma. Verkefnið hjá ÍBV var þó of spennandi til að hafna. „Það hefur blundað í manni í nokkur ár að flytja heim. Við erum náttúrulega búin að vera úti í 13-14 ár og búin að vera það lengi að það var ekkert sjálfgefið að flytja heim með þrjár stelpur. Þær eru náttúrulega orðnar rótgrónar þar sem við bjuggum,“ sagði hann. „En þetta var það spennandi að okkur langaði að láta reyna á þetta þannig að vonandi endist þetta jafnlengi og samningurinn segir til um,“ sagði Jóhannes Harðarson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira