Með hugann við hætturnar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Bárðarbunga, eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands, hefur látið á sér kræla að undanförnu og átt sviðið í fréttum vikunnar. Gos í fjallinu eða nálægt því gæti framkallað gífurlegar hamfarir, sérstaklega ef gýs undir mörg hundruð metra þykkri jökulhettunni. Þá getur jökulhlaup frá fjallinu ógnað byggðum og mannvirkjum í mörg hundruð kílómetra fjarlægð. Jarðvísindunum hefur fleygt svo fram að það er hægt að vakta eldfjall eins og Bárðarbungu margfalt betur en fyrir fáeinum árum, að ekki sé talað um á öldum áður, þegar engin leið var að vara fólk við eldsumbrotum. Það er því ekki líklegt að gos í Bárðarbungueldstöðinni komi okkur að óvörum og valdi til dæmis stórfelldu manntjóni. Samt er full þörf á að hafa varann á. Samfélag nútímans, með sínum samgöngu- og fjarskiptamannvirkjum, flugsamgöngum og svo framvegis, er á vissum sviðum viðkvæmara fyrir áhrifum náttúruhamfara en það var áður. Fréttablaðið fjallaði um það í gær að jarðhræringarnar við Bárðarbungu nú eru í raun framhald hrinu sem hófst árið 2007. Vorið 2010 var aftur talsverður órói í fjallinu og þá vöktu starfsmenn Almannavarna athygli á að ekki væri til sérstakt hættumat og viðbragðsáætlun vegna goss í Bárðarbungu, líkt og unnið hefði verið vegna Kötlu og Mýrdalsjökuls. Þá var sömuleiðis bent á að gos í Bárðarbungu gæti jafnvel orðið afdrifaríkara en gos í Eyjafjallajökli, sem þá var nýafstaðið, vegna hættu á hamfaraflóðum sem meðal annars gætu farið niður Jökulsá á Fjöllum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er hvorki hættumat né viðbragðsáætlun vegna Bárðarbungu tilbúið fjórum áður síðar. Málið er hins vegar í vinnslu sem hluti af víðtæku og heildstæðu hættumati vegna eldgosa, sem vinna hófst við árið 2011. Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í blaðinu að mikilvægast væri að vinnan væri hafin, þótt ekki hefði enn tekizt að ljúka hættumati fyrir Bárðarbungu. Framgangur og staða verkefnisins væri hins vegar „háð því fjármagni sem sé til verka hverju sinni“ og æskilegast væri að hættumat lægi fyrir um alla náttúruvá á Íslandi. Þegar Fréttablaðið fjallaði um hættumatið sumarið 2012 kom fram að verkefnið myndi í heild kosta hundruð milljóna króna, en eingöngu var tryggt fé upp á einhverja tugi milljóna á ári næstu þrjú árin. Það er augljóslega mikilvægt verkefni að ljúka gerð hættumats og viðbragðsáætlana fyrir allar helztu eldstöðvar landsins. Við búum í hættulegu landi, þar sem náttúruöflin geta reglulega gert okkur verulega skráveifu. Það skiptir máli að hafa hugann við þessar hættur og vera viðbúin hamförunum til þess að þær valdi ekki meiri hættu eða tjóni en nauðsynlegt er. Fjárfesting í slíkum viðbúnaði getur skilað sér margfalt til baka. Það þarf að huga að henni til langs tíma, líka þegar þrengingar eru í ríkisfjármálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Bárðarbunga, eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands, hefur látið á sér kræla að undanförnu og átt sviðið í fréttum vikunnar. Gos í fjallinu eða nálægt því gæti framkallað gífurlegar hamfarir, sérstaklega ef gýs undir mörg hundruð metra þykkri jökulhettunni. Þá getur jökulhlaup frá fjallinu ógnað byggðum og mannvirkjum í mörg hundruð kílómetra fjarlægð. Jarðvísindunum hefur fleygt svo fram að það er hægt að vakta eldfjall eins og Bárðarbungu margfalt betur en fyrir fáeinum árum, að ekki sé talað um á öldum áður, þegar engin leið var að vara fólk við eldsumbrotum. Það er því ekki líklegt að gos í Bárðarbungueldstöðinni komi okkur að óvörum og valdi til dæmis stórfelldu manntjóni. Samt er full þörf á að hafa varann á. Samfélag nútímans, með sínum samgöngu- og fjarskiptamannvirkjum, flugsamgöngum og svo framvegis, er á vissum sviðum viðkvæmara fyrir áhrifum náttúruhamfara en það var áður. Fréttablaðið fjallaði um það í gær að jarðhræringarnar við Bárðarbungu nú eru í raun framhald hrinu sem hófst árið 2007. Vorið 2010 var aftur talsverður órói í fjallinu og þá vöktu starfsmenn Almannavarna athygli á að ekki væri til sérstakt hættumat og viðbragðsáætlun vegna goss í Bárðarbungu, líkt og unnið hefði verið vegna Kötlu og Mýrdalsjökuls. Þá var sömuleiðis bent á að gos í Bárðarbungu gæti jafnvel orðið afdrifaríkara en gos í Eyjafjallajökli, sem þá var nýafstaðið, vegna hættu á hamfaraflóðum sem meðal annars gætu farið niður Jökulsá á Fjöllum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er hvorki hættumat né viðbragðsáætlun vegna Bárðarbungu tilbúið fjórum áður síðar. Málið er hins vegar í vinnslu sem hluti af víðtæku og heildstæðu hættumati vegna eldgosa, sem vinna hófst við árið 2011. Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í blaðinu að mikilvægast væri að vinnan væri hafin, þótt ekki hefði enn tekizt að ljúka hættumati fyrir Bárðarbungu. Framgangur og staða verkefnisins væri hins vegar „háð því fjármagni sem sé til verka hverju sinni“ og æskilegast væri að hættumat lægi fyrir um alla náttúruvá á Íslandi. Þegar Fréttablaðið fjallaði um hættumatið sumarið 2012 kom fram að verkefnið myndi í heild kosta hundruð milljóna króna, en eingöngu var tryggt fé upp á einhverja tugi milljóna á ári næstu þrjú árin. Það er augljóslega mikilvægt verkefni að ljúka gerð hættumats og viðbragðsáætlana fyrir allar helztu eldstöðvar landsins. Við búum í hættulegu landi, þar sem náttúruöflin geta reglulega gert okkur verulega skráveifu. Það skiptir máli að hafa hugann við þessar hættur og vera viðbúin hamförunum til þess að þær valdi ekki meiri hættu eða tjóni en nauðsynlegt er. Fjárfesting í slíkum viðbúnaði getur skilað sér margfalt til baka. Það þarf að huga að henni til langs tíma, líka þegar þrengingar eru í ríkisfjármálum.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun