Kynþáttaspenna með djúpar rætur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. ágúst 2014 07:00 Sum djúpstæðustu vandamál bandarísks samfélags kristallast í eftirleik hörmulegs atburðar sem átti sér stað fyrr í mánuðinum þegar lögreglumaður banaði þeldökkum unglingi, Michael Brown, í Ferguson, útborg St. Louis í Missouri. Michael Brown var óvopnaður þegar hvítur lögreglumaður skaut hann sex skotum. Lögreglan heldur því fram að hann hafi ógnað lögreglumanninum, en vitni segja að hann hafi haft uppréttar hendur og beðið lögreglumanninn um að skjóta ekki. Viðbrögð samfélagsins í Ferguson hafa verið hörð, en þar er yfirgnæfandi meirihluti íbúa, eða um 65 prósent, þeldökkur. Efnt hefur verið til harðra mótmæla í bænum, sem hafa að einhverju leyti farið úr böndunum og kallað á hörð viðbrögð lögreglu, sem mörgum þykja algjörlega yfirdrifin. Lögreglan mætti mótmælendum svo þungvopnuð að það líktist fremur hernaðaraðgerð en lögregluaðgerð til að stilla til friðar í smábæ. Margir hafa gagnrýnt „hervæðingu“ lögreglunnar undanfarin ár. Bættur vopnabúnaður hennar átti að nýtast til að eiga við harðsnúin fíkniefnagengi en er illa til þess fallinn að skapa traust á milli lögreglunnar og borgara, sem mótmæla lögregluofbeldi á götum úti. Í Ferguson háttar til eins og víða annars staðar í Bandaríkjunum; meirihluti íbúanna í þessum tuttugu þúsund manna bæ er svartur. Atvinnuleysi í bænum er níu prósent og fimmtungur íbúanna er undir fátæktarmörkum. Í 55 manna lögregluliði bæjarins eru hins vegar aðeins þrír svartir lögreglumenn. Drápið á Michael Brown er fyrir mörgum þeldökkum Bandaríkjamönnum staðfesting þess að lögreglan komi með allt öðrum hætti fram við fólk úr minnihlutahópum en við hvíta. Það er staðreynd að fólk úr minnihlutahópum er fremur stöðvað í bílum sínum, frekar leitað á því og það er frekar handtekið – og líklegra til að falla fyrir kúlum lögreglunnar en hvíti meirihlutinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hvatt íbúa Ferguson til að grípa ekki til ofbeldis í mótmælum sínum, hann hefur sagzt skilja reiðina og örvæntinguna og gagnrýnt hörku lögreglunnar. Hann hefur sömuleiðis sent Eric Holder dómsmálaráðherra, fyrsta svarta manninn sem gegnir því embætti, til Ferguson að ræða við heimamenn og fylgjast með rannsókn málsins. Því er heitið að rannsóknin verði óháð og sannleikurinn um það hvernig dauða Michaels Brown bar að höndum dreginn fram í dagsljósið. Margir telja hins vegar að Obama, fyrsti blökkumaðurinn sem kjörinn er í embætti Bandaríkjaforseta, hafi ekki gert nóg. Hann er nú hvattur til að beita sér fyrir því að sett verði alríkislög sem banni að lögreglan taki fólk úr minnihlutahópum sérstaklega fyrir og mæli fyrir um fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að hindra slíkt. Það verkefni er augljóslega ekki auðvelt, enda á spenna á milli fólks af ólíkum kynþáttum sér djúpar rætur í bandarískri sögu og þjóðarsál. Obama er hins vegar líklegri en margir fyrirrennarar hans til að ná árangri í að draga úr henni – og manndrápið í Missouri ætti að verða fleiri bandarískum stjórnmálamönnum hvati til að leita samkomulags og sátta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Sum djúpstæðustu vandamál bandarísks samfélags kristallast í eftirleik hörmulegs atburðar sem átti sér stað fyrr í mánuðinum þegar lögreglumaður banaði þeldökkum unglingi, Michael Brown, í Ferguson, útborg St. Louis í Missouri. Michael Brown var óvopnaður þegar hvítur lögreglumaður skaut hann sex skotum. Lögreglan heldur því fram að hann hafi ógnað lögreglumanninum, en vitni segja að hann hafi haft uppréttar hendur og beðið lögreglumanninn um að skjóta ekki. Viðbrögð samfélagsins í Ferguson hafa verið hörð, en þar er yfirgnæfandi meirihluti íbúa, eða um 65 prósent, þeldökkur. Efnt hefur verið til harðra mótmæla í bænum, sem hafa að einhverju leyti farið úr böndunum og kallað á hörð viðbrögð lögreglu, sem mörgum þykja algjörlega yfirdrifin. Lögreglan mætti mótmælendum svo þungvopnuð að það líktist fremur hernaðaraðgerð en lögregluaðgerð til að stilla til friðar í smábæ. Margir hafa gagnrýnt „hervæðingu“ lögreglunnar undanfarin ár. Bættur vopnabúnaður hennar átti að nýtast til að eiga við harðsnúin fíkniefnagengi en er illa til þess fallinn að skapa traust á milli lögreglunnar og borgara, sem mótmæla lögregluofbeldi á götum úti. Í Ferguson háttar til eins og víða annars staðar í Bandaríkjunum; meirihluti íbúanna í þessum tuttugu þúsund manna bæ er svartur. Atvinnuleysi í bænum er níu prósent og fimmtungur íbúanna er undir fátæktarmörkum. Í 55 manna lögregluliði bæjarins eru hins vegar aðeins þrír svartir lögreglumenn. Drápið á Michael Brown er fyrir mörgum þeldökkum Bandaríkjamönnum staðfesting þess að lögreglan komi með allt öðrum hætti fram við fólk úr minnihlutahópum en við hvíta. Það er staðreynd að fólk úr minnihlutahópum er fremur stöðvað í bílum sínum, frekar leitað á því og það er frekar handtekið – og líklegra til að falla fyrir kúlum lögreglunnar en hvíti meirihlutinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hvatt íbúa Ferguson til að grípa ekki til ofbeldis í mótmælum sínum, hann hefur sagzt skilja reiðina og örvæntinguna og gagnrýnt hörku lögreglunnar. Hann hefur sömuleiðis sent Eric Holder dómsmálaráðherra, fyrsta svarta manninn sem gegnir því embætti, til Ferguson að ræða við heimamenn og fylgjast með rannsókn málsins. Því er heitið að rannsóknin verði óháð og sannleikurinn um það hvernig dauða Michaels Brown bar að höndum dreginn fram í dagsljósið. Margir telja hins vegar að Obama, fyrsti blökkumaðurinn sem kjörinn er í embætti Bandaríkjaforseta, hafi ekki gert nóg. Hann er nú hvattur til að beita sér fyrir því að sett verði alríkislög sem banni að lögreglan taki fólk úr minnihlutahópum sérstaklega fyrir og mæli fyrir um fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að hindra slíkt. Það verkefni er augljóslega ekki auðvelt, enda á spenna á milli fólks af ólíkum kynþáttum sér djúpar rætur í bandarískri sögu og þjóðarsál. Obama er hins vegar líklegri en margir fyrirrennarar hans til að ná árangri í að draga úr henni – og manndrápið í Missouri ætti að verða fleiri bandarískum stjórnmálamönnum hvati til að leita samkomulags og sátta.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun