Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 09:01 Félagsskipti Gylfa Þór Sigurðssonar hafa vakið mikla athygli alveg eins og þau hjá Pétri Péturssyni fyrir næstum því fjórum áratugum síðan. Víkingur/timarit.is/DV Ég held að það deili enginn um það mat undirritaðs að félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Val yfir í Víking í vikunni séu í hópi þeirra allra stærstu í sögu íslenskra knattspyrnu. En þekkjum við stærri félagsskipti hér á Íslandi? Markakóngur íslenska landsliðsins frá upphafi var þarna að fara á milli liða sem bæði enduðu í hópi þriggja bestu liða síðasta tímabils. Við þekkjum það auðvitað þegar leikmenn koma heim úr atvinnumennsku og fara ekki í sín uppeldisfélög heldur elta góða samninga annars staðar. Það eru mörg dæmi um það og eitt það allra stærsta er þegar Atli Eðvaldsson fór í KR en ekki Val þegar hann heim úr atvinnumennskunni 1990. Við þekkjum líka endalaus dæmi um það þegar leikmenn fara frá minni klúbbum í þá stærri. Það eru dæmi um leikmenn sem yfirgefa félög þegar þau falla eða leikmenn sem eru að færa sig upp um deild með því að fara á milli félaga. Það eru mörg dæmi um slíkt og eins um leikmenn sem skipta á milli liða til að fá að spila fleiri mínútur. Annað dæmi um stór félagsskipti var þegar Bjarni Guðjónsson skipti úr ÍA í KR um mitt sumar, nokkrum dögum eftir að faðir hans Guðjón Þórðarson var látinn fara frá félaginu. Skagamenn féllu það haust og Bjarni hefur verið KR-ingur síðan. Guðjón kom líka við sögu þegar hann fór frá ÍA yfir í KR eftir 1993 tímabilið. Þá fylgdi honum markvörðurinn Kristján Finnbogason og og árið eftir færði markaskorarinn Mihajlo Bibercic sig yfir í Vesturbæinn líka. Að fara á milli KR og ÍA Hingað til hafa einmitt stærstu félagsskiptin innanlands snúist um samgang á milli KR og ÍA, sem eru tvö sigursælustu félög sögunnar. Ein þau fyrstu voru þegar Eyleifur Hafsteinsson, þá einn efnilegasti leikmaður landsins, færði sig sig frá ÍA yfir í KR. Það hefur samt verið miklu minna um það að leikmenn séu að færa sig beint á milli stærstu félaganna í Íslandi, hvað þá að félög séu að kaupa þá. Íslensk félög hafa kannski keypt upp samninga leikmanna frá erlendum liðum undanfarin ár en það eru örfá dæmi um að milljónir séu að fara á milli íslenskra félaga við leikmannakaup. Það eru vissulega til dæmi um að stór nöfn séu að færa sig á milli stóru klúbbanna en oft er það vegna þess að menn eru búnir að afskrifa þá. Hér má nefna þegar Guðmundur Benediktsson fór frá KR í Val, Pablo Punyed fór frá KR í Víking eða þegar Kjartan Henry Finnbogason fór frá KR í FH. Aftur er það KR sem í aðalhlutverki. Pétur Pétursson í stóru viðtali við Dagblaðið Vísi eftir að félagsskiptin voru opinberuð. Þetta var fyrsta myndin af honum í KR-búningnum.timarit.is/DV Þegar ég sá Víkinga staðfesta félagsskiptin hans Gylfa í fyrradag þá komu ein félagsskipti strax upp í hugann. Það getur vel verið að þau séu fleiri sem vilja inngöngu í þennan klúbb en ekkert þeirra getur samt verið stærra en félagsskipti Pétur Péturssonar úr ÍA í KR á svipuðu tíma í febrúar 1987. Pétur Pétursson sló í gegn upp á Skaga en fór ungur í atvinnumennsku eftir magnað 1978 tímabil. Hann kom heim úr atvinnumennsku um mitt sumar 1986 og fór þá aftur heim í ÍA. Hjálpaði meðal annars Skagamönnum að verða bikarmeistarar með því að skora bæði mörk liðsins í bikarúrslitaleiknum. Samdi við erkióvininn í KR Um veturinn kom hins vegar sprengjan sem hristi vel upp í hlutunum. Pétur ákvað að yfirgefa Skagaliðið en semja frekar við erkióvininn í KR. „Ég er mjög ánægður með að málin séu loksins komin á hreint. Hlutirnir hafa meira eða minna verið í lausu lofti síðan í maí í fyrra, ég hef ekki vitað hvort ég yrði áfram á Akranesi, færi aftur í atvinnumennsku eða í annað félag á íslandi, en nú hef ég gengið frá félagaskiptum yfir í KR og hlakka mikið til keppnistímabilsins," sagði Pétur Pétursson við blaðamann Morgunblaðsins. Hann talaði um í viðtalinu að hann vildi búa í Reykjavík en í þá daga voru engin Hvalfjarðargöng og því tók það mun lengri tíma að fara á milli staðanna. „Ég er Skagamaður, þar á ég mína vini, Skagamenn hafa stutt vel við bakið á mér og því var þetta ofsalega erfið ákvörðun en nauðsynleg og að henni hlaut að koma,“ sagði Pétur í sama viðtali. „Þeir mega bara ekki halda að ég sé að svíkja lit og ég vona að Skagamenn skilji afstöðu mína. Auk þess má vel vera að ég eigi eftir að spila aftur með Skagaliðinu. Ég þakka öllum Skagamönnum fyrir gott samstarf á liðnum árum og á mér þá ósk heitasta að ekki verði kal á milli okkar,“ sagði Pétur. Hann kláraði ferilinn hjá KR og spilaði aldrei aftur með ÍA. Síðustu leikir hans á ferlinum voru sem spilaði þjálfari Tindastóls. Hlæ alltaf jafnhátt þegar ég heyri þetta DV tók líka stórt viðtal við Pétur og þar var hann spurður út í sögusagnirnar að hann væri að fá mikinn pening fyrir að fara í KR. „Ég átti von á því að sögusagnir færu á kreik um eina eða aðra upphæð. Ég hef heyrt að einhverjir á Akranesi breiði það út að KR hafi borgað mér 7-8 milljónir fyrir að koma í félagið. Ég hef heyrt margar aðrar upphæðir en hlæ alltaf jafnhátt þegar ég heyri þetta. Sannleikurinn er nefnilega sá að ég fékk ekki krónu frá KR-ingum,“ sagði Pétur í viðtalinu og með því birtist fyrsta myndin af honum í KR-búningnum. Eitthvað sem var örugglega mikið sjokk fyrir Skagamenn á þessum tíma. Félagsskipti Péturs hljóta að vera í sama flokki og þau hjá Gylfa í gær. Áratugum áður höfðu KR-ingar fengið Baldvini Baldvinssyni frá Fram fyrir 1965 tímabilið en hann var þá að koma heim frá Danmörku. Engu að síður teljast þau félagsskipti vera tímamót enda nánast óþekkt í þá daga að þekktir leikmenn væru að fara á milli félaga. Það vakti líka mikla athygli þegar Matthías Hallgrímsson fór frá ÍA yfir í Val fyrir 1980 tímabilið. Hann var þarna orðinn gamall leikmaður á þeirra tíma mælikvarða en varð Íslandsmeistari og markakóngur á fyrsta ári með Val. Eins var með Guðmund Steinsson ellefu árum síðar sem færði sig frá Fram yfir í Viking og varð markakóngur og Íslandsmeistari á fyrsta ári í Víkinni. Ég vona að ég sé ekki að gleyma einhverjum í þessari stuttu upptalningu en í mínum huga þá flokkast félagsskipti Gylfa með félagsskiptum Péturs frá því fyrir 38 árum sem þau stærstu í Íslandssögunni. Besta deild karla KR ÍA Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Markakóngur íslenska landsliðsins frá upphafi var þarna að fara á milli liða sem bæði enduðu í hópi þriggja bestu liða síðasta tímabils. Við þekkjum það auðvitað þegar leikmenn koma heim úr atvinnumennsku og fara ekki í sín uppeldisfélög heldur elta góða samninga annars staðar. Það eru mörg dæmi um það og eitt það allra stærsta er þegar Atli Eðvaldsson fór í KR en ekki Val þegar hann heim úr atvinnumennskunni 1990. Við þekkjum líka endalaus dæmi um það þegar leikmenn fara frá minni klúbbum í þá stærri. Það eru dæmi um leikmenn sem yfirgefa félög þegar þau falla eða leikmenn sem eru að færa sig upp um deild með því að fara á milli félaga. Það eru mörg dæmi um slíkt og eins um leikmenn sem skipta á milli liða til að fá að spila fleiri mínútur. Annað dæmi um stór félagsskipti var þegar Bjarni Guðjónsson skipti úr ÍA í KR um mitt sumar, nokkrum dögum eftir að faðir hans Guðjón Þórðarson var látinn fara frá félaginu. Skagamenn féllu það haust og Bjarni hefur verið KR-ingur síðan. Guðjón kom líka við sögu þegar hann fór frá ÍA yfir í KR eftir 1993 tímabilið. Þá fylgdi honum markvörðurinn Kristján Finnbogason og og árið eftir færði markaskorarinn Mihajlo Bibercic sig yfir í Vesturbæinn líka. Að fara á milli KR og ÍA Hingað til hafa einmitt stærstu félagsskiptin innanlands snúist um samgang á milli KR og ÍA, sem eru tvö sigursælustu félög sögunnar. Ein þau fyrstu voru þegar Eyleifur Hafsteinsson, þá einn efnilegasti leikmaður landsins, færði sig sig frá ÍA yfir í KR. Það hefur samt verið miklu minna um það að leikmenn séu að færa sig beint á milli stærstu félaganna í Íslandi, hvað þá að félög séu að kaupa þá. Íslensk félög hafa kannski keypt upp samninga leikmanna frá erlendum liðum undanfarin ár en það eru örfá dæmi um að milljónir séu að fara á milli íslenskra félaga við leikmannakaup. Það eru vissulega til dæmi um að stór nöfn séu að færa sig á milli stóru klúbbanna en oft er það vegna þess að menn eru búnir að afskrifa þá. Hér má nefna þegar Guðmundur Benediktsson fór frá KR í Val, Pablo Punyed fór frá KR í Víking eða þegar Kjartan Henry Finnbogason fór frá KR í FH. Aftur er það KR sem í aðalhlutverki. Pétur Pétursson í stóru viðtali við Dagblaðið Vísi eftir að félagsskiptin voru opinberuð. Þetta var fyrsta myndin af honum í KR-búningnum.timarit.is/DV Þegar ég sá Víkinga staðfesta félagsskiptin hans Gylfa í fyrradag þá komu ein félagsskipti strax upp í hugann. Það getur vel verið að þau séu fleiri sem vilja inngöngu í þennan klúbb en ekkert þeirra getur samt verið stærra en félagsskipti Pétur Péturssonar úr ÍA í KR á svipuðu tíma í febrúar 1987. Pétur Pétursson sló í gegn upp á Skaga en fór ungur í atvinnumennsku eftir magnað 1978 tímabil. Hann kom heim úr atvinnumennsku um mitt sumar 1986 og fór þá aftur heim í ÍA. Hjálpaði meðal annars Skagamönnum að verða bikarmeistarar með því að skora bæði mörk liðsins í bikarúrslitaleiknum. Samdi við erkióvininn í KR Um veturinn kom hins vegar sprengjan sem hristi vel upp í hlutunum. Pétur ákvað að yfirgefa Skagaliðið en semja frekar við erkióvininn í KR. „Ég er mjög ánægður með að málin séu loksins komin á hreint. Hlutirnir hafa meira eða minna verið í lausu lofti síðan í maí í fyrra, ég hef ekki vitað hvort ég yrði áfram á Akranesi, færi aftur í atvinnumennsku eða í annað félag á íslandi, en nú hef ég gengið frá félagaskiptum yfir í KR og hlakka mikið til keppnistímabilsins," sagði Pétur Pétursson við blaðamann Morgunblaðsins. Hann talaði um í viðtalinu að hann vildi búa í Reykjavík en í þá daga voru engin Hvalfjarðargöng og því tók það mun lengri tíma að fara á milli staðanna. „Ég er Skagamaður, þar á ég mína vini, Skagamenn hafa stutt vel við bakið á mér og því var þetta ofsalega erfið ákvörðun en nauðsynleg og að henni hlaut að koma,“ sagði Pétur í sama viðtali. „Þeir mega bara ekki halda að ég sé að svíkja lit og ég vona að Skagamenn skilji afstöðu mína. Auk þess má vel vera að ég eigi eftir að spila aftur með Skagaliðinu. Ég þakka öllum Skagamönnum fyrir gott samstarf á liðnum árum og á mér þá ósk heitasta að ekki verði kal á milli okkar,“ sagði Pétur. Hann kláraði ferilinn hjá KR og spilaði aldrei aftur með ÍA. Síðustu leikir hans á ferlinum voru sem spilaði þjálfari Tindastóls. Hlæ alltaf jafnhátt þegar ég heyri þetta DV tók líka stórt viðtal við Pétur og þar var hann spurður út í sögusagnirnar að hann væri að fá mikinn pening fyrir að fara í KR. „Ég átti von á því að sögusagnir færu á kreik um eina eða aðra upphæð. Ég hef heyrt að einhverjir á Akranesi breiði það út að KR hafi borgað mér 7-8 milljónir fyrir að koma í félagið. Ég hef heyrt margar aðrar upphæðir en hlæ alltaf jafnhátt þegar ég heyri þetta. Sannleikurinn er nefnilega sá að ég fékk ekki krónu frá KR-ingum,“ sagði Pétur í viðtalinu og með því birtist fyrsta myndin af honum í KR-búningnum. Eitthvað sem var örugglega mikið sjokk fyrir Skagamenn á þessum tíma. Félagsskipti Péturs hljóta að vera í sama flokki og þau hjá Gylfa í gær. Áratugum áður höfðu KR-ingar fengið Baldvini Baldvinssyni frá Fram fyrir 1965 tímabilið en hann var þá að koma heim frá Danmörku. Engu að síður teljast þau félagsskipti vera tímamót enda nánast óþekkt í þá daga að þekktir leikmenn væru að fara á milli félaga. Það vakti líka mikla athygli þegar Matthías Hallgrímsson fór frá ÍA yfir í Val fyrir 1980 tímabilið. Hann var þarna orðinn gamall leikmaður á þeirra tíma mælikvarða en varð Íslandsmeistari og markakóngur á fyrsta ári með Val. Eins var með Guðmund Steinsson ellefu árum síðar sem færði sig frá Fram yfir í Viking og varð markakóngur og Íslandsmeistari á fyrsta ári í Víkinni. Ég vona að ég sé ekki að gleyma einhverjum í þessari stuttu upptalningu en í mínum huga þá flokkast félagsskipti Gylfa með félagsskiptum Péturs frá því fyrir 38 árum sem þau stærstu í Íslandssögunni.
Besta deild karla KR ÍA Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira