Stendur þú skil á þínu? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 17. október 2014 07:00 Í vor var ég á fundi með nokkrum félagsmönnum í Samtökum iðnaðarins þegar ég var spurð eftirfarandi spurningar: „Hvernig ætlar þú að útrýma svartri atvinnustarfsemi nú þegar þú ert orðin formaður SI?“ Ég verð að viðurkenna að mér varð orða vant eitt augnablik enda stórt spurt. Svört atvinnustarfsemi er ákveðið þjóðarmein sem hefur verið viðloðandi íslenska viðskiptahætti svo lengi sem elstu menn muna. Það er þjóðarmein þegar einhverjir telja sig yfir það hafna að greiða til samfélagsins sanngjarnan hluta af tekjum sínum. Fjármuni sem skila sér síðan aftur til okkar í formi sjúkrahúsa, elliheimila, leik- og grunnskóla og vegakerfis svo fátt eitt sé nefnt. Talið er að tekjutap hins opinbera vegna skattsvika hér á landi nemi nálægt 70 milljörðum á hverju einasta ári. Fyrir þá fjárhæð væri t.d. hægt að byggja nýjan Landspítala, leggja hefðbundinn þjóðveg hringinn í kringum landið, fjármagna rekstur Háskóla Íslands í 4 ár eða reka alla almenna heilsugæslu í tvö ár. Síðast en ekki síst gætum við lækkað skattaálögur á einstaklinga um 36% fyrir þessa fjárhæð. Með öðrum orðum, hinn almenni borgari er í dag að greiða með svartri atvinnustarfsemi vegna örfárra einstaklinga sem taka ekki þátt í að skapa þá velferð sem þeir sjálfir vilja lifa við. Þeim finnst í lagi að einhverjir aðrir beri þær byrðar … bara ekki ég. Á þessum fyrrnefnda fundi í vor svaraði ég því þannig til að ég, ein og sér, gæti aldrei útrýmt svartri atvinnustarfsemi. Til þess að koma í veg fyrir svarta vinnu þarf hugarfarsbreytingu okkar allra. Við þurfum að hætta að kaupa vörur og þjónustu af aðilum sem ekki vilja greiða lögbundinn skatt af því. Við þurfum að beina viðskiptum okkar til þeirra fjölmörgu aðila sem starfa af heiðarleika í þessu landi og leggja sig fram um að standa skil á sínu. Svört vinna er ólögleg. Svört atvinnustarfsemi er svik. Launamenn eiga að njóta lögbundinna réttinda af vinnu sinni. Samtök iðnaðarins berjast fyrir sanngjörnum og heiðarlegum viðskiptaháttum og hvetja landsmenn til að sniðganga þá atvinnustarfsemi sem ekki er uppi á borðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í vor var ég á fundi með nokkrum félagsmönnum í Samtökum iðnaðarins þegar ég var spurð eftirfarandi spurningar: „Hvernig ætlar þú að útrýma svartri atvinnustarfsemi nú þegar þú ert orðin formaður SI?“ Ég verð að viðurkenna að mér varð orða vant eitt augnablik enda stórt spurt. Svört atvinnustarfsemi er ákveðið þjóðarmein sem hefur verið viðloðandi íslenska viðskiptahætti svo lengi sem elstu menn muna. Það er þjóðarmein þegar einhverjir telja sig yfir það hafna að greiða til samfélagsins sanngjarnan hluta af tekjum sínum. Fjármuni sem skila sér síðan aftur til okkar í formi sjúkrahúsa, elliheimila, leik- og grunnskóla og vegakerfis svo fátt eitt sé nefnt. Talið er að tekjutap hins opinbera vegna skattsvika hér á landi nemi nálægt 70 milljörðum á hverju einasta ári. Fyrir þá fjárhæð væri t.d. hægt að byggja nýjan Landspítala, leggja hefðbundinn þjóðveg hringinn í kringum landið, fjármagna rekstur Háskóla Íslands í 4 ár eða reka alla almenna heilsugæslu í tvö ár. Síðast en ekki síst gætum við lækkað skattaálögur á einstaklinga um 36% fyrir þessa fjárhæð. Með öðrum orðum, hinn almenni borgari er í dag að greiða með svartri atvinnustarfsemi vegna örfárra einstaklinga sem taka ekki þátt í að skapa þá velferð sem þeir sjálfir vilja lifa við. Þeim finnst í lagi að einhverjir aðrir beri þær byrðar … bara ekki ég. Á þessum fyrrnefnda fundi í vor svaraði ég því þannig til að ég, ein og sér, gæti aldrei útrýmt svartri atvinnustarfsemi. Til þess að koma í veg fyrir svarta vinnu þarf hugarfarsbreytingu okkar allra. Við þurfum að hætta að kaupa vörur og þjónustu af aðilum sem ekki vilja greiða lögbundinn skatt af því. Við þurfum að beina viðskiptum okkar til þeirra fjölmörgu aðila sem starfa af heiðarleika í þessu landi og leggja sig fram um að standa skil á sínu. Svört vinna er ólögleg. Svört atvinnustarfsemi er svik. Launamenn eiga að njóta lögbundinna réttinda af vinnu sinni. Samtök iðnaðarins berjast fyrir sanngjörnum og heiðarlegum viðskiptaháttum og hvetja landsmenn til að sniðganga þá atvinnustarfsemi sem ekki er uppi á borðum.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun