Breytingar á neyslusköttum – mikilvægt skref í rétta átt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 11. september 2014 07:00 Boðaðar breytingar á virðisaukaskatti og afnám vörugjalda í nýju fjárlagafrumvarpi eru afar jákvæðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Bæði neytendur og framleiðendur munu njóta góðs af breytingunum og innheimta skatta fyrir ríkissjóð verður einfaldari og skilvirkari. Neytendur munu enn fremur njóta minnkandi kostnaðar við innheimtu vörugjalda. Hins vegar eru það mikil vonbrigði að til standi að hætta endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað. Breytingar á virðisaukaskatti eiga að taka gildi um næstu áramót og fela í sér að efra þrep skattsins lækkar úr 25,5% í 24% en neðra þrepið hækkar úr 7% í 12% auk þess sem stofn skattsins breikkar. Vissulega hækkar almennt matarverð, en á móti vegur afnám vörugjalda á matvæli sem voru afar íþyngjandi og á margan hátt falin skattlagning. Þessi breyting er í góðu samræmi við áherslur Samtaka iðnaðarins á að dregið sé úr bili milli skattþrepa og hætt innheimtu ógegnsærra og óskilvirkra vörugjalda. Í heild sinni er þessum aðgerðum ekki ætlað að auka tekjur ríkissjóðs og því verða ekki neikvæð áhrif á verðlag. Raunar má færa gild rök fyrir hinu gagnstæða.Mikil vonbrigði Samtök iðnaðarins hafa um langt árabil barist fyrir afnámi vörugjalda enda byggði sú skattlagning á óljósum forsendum. Það eru hins vegar mikil vonbrigði að hætta eigi við 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu á byggingarstað. Ríkir almannahagsmunir réðu því að stjórnvöld ákváðu að fara í þessa aðgerð árið 2009. Atvinnuástand var slæmt og auk þess var endurgreiðslan mikilvægur liður í að draga úr svartri atvinnustarfsemi. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi stendur til að lækka endurgreiðsluna aftur í 60%. Samtök iðnaðarins styðja að endurgreiðsluheimild til sveitarfélaga verði felld úr gildi enda ekki þörf á að hvetja til opinberra byggingaframkvæmda. Samtökin telja hins vegar fulla ástæðu til að framlengja endurgreiðsluna í almennri byggingastarfsemi til að sporna gegn svartri atvinnustarfsemi. Færa má fyrir því gild rök að 100% endurgreiðsla hafi jákvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs enda mikilvægur hvati þess að hafa öll viðskipti uppi á borði. Einfaldara og skilvirkara skattkerfi hefur frá upphafi verið eitt helsta baráttumál Samtaka iðnaðarins. Með þessum breytingum eru stigin mikilvæg skref í rétta átt. Halda þarf áfram á þeirri braut og vilja Samtök iðnaðarins eiga gott samstarf við stjórnvöld um næstu skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Boðaðar breytingar á virðisaukaskatti og afnám vörugjalda í nýju fjárlagafrumvarpi eru afar jákvæðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Bæði neytendur og framleiðendur munu njóta góðs af breytingunum og innheimta skatta fyrir ríkissjóð verður einfaldari og skilvirkari. Neytendur munu enn fremur njóta minnkandi kostnaðar við innheimtu vörugjalda. Hins vegar eru það mikil vonbrigði að til standi að hætta endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað. Breytingar á virðisaukaskatti eiga að taka gildi um næstu áramót og fela í sér að efra þrep skattsins lækkar úr 25,5% í 24% en neðra þrepið hækkar úr 7% í 12% auk þess sem stofn skattsins breikkar. Vissulega hækkar almennt matarverð, en á móti vegur afnám vörugjalda á matvæli sem voru afar íþyngjandi og á margan hátt falin skattlagning. Þessi breyting er í góðu samræmi við áherslur Samtaka iðnaðarins á að dregið sé úr bili milli skattþrepa og hætt innheimtu ógegnsærra og óskilvirkra vörugjalda. Í heild sinni er þessum aðgerðum ekki ætlað að auka tekjur ríkissjóðs og því verða ekki neikvæð áhrif á verðlag. Raunar má færa gild rök fyrir hinu gagnstæða.Mikil vonbrigði Samtök iðnaðarins hafa um langt árabil barist fyrir afnámi vörugjalda enda byggði sú skattlagning á óljósum forsendum. Það eru hins vegar mikil vonbrigði að hætta eigi við 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu á byggingarstað. Ríkir almannahagsmunir réðu því að stjórnvöld ákváðu að fara í þessa aðgerð árið 2009. Atvinnuástand var slæmt og auk þess var endurgreiðslan mikilvægur liður í að draga úr svartri atvinnustarfsemi. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi stendur til að lækka endurgreiðsluna aftur í 60%. Samtök iðnaðarins styðja að endurgreiðsluheimild til sveitarfélaga verði felld úr gildi enda ekki þörf á að hvetja til opinberra byggingaframkvæmda. Samtökin telja hins vegar fulla ástæðu til að framlengja endurgreiðsluna í almennri byggingastarfsemi til að sporna gegn svartri atvinnustarfsemi. Færa má fyrir því gild rök að 100% endurgreiðsla hafi jákvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs enda mikilvægur hvati þess að hafa öll viðskipti uppi á borði. Einfaldara og skilvirkara skattkerfi hefur frá upphafi verið eitt helsta baráttumál Samtaka iðnaðarins. Með þessum breytingum eru stigin mikilvæg skref í rétta átt. Halda þarf áfram á þeirri braut og vilja Samtök iðnaðarins eiga gott samstarf við stjórnvöld um næstu skref.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun