„Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 19:01 Sölvi Geir fagnar komu Gylfa en hefur lítinn áhuga á fjölmiðlafárinu. Vísir/Samsett Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er ánægður með nýjustu kaup Víkinga. Gylfi Þór Sigurðsson varð leikmaður liðsins í gær. Hann er þó með fullan hug við stórleik morgundagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Tilkynnt var í gær um skipti Gylfa til Víkings frá Val. Víkingur greiðir um 20 milljónir fyrir og um að ræða stærstu skipti sem orðið hafa milli liða hérlendis. Gylfi Þór getur ekki tekið þátt í Sambandsdeildinni með Víkingum en Sölvi Geir fagnar komu hans. „Þetta er náttúrulega bara risastórt. Það vita allir hversu góður leikmaður Gylfi er. Fyrst og fremst hvernig persóna þetta er. Hann er með mikið sigurhugarfar, líka bara upp á æfingakúltúrinn hjá Víkingi, sem við leggjum mikla áherslu á,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Þakkar samstarfsfólkinu Sölvi þekkir Gylfa frá tíma þeirra saman hjá íslenska landsliðinu. Bæði þegar þeir spiluðu þar saman og þá var Sölvi einnig í þjálfarateymi landsliðsins á síðasta ári. „Hann smellpassar inn í það umhverfi. Ég þekki Gylfa vel persónulega, hvernig hann æfir og ber sig sem atvinnumaður. Það er líka mikilvægt að fá þannig karakter inn í liðið fyrir okkur til að halda áfram að bæta okkur og þróa okkur sem lið,“ segir Sölvi sem þakkar starfsfólki félagsins fyrir að koma skiptunum yfir línuna. „Þetta er rosalega sterkt og flott kaup hjá okkur Víkingum og mikið hrós á alla sem stóðu að baki þessu. Allir hjá Víkingi eru að leggja sitt á vogarskálarnar og það þarf einmitt það til að viðhalda svona velgengni eins hefur verið. Að menn séu ekki að sofna á verðinum og halda áfram að ýta við hvorum öðrum.“ Fjölmiðlafóður Gustað hefur um Gylfa síðustu tvo sólarhringa. Valsmenn hafa gagnrýnt framkomu hans og þeirra sem standa honum nærri. Gylfi sjálfur svaraði þeim fullyrðingum í dag. Sölvi hefur engan áhuga á að blanda sér í þá sálma. Hann er, eðlilega, með hugann annars staðar. „Nei. Það er ekki eitthvað sem ég vil ræða. Þetta er bara pressu matur,“ segir Sölvi og hlær. „Ég er að einbeita mér núna að allt öðru efni en einhverri dramatík heima á Íslandi. Ég veit bara að Gylfi er mjög góður strákur og hreinskilinn. Ég stend með honum, því trúi ég bara.“ Víkingur vann frækinn 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í Helsinki fyrir tæpri viku. Liðið fer því með forystu í síðari leikinn í Aþenu. Víkingur mætir Panathinaikos klukkan 20:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Tilkynnt var í gær um skipti Gylfa til Víkings frá Val. Víkingur greiðir um 20 milljónir fyrir og um að ræða stærstu skipti sem orðið hafa milli liða hérlendis. Gylfi Þór getur ekki tekið þátt í Sambandsdeildinni með Víkingum en Sölvi Geir fagnar komu hans. „Þetta er náttúrulega bara risastórt. Það vita allir hversu góður leikmaður Gylfi er. Fyrst og fremst hvernig persóna þetta er. Hann er með mikið sigurhugarfar, líka bara upp á æfingakúltúrinn hjá Víkingi, sem við leggjum mikla áherslu á,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Þakkar samstarfsfólkinu Sölvi þekkir Gylfa frá tíma þeirra saman hjá íslenska landsliðinu. Bæði þegar þeir spiluðu þar saman og þá var Sölvi einnig í þjálfarateymi landsliðsins á síðasta ári. „Hann smellpassar inn í það umhverfi. Ég þekki Gylfa vel persónulega, hvernig hann æfir og ber sig sem atvinnumaður. Það er líka mikilvægt að fá þannig karakter inn í liðið fyrir okkur til að halda áfram að bæta okkur og þróa okkur sem lið,“ segir Sölvi sem þakkar starfsfólki félagsins fyrir að koma skiptunum yfir línuna. „Þetta er rosalega sterkt og flott kaup hjá okkur Víkingum og mikið hrós á alla sem stóðu að baki þessu. Allir hjá Víkingi eru að leggja sitt á vogarskálarnar og það þarf einmitt það til að viðhalda svona velgengni eins hefur verið. Að menn séu ekki að sofna á verðinum og halda áfram að ýta við hvorum öðrum.“ Fjölmiðlafóður Gustað hefur um Gylfa síðustu tvo sólarhringa. Valsmenn hafa gagnrýnt framkomu hans og þeirra sem standa honum nærri. Gylfi sjálfur svaraði þeim fullyrðingum í dag. Sölvi hefur engan áhuga á að blanda sér í þá sálma. Hann er, eðlilega, með hugann annars staðar. „Nei. Það er ekki eitthvað sem ég vil ræða. Þetta er bara pressu matur,“ segir Sölvi og hlær. „Ég er að einbeita mér núna að allt öðru efni en einhverri dramatík heima á Íslandi. Ég veit bara að Gylfi er mjög góður strákur og hreinskilinn. Ég stend með honum, því trúi ég bara.“ Víkingur vann frækinn 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í Helsinki fyrir tæpri viku. Liðið fer því með forystu í síðari leikinn í Aþenu. Víkingur mætir Panathinaikos klukkan 20:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira