Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2025 10:01 Gylfi Þór í leik með Valsmönnum. vísir/hulda margrét Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn. Fyrst var það Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar, í pistli sem hann birti á stuðningsmannasíðu félagsins þar sem hann vildi útskýra af hverju félagið hefði ákveðið að selja Gylfa. „Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins,“ ritaði Björn Steinar meðal annars. Íþróttadeild heyrði síðan í Styrmi Þór Bragasyni, varaformanni knattspyrnudeildar, og frammistaða Gylfa í þessum leik gegn ÍA var honum einnig hugleikin. „Hann hefur sýnt mjög fagmannlega framkomu hér á æfingum og leikjum hingað til. En framkoma hans á móti Skaganum á laugardaginn var bara þess eðlis að bæði leikmenn og þeir sem standa að félaginu og stuðningsmenn eru mjög ósáttir við það hvernig hans framganga var,“ sagði Styrmir. „Ég held að menn verði bara að setjast niður og horfa á leikinn og séð hvernig það var. Það getur hver sem er séð það, að leikmanni sem á eins feril og Gylfi, að það er ekki mjög fagmannlegt hvernig það fór fram.“ Íþróttadeild tók Styrmi á orðinu og grandskoðaði leikinn. Gylfi átti vissulega mjög slakan leik með fyrirliðabandið á hendinni. Það má líka sjá örfá atvik í leiknum þar sem hann virðist gefast upp eða gera hlutina með hangandi hendi. Það er ekki í takt við þann Gylfa sem við þekkjum þar sem vinnusemi er oftar en ekki hans aðalsmerki. Svo hefur því verið fleygt að hann hafi neitað að taka vítaspyrnuna sem Valur fékk í leiknum. Nokkrum mínútum síðar er hann tekinn af velli. Þjálfari Vals, Srdjan Tufegdzic, ræðir stuttlega við Gylfa er hann kemur af velli í stað þess að taka í hönd hans. Hann krossleggur síðan hendur og virkar ósáttur. Í klippunni hér að neðan má sjá það sem helsta sem stakk í stúf við frammistöðu Gylfa í leiknum sem reyndist vera kveðjuleikur hans í búningi Vals. Dæmi hver fyrir sig hvort hann sýndi félaginu og liðsfélögum sínum vanvirðingu með frammistöðu sinni í leiknum líkt og forráðamenn Vals halda fram. Klippa: Lokaleikur Gylfa í Valstreyjunni Besta deild karla Valur Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Fyrst var það Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar, í pistli sem hann birti á stuðningsmannasíðu félagsins þar sem hann vildi útskýra af hverju félagið hefði ákveðið að selja Gylfa. „Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins,“ ritaði Björn Steinar meðal annars. Íþróttadeild heyrði síðan í Styrmi Þór Bragasyni, varaformanni knattspyrnudeildar, og frammistaða Gylfa í þessum leik gegn ÍA var honum einnig hugleikin. „Hann hefur sýnt mjög fagmannlega framkomu hér á æfingum og leikjum hingað til. En framkoma hans á móti Skaganum á laugardaginn var bara þess eðlis að bæði leikmenn og þeir sem standa að félaginu og stuðningsmenn eru mjög ósáttir við það hvernig hans framganga var,“ sagði Styrmir. „Ég held að menn verði bara að setjast niður og horfa á leikinn og séð hvernig það var. Það getur hver sem er séð það, að leikmanni sem á eins feril og Gylfi, að það er ekki mjög fagmannlegt hvernig það fór fram.“ Íþróttadeild tók Styrmi á orðinu og grandskoðaði leikinn. Gylfi átti vissulega mjög slakan leik með fyrirliðabandið á hendinni. Það má líka sjá örfá atvik í leiknum þar sem hann virðist gefast upp eða gera hlutina með hangandi hendi. Það er ekki í takt við þann Gylfa sem við þekkjum þar sem vinnusemi er oftar en ekki hans aðalsmerki. Svo hefur því verið fleygt að hann hafi neitað að taka vítaspyrnuna sem Valur fékk í leiknum. Nokkrum mínútum síðar er hann tekinn af velli. Þjálfari Vals, Srdjan Tufegdzic, ræðir stuttlega við Gylfa er hann kemur af velli í stað þess að taka í hönd hans. Hann krossleggur síðan hendur og virkar ósáttur. Í klippunni hér að neðan má sjá það sem helsta sem stakk í stúf við frammistöðu Gylfa í leiknum sem reyndist vera kveðjuleikur hans í búningi Vals. Dæmi hver fyrir sig hvort hann sýndi félaginu og liðsfélögum sínum vanvirðingu með frammistöðu sinni í leiknum líkt og forráðamenn Vals halda fram. Klippa: Lokaleikur Gylfa í Valstreyjunni
Besta deild karla Valur Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira