Busarnir boðnir velkomnir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Eftir nokkra daga byrja þúsundir ólögráða unglinga í nýjum skóla, framhaldsskóla. Foreldrarnir gera væntanlega ráð fyrir að vel verði tekið á móti þeim, enda geta margir verið dálítið litlir í sér þótt þeir séu orðnir sextán ára og telji sig færa í flestan sjó. Það er líka raunin víðast hvar, að minnsta kosti af hálfu skólayfirvalda og kennara. Hins vegar er ekki hægt að gera ráð fyrir að eldri samnemendur fagni þeim sem koma nýir í skólann, alltént ekki í öllum skólum. Sums staðar er tekið á móti nýnemum með kaffi og kökum, kvöldvökum og skoðunarferðum, en ennþá tíðkast í sumum framhaldsskólum fáránlegar „busavígslur“, þar sem börn eru atyrt, niðurlægð á ýmsan hátt og í sumum tilvikum hreinlega beitt ofbeldi. Til upprifjunar má tína til sumt af því sem hefur verið gert við „busana“ á allra síðustu árum. Væga útgáfan er að segja nýnemunum að þeir séu „óæðri“, megi ekki koma á ákveðin svæði í skólanum, eigi að hneigja sig fyrir eldri nemum eða sýna þeim undirgefni á annan hátt. Í svæsnari tilfellum er fólk gegnbleytt með garðslöngu, því er dýft ofan í fiskikör með slori, látið drekka ógeðsdrykki, margir í einu eru hífðir upp í neti með krana, fólk er bundið eða lokað inni. Margt af þessu væri ekki á röngum stað í ákæru fyrir frelsissviptingu og líkamsárás. Í ákveðnum skólum hefur gætt tregðu til að breyta þessari ómenningu. Fyrir tveimur árum fjallaði Fréttablaðið um busavígslur í skóla, þar sem vatni var sprautað á nýnema, þeir voru látnir baða sig í slori og ís og velta sér upp úr drullu. Skólameistarinn sagði í viðtali við blaðið: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því sem er uppbyggilegt.“ Hefðir af þessu tagi eru samt svo augljóslega vondar. Það er galin röksemdafærsla að eldri nemar eigi einhvern rétt á að koma illa fram við nýnema af því að einu sinni var komið þannig fram við þá sjálfa. Og skólameistari sem firrir sig ábyrgð á slíku athæfi í sínum skóla er ekki starfi sínu vaxinn. Það er þess vegna sérstaklega jákvætt að í ár hafa Skólameistarafélag Íslands og Félag íslenzkra framhaldsskóla skorið upp herör gegn ofbeldi og niðurlægingu í tengslum við busavígslur. Hjalti Jón Sveinsson, formaður beggja félaga og skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði í Fréttablaðinu í gær að leggja ætti áherzlu á að halda til haga skemmtilegum siðum og venjum þar sem nemendur væru boðnir velkomnir en hætta hinum niðurlægjandi busavígslum. Í sumum skólum gæti það þýtt afturhvarf til upprunans; í Menntaskólanum í Reykjavík er til dæmis eldgömul hefð fyrir „tolleringum“ en á seinni áratugum hefur hlaðizt utan á hana alls konar leikaraskapur, ómenning og vitleysa sem gjarnan má afnema. Kjarni málsins er sá að framhaldsskólarnir eru menntastofnanir, sem eiga að byggja fólk upp en ekki brjóta það niður. Í þeim anda á að sjálfsögðu að taka á móti nýnemum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir nokkra daga byrja þúsundir ólögráða unglinga í nýjum skóla, framhaldsskóla. Foreldrarnir gera væntanlega ráð fyrir að vel verði tekið á móti þeim, enda geta margir verið dálítið litlir í sér þótt þeir séu orðnir sextán ára og telji sig færa í flestan sjó. Það er líka raunin víðast hvar, að minnsta kosti af hálfu skólayfirvalda og kennara. Hins vegar er ekki hægt að gera ráð fyrir að eldri samnemendur fagni þeim sem koma nýir í skólann, alltént ekki í öllum skólum. Sums staðar er tekið á móti nýnemum með kaffi og kökum, kvöldvökum og skoðunarferðum, en ennþá tíðkast í sumum framhaldsskólum fáránlegar „busavígslur“, þar sem börn eru atyrt, niðurlægð á ýmsan hátt og í sumum tilvikum hreinlega beitt ofbeldi. Til upprifjunar má tína til sumt af því sem hefur verið gert við „busana“ á allra síðustu árum. Væga útgáfan er að segja nýnemunum að þeir séu „óæðri“, megi ekki koma á ákveðin svæði í skólanum, eigi að hneigja sig fyrir eldri nemum eða sýna þeim undirgefni á annan hátt. Í svæsnari tilfellum er fólk gegnbleytt með garðslöngu, því er dýft ofan í fiskikör með slori, látið drekka ógeðsdrykki, margir í einu eru hífðir upp í neti með krana, fólk er bundið eða lokað inni. Margt af þessu væri ekki á röngum stað í ákæru fyrir frelsissviptingu og líkamsárás. Í ákveðnum skólum hefur gætt tregðu til að breyta þessari ómenningu. Fyrir tveimur árum fjallaði Fréttablaðið um busavígslur í skóla, þar sem vatni var sprautað á nýnema, þeir voru látnir baða sig í slori og ís og velta sér upp úr drullu. Skólameistarinn sagði í viðtali við blaðið: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því sem er uppbyggilegt.“ Hefðir af þessu tagi eru samt svo augljóslega vondar. Það er galin röksemdafærsla að eldri nemar eigi einhvern rétt á að koma illa fram við nýnema af því að einu sinni var komið þannig fram við þá sjálfa. Og skólameistari sem firrir sig ábyrgð á slíku athæfi í sínum skóla er ekki starfi sínu vaxinn. Það er þess vegna sérstaklega jákvætt að í ár hafa Skólameistarafélag Íslands og Félag íslenzkra framhaldsskóla skorið upp herör gegn ofbeldi og niðurlægingu í tengslum við busavígslur. Hjalti Jón Sveinsson, formaður beggja félaga og skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði í Fréttablaðinu í gær að leggja ætti áherzlu á að halda til haga skemmtilegum siðum og venjum þar sem nemendur væru boðnir velkomnir en hætta hinum niðurlægjandi busavígslum. Í sumum skólum gæti það þýtt afturhvarf til upprunans; í Menntaskólanum í Reykjavík er til dæmis eldgömul hefð fyrir „tolleringum“ en á seinni áratugum hefur hlaðizt utan á hana alls konar leikaraskapur, ómenning og vitleysa sem gjarnan má afnema. Kjarni málsins er sá að framhaldsskólarnir eru menntastofnanir, sem eiga að byggja fólk upp en ekki brjóta það niður. Í þeim anda á að sjálfsögðu að taka á móti nýnemum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun